Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 31
T Ö L V U M Á L | 3 1 Námsefnið er ekki ætlað sem viðbót heldur á það að koma í stað þess sem fyrir er og nær yfir mörg svið; vistfræði, heilsu, líffræði, efnafræði, jarðfræði og sögu Nemendur vinna í litlum hópum og er þeim ætlað að nota þekkingu og tækni nútímans til að hjálpa bæjarbúum að skilja hvað er að gerast og hvers vegna og finna lausn á heilsufarsvanda bæjarbúa Yfir 5000 nemendur í 12 mismunandi ríkjum Bandaríkjanna tóku þátt í leiknum skólaárin 2007-2008.[3] Skilyrði þátttöku eru þau að kennarinn þarf að fá þjálfun í notkun leiksins, hann þarf að vera með a.m.k. 20 nemenda hóp á aldrinum 12-14 ára sem allir þurfa að hafa aðgang að tölvu með River City leiknum uppsettum. Verkefnið tekur 14- 20 klukkustundir sem þarf að vinna jafnt og þétt án langra fría á tímabilinu. Til að nálgast leikinn þarf einungis að senda tölvupóst til rivercity.support@gmail.com með beiðni þar um og er skólanum þá sendur hugbúnaðurinn.[4] Námsefnið í River City inniheldur forkönnun (pre-test) og lýkur með rannsóknarráðstefnu. Námsefnið er ekki ætlað sem viðbót heldur á það að koma í stað þess sem fyrir er og nær yfir mörg svið; vistfræði, heilsu, líffræði, efnafræði, jarðfræði og sögu. Reynt er að endurskapa bæinn River City frá 19. öld með heilsufars- vandamálum þess tíma. Nemendum vinna í litlum hópum og er þeim ætlað að nota þekkingu og tækni nútímans til að hjálpa bæjarbúum að skilja hvað er að gerast og hvers vegna og finna lausn á heilsufarsvanda bæjarbúa. Þrjú mismunandi heilbrigðisvandamál koma upp á sama tíma í River City, sem rekja má til sögulegra, félagslegra og landfræðilegra þátta. Það er svo verkefni nemendanna að hjálpa bæjarbúum að skilja hvað er að gerast og hvers vegna. Þannig læra þau um sjúkdóma, hvernig þeir breiðast út og hvernig samskipti manna á milli hafa áhrif á ferlið. Nemendurnir greina þannig vandann, rannsaka hann og koma með tilgátur og gera tilraunir til að sanna tilgátur sínar.[5] Leikurinn með sín innbyggðu rannsóknartæki s.s. smásjá gefur ýmsa möguleika sem ekki eru fyrir hendi í öllum kennslustofum og getur hann þannig bætt aðgengi nemenda að kennslubúnaði. Sýnt hefur verið fram á að RC leikurinn er hentugur til að kenna nemendum að gera tilraunir og taka þátt í þeim (Ketelhut, Nelson, Dede og Clarke, 2006). Áhrif leiksins á sjálfstraust nemenda og námsferli þeirra hefur verið skoðað og benda niðurstöður til þess að notkun MUVE til kennslu raungreinarannsókna geti haft jákvæð áhrif á þessa þætti (Ketelhut, 2007). Þegar nemendur eru spurðir um upplifun sína af leiknum kemur í ljós að þeim finnst leikurinn hjálpa þeim við að skilja hlutina betur, þeir sjá hlutina í stað þess að þurfa að ímynda sér þá, það að geta ferðast um bæinn, safnað upplýsingum og spurt ráða hjálpi þeim við að leysa vandamálið sem leiðir það af sér að þau skilja fagið betur (Ketelhut o.fl., í prentun). Fyrsta prufa RC leiddi í ljós að leikurinn væri áhugahvetjandi fyrir alla nemendur, sérstaklega þá getuminni og áhugalausari (Dede, Ketelhut og Ruess, 2002). Einnig hefur verið sýnt fram á að MUVE hjálpar til við að auka sjálfsábyrgð nemenda á námi sínu (Dede og Ketelhut, 2003). Þróun leikja í sýndarveruleika til kennslu Skiptar skoðanir eru um hvort að MUVE henti í kennslu hér á landi en líta verður á að til eru margar gerðir af MUVE og mikill munur á námsumhverfi sem er hannað í kringum ákveðna námskrá með ákveðnum markmiðum eða hvort reynt er að nota tilbúinn sýndarveruleika eins og Second Life til þess að miðla námsefni. Leikjaframleiðsla er sannarlega til staðar á Íslandi, en í maí mánuði á þessu ári voru stofnuð samtök leikjaframleiðenda og lofar byrjunin góðu fyrir iðnaðinn. Mikil sérþekking er til staðar og leikirnir eru margir hverjir með þeim bestu í heiminum. Ekki virðist fara mikið fyrir leikjum með megin áherslur á kennslufræðilegt gildi í íslenskum leikjaiðnaði en það er sannarlega áskorun fyrir íslenskan leikjaiðnað að leggja sitt af mörkum til þess að hanna og þróa þverfaglegan alþjóðlegan leik með kennslufræðileg gildi. Það er heillandi hugsun að geta nýtt möguleika fjölspilunarleikja til þess að þjálfa nemendur í félagsfærni og tungumálum, eða gefa þeim tækifæri til þess að skoða löngu horfinn heim og hitta sögufrægar persónur úr fortíðinni, framtíðinni eða nútímanum, afla sér upplýsinga og vinna verkefni. Möguleikarnir eru óþrjótandi. [1] Hér eftir kallað MUVE. [2] http://muve.gse.harvard.edu/rivercityproject/ [3] http://muve.gse.harvard.edu/rivercityproject/contributors/contributors.html [4] http://muve.gse.harvard.edu/rivercityproject/join/right_for_you.htm [5] http://muve.gse.harvard.edu/rivercityproject/curriculum.htm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.