Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Page 24

Tölvumál - 01.11.2009, Page 24
2 4 | T Ö L V U M Á L Hins vegar fannst fjárfestum að vöxturinn gæti verið jafnvel meiri og það var ósamkomulag um hvernig þetta ætti að vera framkvæmt. Þetta leiddi af sér að fjárfestar ráku Jón Georg og Pétur og réðu nýja framkvæmdastjórn. Afleiðingin af þessu var að fyrirtækið fór inn í kreppu og í desember þetta ár var það nánast orðið gjaldþrota. Til að bjarga fyrirtækinu var sett meira fjármagn inn í fyrirtækið og nýja framkvæmdastjórnin var látin fara og Jón Georg og Pétur voru ráðnir aftur. Fyrirtækið byrjaði hægt og rólega að þróast í átt að arðsemi aftur. Þrátt fyrir það var fyrirtækið ekki hið sama eftir kreppuna. Samhljómur á milli fjárfesta og stofnenda hafði beðið skaða og frumkvöðlaandinn hafði dofnað. Í dag er fyrirtækinu best lýst sem að vera staðsett á unglingsárunum. Við höfum verið á markaðnum í langan tíma og erum þekkt fyrir sterkar vörur og góða þjónustu. Vaxtartækifærin eru ennþá til staðar og ef fjárfestar og stofnendur eru að fara í sömu átt, þá er framtíðin sannanlega björt. Hjá fyrirtækinu starfar afburða teymi með þekkingu á heimsmælikvarða. Það sannar árangur fyrirtækisins í að loka flóknum sölum til margra af stærstu fyrirtækja heims og í harðri samkeppni við bandarísk stórfyrirtæki. Í fólkinu býr mikill kraftur. Sá kraftur leysist ekki úr læðingi nema skipt sé í vaxtargírinn að nýju. Sp: Hvenær og hvernig ákváðuð þið rannsóknaráherslur fyrirtækisins? Þróun fyrirtækisins á nafnamiðlurum hófst fyrir tilviljun. Jón Georg vann að skipulagningu netmála hjá lyfjafyrirtækinu Roche á þeim tíma. Hans innsýn í markaðinn ásamt reynslu okkar af nafnamiðlurum kom okkur á þá braut vöruþróunar sem við erum á í dag. Sp: Hvernig er hægt að lýsa menningunni hjá Mönnum og músum? Menning fyrirtækisins einkennist af mikilli helgun og sköpunargleði. Góð ráð Sp: Sé litið tilbaka, hvað mynduð þið ráðleggja þeim sem vilja koma á fót nýju fyrirtæki í dag? Hvað ætti að forðast að gera og hvað er alveg nauðsynlegt? Það kostar mikið úthald og þrautsegju að ná sprotafyrirtæki á flug. Það tekur að jafnaði 12 – 15 ár að ná árangri, ef árangur næst á annað borð. Þið þurfið að tryggja að viðskiptahugmyndin sé traust (hún þarf ekki að vera frábær) og vera viðbúin að fylgja henni eftir í langan tíma. Þolinmæði er dyggð og nauðsynlegt er að trúa á hugmyndina og geta treyst á að framtíðarsýnin dragi mann upp þegar hindranir eða niðursveifla kemur. Náið ykkur sjálf í þekkingu og reynslu af sölu og markaðssetningu. Þetta er sá styrkur sem þarf til að geta rekið fyrirtæki og að tekist á við fjárfesta. Að þróa eitthvað er auðvelt, en að ná sölutekjum er erfitt. Veljið fjárfesta af vandvirkni. Verið á varðbergi gagnvart skammtíma fjárfestum og hugsið ykkur tvisvar um áður en þið látið fjárfesta taka yfir stjórnina á fyrirtækinu. Framtíðarsýn Sp: Hvernig sjáið þið Menn og mýs eftir 10 ár? Sé horft aftur tilbaka á 20 ára sögu Manna og músa, má segja að það hafi aldrei verið betur í stakk búið fyrir vöxt en í dag. Fyrirtækið er með góðar vörur, starfsfólk á heimsmælikvarða, sterka viðskiptavini og stækkandi markað. Fjárfestarnir stýra fyrirtækinu og það er undir þeim komið hvernig best er að nýta tækifærin sem felast í þessu. Til að hámarka árangurinn er lykilatriði að stofnendur og fjárfestar vinni þétt saman að sameiginlegu markmiði. Við erum vongóðir um að þetta verði staðreyndin með Menn og mýs og að fyrirtækið verði verðmætt framlag til uppbyggingar hátækniiðnaðar á Íslandi. Það kostar mikið úthald og þrautsegju að ná sprotafyrirtæki á flug Til að hámarka árangurinn er lykilatriði að stofnendur og fjárfestar vinni þétt saman að sameiginlegu markmiði

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.