Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 10
1 0 | T Ö L V U M Á L Ný sprotafyrirtæki eða önnur fyrirtæki sem sinna nýsköpun af einhverju tagi þurfa að huga að mörgu. Í þessari grein er gerð tilraun til þess að fara yfir það sem flest sprotafyrirtæki rekast á þegar þau eru að hefja rekstur. Eftirfarandi eru þeir þættir sem flestir velta fyrir sér við stofnun nýs sprotafyrirtækis. Styrkumsóknir Flest ný sprotafyrirtæki fara þá leið að skoða hvaða styrki þeir geti fengið til að geta framfleytt sér fyrstu mánuðina, þ.e. þessa mánuði sem verið er að þróa nýja tækni eða þjónustu. Styrkumsóknirnar eru í flestum tilvikum nokkuð tímafrekar og passa þarf vel upp á að skilgreina vel nýnæmi þjónustunnar og hvernig samkeppnisumhverfið fyrir hana lítur út. Að auki hafa styrkveitendur horft svolítið til þess hvaða vörur og þjónusta koma til með að auka komu gjaldeyris inn í landið. Dæmi um styrkveitendur eru Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Ísland, Atvinnumál kvenna og Nýsköpunarsjóður. Einnig er möguleiki á að ná í styrk með því að taka þátt í frumkvöðlakeppni Innovits, Gullegginu. Taka ber fram að aldrei hafa eins margar styrkumsóknir borist og nú, þannig að aðeins lítill hluti þeirra sem sækja um fá styrk. Gerð viðskiptaáætlunar Til að geta sótt um styrk eða til að ná í fjárfesta þarf viðskiptaáætlun að liggja fyrir. Þeir sem bjóða sprotafyrirtækjum aðstoð við gerð viðskiptaáætlanna eru t.d. Innovit, Klak og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og alveg tilvalið að skoða hvaða námskeið og ráðgjöf þau hafa að bjóða. Að auki er hægt að finna nokkra ráðgjafa sem aðstoða við gerð viðskiptaáætlanna. Í viðskiptaáætluninni er mikilvægt að fara ofan í sem flesta þætti sem við koma vörunni eða þjónustunni sem verið er að þróa. Í áætlunni er t.d. farið ofan í saumana á þróuninni, markaðurinn skoðaður ítarlega, samkeppnin kyrfilega greind og gert er eins nákvæmt arðsemismat og mögulegt er. Það fer oft töluverður tími í gerð áætlunarinnar en því betur sem hún er gerð því betri er undirbúningurinn. Skipulagning Þó að flest sprotafyrirtæki byrja aðeins sem eins til tveggja starfsmanna fyrirtæki er ekki þar með sagt að ekki þurfi að skipuleggja sig. Við gerð viðskiptaáætlunarinnar kemur yfirleitt í ljós að það er fullt af verkliðum sem þarf að skoða. Gott er að skrá það vandlega hjá sér og gera hjá sér einfalt plan sem allir sem koma að verkefninu treysta sér að fara eftir. Ef þetta er gert getur maður betur áttað sig á því hvað verkefnin taka langan tíma og auðveldara að setja sér markmið um tímasetningar. Gott er að skoða vöruþróunina eða þróun þjónustunnar sem verið er að skapa út frá fleirum sjónarhornum en bara tækniþróuninni sjálfri. Aðrir þættir sem ætti að skoða vel og skipuleggja gætu t.d. verið markaðsmál, söluáætlun, þjónusta við vöruna, afhendingaferli og gjaldfærsla svo eitthvað sé nefnt. Eitt er að þróa vöruna og annað er að koma henni á framfæri - en hvorutveggja er jafn mikilvægt. Við hverju máttu búast sem stofnandi nýs sprotafyrirtækis? Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Msc í framleiðsluverkfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.