Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Síða 8

Tölvumál - 01.11.2009, Síða 8
8 | T Ö L V U M Á L Nýsköpun er orð sem heyrist sífellt oftar í tengslum við endurreisn íslensks atvinnulífs, en erfiðara reynist oft að festa hendur á þetta hugtak. Hvað þýðir þetta hugtak í raun, hvernig verður þessi nýsköpun til og hvernig er hægt að styðja við nýsköpun á markvissan, skilvirkan og mælanlegan hátt? Andri Heiðar Kristinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Innovit Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldur er aðeins talað um nýsköpun þegar hugmyndinni eða endurbótinni hefur verið hrint í framkvæmd. Nýsköpun getur átt sér stað á ýmsum sviðum og í stórum sem smáum fyrirtækjum. Nýsköpun er kaótískt fyrirbæri Kjarni málsins er sá að nýsköpun er í eðli sínu tiltölulega óskilgreint fyrirbæri sem hvorki er hægt að miðstýra, setja í ferli né festa hendur á með einföldum hætti. Lykilatriði í þeirri uppbyggingu sem er framundan er því að skapa öflugt og hvetjandi umhverfi fyrir nýsköpun þar sem einstaklingarnir og fyrirtækin sjálf fara sínar eigin leiðir og stuðningur við þau byggir á heilbrigðri samkeppni. Verðmætasköpun þekkingarfyrirtækja er sá grundvöllur hagvaxtar sem við eigum að leggja traust okkar á til næstu áratuga. Með framangreind gildi að leiðarljósi þarf því að byggja upp öflugt og skilvirkt stoðkerfi fyrir sprotafyrirtæki. Sprotafyrirtæki dagsins í dag geta orðið stórfyrirtæki framtíðarinnar. Það þurfa allir að taka höndum saman, ungt fólk, stjórnvöld og ekki síst þau öflugu fyrirtæki í landinu sem standa sterk þrátt fyrir þá lægð sem nú fer yfir. Samanburður við þá bestu Ef horft er til fremstu stuðningsumhverfa nýsköpunar í heiminum s.s. hjá MIT háskóla, Stanford, í Kísildalnum og víðar þá eiga þessi svæði það sameiginlegt að ekki er byggt á miðstýrðum stuðningi til fyrirtækja – heldur fjölbreyttum aðgerðum ólíkra aðila sem frumkvöðlarnir sjálfir sjá að miklu leyti um að móta. Það er því frábært að sjá umhverfið á íslandi vera að fara í þessa átt, en undanfarið hafa sprottið upp fjölmargir mismunandi aðilar sem vinna að þessum málum. Má t.d. nefna Hugmyndaráðuneytið, Nýsköpun. org, Viðskiptasmiðjuna hjá Klakinu, Hugmyndahús HR og Listaháskólans, frumkvöðlasetur í gömlu bönkunum og svo mætti áfram telja. Þessum fjölbreytileika þarf að viðhalda og efla. Stökkpallur hugmynda Ein þeirra stuðningsaðgerða sem náð hefur afar athygliverðum árangri á heimsvísu eru svokallaðar frumkvöðlakeppnir sem byggja í grunninn á þróun viðskiptahugmynda, gerð viðskiptaáætlana og kynningu á hugmyndunum. Markmiðið með slíkum keppnum er fyrst og fremst að búa til stökkpall fyrir frumkvöðla og nýjar viðskiptahugmyndir með umgjörð sem byggist upp á þjálfun, ráðgjöf, námskeiðum og myndun tengslanets. Það er því ferlið sjálft sem frumkvöðlarnir fara í gegnum sem skiptir meginmáli í því að auka árangur og skapa farsæl fyrirtæki til framtíðar. Fyrsta slíka keppnin var sett á laggirnar á Íslandi í ársbyrjun 2008 þegar Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit var hleypt af stað að fyrirmynd og í Stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja í heimsmælikvarða Ekki er hægt að tala um nýsköpun fyrr en hugmynd eða endurbót hefur verið hrint í framkvæmd

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.