Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 35

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 35
T Ö L V U M Á L | 3 5 allar laga-, tækni- og viðskiptalegar hindranir á notkun eða dreifingu. Almenna reglan ætti að vera sú að gögn í eigu opinberra aðila séu opin nema aðrir hagsmunir, einkum persónuverndarsjónarmið, gefi ástæðu til annars. Styðja má við þessa reglu með ýmsum rökum. Í fyrsta lagi var þessum gögnum safnað fyrir almannafé. Við, skattgreiðendur, höfum með öðrum orðum þegar keypt vöruna og eigum rétt á að fá hana afhenta. Ef söfnun viðkomandi gagna er ábatasöm starfsemi í sjálfu sér ættu það að vera einkafyrirtæki, ekki hið opinbera, sem stendur fyrir söfnun þeirra. Í öðru lagi veita gögnin okkur innsýn í starfsemi þessara stofnana. Stofnununum er þar með veitt aðhald, svipað því sem upplýsingalögin veita varðandi opinber skjöl. Mikilvægustu rökin eru samt þau að opið aðgengi borgar sig. Opnun gagna og þar með óheftur aðgangur fyrirtækja, vísindamanna, námsmanna, frumkvöðla og hugmyndríkra einstaklinga stuðlar að nýsköpun og leysir úr læðingi verðmæti langt umfram það sem nokkur ríkisstofnun er fær um að gera eða ætti að verja sínum takmörkuðu fjármunum í að reyna. Tækifæri til nýsköpunar Sum þessara verðmæta geta verið einfaldir tölvuleikir á vefnum. Dæmi um slíkt væri t.d. krossgátuspil á íslensku, sem e.t.v. hefði takmarkað efnahagslegt gildi en þeim mun meira skemmtanagildi. Opnara aðgengi að gögnum er líka líklegt til að leiða til nýrra vísindauppgötvana, þegar gögn úr ólíkum áttum eru tengd saman og áður óþekkt samhengi blasir allt í einu við. Enn önnur verðmæti gætu svo orðið til við það að einhver taki sig til og útbúi myndræna framsetningu á gögnum sem veitir nýja innsýn í grunnvirkni samfélagsins og sýni þar með hvar hættur eru fyrir hendi eða tækifæri eru til úrbóta. Nýleg rannsókn á notkun opinberra gagna í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að hindranir í aðgengi kostuðu breskt samfélag um 1 milljarð punda árlega í glötuðum tækifærum og skorti á samkeppni á ýmsum sviðum. Engin sambærileg úttekt hefur verið gerð hér á landi, en reiknað yfir í íslenskar krónur og miðað við höfðatölu væru þetta vel á annan milljarð árlega hér á Íslandi. Með þeim rökum að opið aðgengi og ríkari áhersla á miðlun gagna hefði e.t.v. getað forðað, þó ekki væri nema litlum hluta, af því efnahagshruni sem hér varð má leika sér að því að margfalda þessa tölu. Í öllu falli er hér um að ræða stórt tækifæri sem þarfnast aðeins lítilsháttar viðhorfsbreytingar og stefnumörkunar frá stjórnvöldum, en mun skila sér í auknum verðmætum og skilvirkara starfi hins opinbera. Helstu áhrif gjaldtöku verða þau að ríkisstofnanir borga hver annarri fyrir notkunina, en aðrir hverfa frá vegna kostnaðar Opnun gagna og þar með óheftur aðgangur fyrirtækja, vísindamanna, námsmanna, frumkvöðla og hugmyndríkra einstaklinga stuðlar að nýsköpun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.