Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 38

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 38
3 8 | T Ö L V U M Á L Farsímar í nýju hlutverki Innreið Apple iPhone á farsímamarkaðinn olli kaflaskilum á þessum markaði en fyrir komu hans voru framfarir milli farsímakynslóða oft mældar í hænuskrefum. Fyrir utan áhrifin sem hönnun iPhone símans hefur haft á viðmót og hönnun símtækja komst veruleg hreyfing á þróun hugbúnaðar fyrir farsíma og hvernig notendur geta nálgast hann. Lengst af varð að nálgast nýjan notendahugbúnað í farsíma eftir marg- víslegum leiðum, ef símtækið leyfði á annað borð nýjan hugbúnað, hér má nefna að finna hann á vefnum og fara síðan á heimasíður höfundanna. Apple fór hinsvegar þá leið að safna saman hugbúnaði í sérstaka „búð“ og var hægt að tengjast henni beint frá símtækinu sjálfu gegnum snertiskjá og myndræn notendaskil. Aðrir farsímaframleiðendur sem höfðu verið sofandi á verðinum, tóku við sér og eru að fara svipaðar leiðir og hefur það hleypt miklu fjöri í geirann. Núna er hægt að sjá á heimasíðu Apple að búið er að sækja milljarð eintaka af hugbúnaði frá búðinni og það þó símarnir sem seldir hafa verið séu ekki nema um 20 milljónir. Þetta segir sína sögu um hversu markaðurinn var tilbúinn til að taka við þessari nýjung og þörfina fyrir straumlínulögun í notkun. Íslendingar standa þó utan gátta í að notfæra sér þetta að því leyti að Apple síminn er ófáanlegur á Íslandi nema eftir óopinberum krókaleiðum. Nokia kom inn á hugbúnaðarmarkaðinn í sumar með þjónustuna Ovi Store. Frá fyrsta degi mun úrval verða talsvert og fróðlegt að sjá hvernig sú verslun mun ganga í samanburði við Apple og aðgengi héðan frá verður vonandi einnig greitt. Ovi Store er útvíkkun á núverandi starfsemi Nokia undir merkjum Ovi þar sem boðið er upp á afritatöku af símaskrá og dagatali ásamt ýmsum samskiptum og kaupum. Yfirstandandi þróun og áherslur hafa orðið til þess að dýrari farsímarnir eru orðnar fullkomnar lófatölvur sem ráða við fjölbreytt hlutverk sem lengi vel var farsímum ofviða eða bundið við allt önnur og sérhæfð tæki. Notendaskilin hafa líka gjörbreyst eftir innkomu iPhone og að Google blandaði sér í farsímaslaginn, bæði með stýrikerfi í farsíma og allskonar þjónustu. Svo lagði Microsoft meira undir og gaf stýrikerfi síma sinna nýtt nafn. Það er því af nógu að taka til að benda á sem dæmi um það sem hefur gerst á síðari tímum en hér verður sagt frá athyglisverðum leiðum til að setja þessa nýju kynslóð farsíma í ný hlutverk með staðsetninga tengdum þjónustum (e. Location Based Services). Götukort í símana Einn athyglisverður angi þróunarinnar er að nota farsíma sem leiðsögutæki og til að leita uppi fyrirtæki og fólk og jafnvel sjá staðsetningu sinna nánustu hvar sem er í heiminum. Þessu svipar því til hefðbundinna GPS-tækja en hefur til viðbótar gagnvirkni og samspil við aðra farsímanotendur. Google hefur um skeið boðið upp á þjónustuna Google Maps for Mobile. Forritinu, sem gengur í margar gerðir farsíma, er bætt við í símann og það væðir tækið með götukortum og loftmyndum og síminn getur staðsett notandann með punkti á korti eða á loftmynd. Nokkur blæbrigðamunur er á hugbúnaðinum eftir gerðum farsíma sem kemur fram í því hversu miklir möguleikarnir eru. Mesta nákvæmnin fæst ef viðkomandi farsími hefur GPS móttakara og frávikið er þá lítið en afar athyglisvert er að sími án GPS getur einnig staðsett notandann með talsverðri nákvæmni en á korti er sýnt mögulegt frávik. GPS-lausir farsímar geta notað staðsetningareiginleikann í Google Maps þar sem vefsetur Google safnar saman í gagnagrunn smám saman upplýsingum sem GPS-væddir símar hafa áður látið í té um eiginleika farsímasellunnar sem sá GPS-lausi væri seinna staddur í. Núna er hægt að fá kort yfir Reykjavík og nágrenni frá Google en kortin Einar H. Reynis, rafiðnfræðingur hjá Símanum Snjallsímarnir loksins snjallir GoogleMaps og NokiaMaps væða farsíma með götukortum og loftmyndum og síminn getur staðsett notandann með punkti á korti eða á loftmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.