Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Side 35

Tölvumál - 01.11.2009, Side 35
T Ö L V U M Á L | 3 5 allar laga-, tækni- og viðskiptalegar hindranir á notkun eða dreifingu. Almenna reglan ætti að vera sú að gögn í eigu opinberra aðila séu opin nema aðrir hagsmunir, einkum persónuverndarsjónarmið, gefi ástæðu til annars. Styðja má við þessa reglu með ýmsum rökum. Í fyrsta lagi var þessum gögnum safnað fyrir almannafé. Við, skattgreiðendur, höfum með öðrum orðum þegar keypt vöruna og eigum rétt á að fá hana afhenta. Ef söfnun viðkomandi gagna er ábatasöm starfsemi í sjálfu sér ættu það að vera einkafyrirtæki, ekki hið opinbera, sem stendur fyrir söfnun þeirra. Í öðru lagi veita gögnin okkur innsýn í starfsemi þessara stofnana. Stofnununum er þar með veitt aðhald, svipað því sem upplýsingalögin veita varðandi opinber skjöl. Mikilvægustu rökin eru samt þau að opið aðgengi borgar sig. Opnun gagna og þar með óheftur aðgangur fyrirtækja, vísindamanna, námsmanna, frumkvöðla og hugmyndríkra einstaklinga stuðlar að nýsköpun og leysir úr læðingi verðmæti langt umfram það sem nokkur ríkisstofnun er fær um að gera eða ætti að verja sínum takmörkuðu fjármunum í að reyna. Tækifæri til nýsköpunar Sum þessara verðmæta geta verið einfaldir tölvuleikir á vefnum. Dæmi um slíkt væri t.d. krossgátuspil á íslensku, sem e.t.v. hefði takmarkað efnahagslegt gildi en þeim mun meira skemmtanagildi. Opnara aðgengi að gögnum er líka líklegt til að leiða til nýrra vísindauppgötvana, þegar gögn úr ólíkum áttum eru tengd saman og áður óþekkt samhengi blasir allt í einu við. Enn önnur verðmæti gætu svo orðið til við það að einhver taki sig til og útbúi myndræna framsetningu á gögnum sem veitir nýja innsýn í grunnvirkni samfélagsins og sýni þar með hvar hættur eru fyrir hendi eða tækifæri eru til úrbóta. Nýleg rannsókn á notkun opinberra gagna í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu að hindranir í aðgengi kostuðu breskt samfélag um 1 milljarð punda árlega í glötuðum tækifærum og skorti á samkeppni á ýmsum sviðum. Engin sambærileg úttekt hefur verið gerð hér á landi, en reiknað yfir í íslenskar krónur og miðað við höfðatölu væru þetta vel á annan milljarð árlega hér á Íslandi. Með þeim rökum að opið aðgengi og ríkari áhersla á miðlun gagna hefði e.t.v. getað forðað, þó ekki væri nema litlum hluta, af því efnahagshruni sem hér varð má leika sér að því að margfalda þessa tölu. Í öllu falli er hér um að ræða stórt tækifæri sem þarfnast aðeins lítilsháttar viðhorfsbreytingar og stefnumörkunar frá stjórnvöldum, en mun skila sér í auknum verðmætum og skilvirkara starfi hins opinbera. Helstu áhrif gjaldtöku verða þau að ríkisstofnanir borga hver annarri fyrir notkunina, en aðrir hverfa frá vegna kostnaðar Opnun gagna og þar með óheftur aðgangur fyrirtækja, vísindamanna, námsmanna, frumkvöðla og hugmyndríkra einstaklinga stuðlar að nýsköpun

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.