Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Page 23

Tölvumál - 01.11.2009, Page 23
T Ö L V U M Á L | 2 3 Rétt við það „að meikaða“ Allt fór vel af stað og t.a.m. áttum við í ítarlegum viðræðum um samstarf við stórt bandarískt fyrirtæki. En á síðustu metrunum sprakk „dotcom“ bólan og ekkert varð úr samningum. Sölustarfið þyngdist og lokaðist fyrir aðgang að frekara fjármagni. Við skárum fyrirtækið niður í nokkra forritara og við stofnendurnir tókum að okkur öll sölumálin. Fyrir vikið fékk maður í æð þarfir markaðarins og þetta var því góður skóli. Lærdómurinn af þessu er að það er lífsnauðsynlegt fyrir frumkvöðla og stjórnendur sprotafyrirtækja að „vera sjálfir á kafi í sölumálum“. Öðruvísi er hætt við að fyrirtækið þróist á skjön við þarfir viðskiptavina. Það kostaði blóð svita og tár að halda fyrirtækinu lifandi og ljúka vöru- þróuninni. Það hafðist og í dag hefur Menn og mýs markað sér nafn sem eitt af 5 - 6 leiðandi fyrirtækjum í heiminum, á markaði með netfangaumsjónar kerfi. Sp: Hvernig tóku fjölskyldur og vinir í hugmyndina að stofna fyrirtæki og framfæra sig með hugbúnaðarþróun? Við erum frumkvöðlar í eðli okkar. Það kom aldrei annað til greina en að stofna fyrirtæki. Maður gat leyft sér þetta, nýkominn úr skóla, á meðan maður hafði ekki fyrir fjölskyldu að sjá. Eiginkonurnar hafa starfað í þessu með okkur og önnur þeirra, Vilborg Einarsdóttir, leiðir nú Mentor í öflugri sókn á erlenda markaði. Sp: Hefur verið leitað eftir styrkjum frá opinberum stofnunum eða einkaaðilum, og ef svo, hvernig höfðuð þið upp á þessu og hvaða undirbúningur var nauðsynlegur? Í upphafi unnum við kauplaust, kvöld og helgar, í langan tíma við vöruþróun. Þegar varan var tilbúin og við höfðum selt fyrstu skólunum þá sögðum við upp í gömlu vinnunni. Men & Mice Suite verkefnið höfum við hins vegar fjármagnað með sölu á hlutafé. Okkar upprunalegi fjárfestir var „engla“ fjárfestir frá Finnlandi sem við hittum á CeBIT sýningunni í Þýskalandi. Þegar leitað var að fjárfestum þá gengum við á milli manna og kynntum viðskiptaáætlun okkar og framtíðarsýn. Það sem sannfærði fjárfesta var fyrst og fremst þekking okkar af markaðnum, sem kom til af því að við vorum alltaf að heimsækja viðskiptavini, ásamt því hversu ákveðnir við vorum í að verða leiðandi á þessum markaði. Íslenskir fjárfestar komu síðar að Mönnum og músum, fjárfestar eins og Brú og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Sp: Leið langur tími frá því að fyrirtækið var stofnað og þar til byrjað var að móta það formlegar fyrir starfsemina? Menn og mýs var 3-5 manna fyrirtæki þar til árið 2000. Við reyndum að stækka fyrirtækið í viðráðanlegum skrefum, bæði með tilliti til starfsfólks og viðskiptaferla. Það að hafa atvinnufjárfesta um borð krafðist meiri formlegheita í starfseminni. Þroskastigin Sp: Hvernig hefur fyrirtækið þroskast og á hvaða þroskastigi mynduð þið staðsetja það í dag? Það mætti segja að tilhugalífið hafði náð yfir fyrstu 10 árin. Þetta var tíminn þar sem grunnurinn var lagður, safnað reynslu og ákafur lærdómur fór fram. Þá kom bernskan. Á þessu stigi fannst okkur við vera það þroskuð að við gætum orðið eitt af leiðandi fyrirtækjunum í heiminum á okkar sviði. Jón Georg hætti öllum öðrum skuldbindingum og varði 100% af tíma sínum í að heimsækja viðskiptavini og að knýja fram sölu. Pétur setti líka áherslu á söluna með því sjónarhorni að ná betri skilningi á markaðnum. Þetta þýddi að fyrirtækið færði sig hratt yfir í vaxtarstigið með arðsemi, tilkomumiklum vexti og samningum við stóra viðskiptavini. Um mitt árið 2006 var fyrirtækið vel statt fjárhagslega og var að vaxa hratt. Það vaknaði sú hugmynd að skrifa nafnamiðlara fyrir Mac OS. Við áætluðum að það tæki þrjá mánuði og átján mánuðum síðar var forritið tilbúið Við höfðum enga reynslu að byggja á. Það voru fáir í útflutningi hugbúnaðar á þeim tíma. Við létum bara vaða með bjartsýni og trú að leiðarljósi

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.