Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 47

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 47
T Ö L V U M Á L | 4 7 Tilgangur myndbandsins er að vekja áhuga ungra stúlkna á möguleikum og fjölbreytileika þeirra starfa sem bjóðast í faginu og slá á þann útbreidda misskilning að fagið sé bara fyrir stærðfræðiséní eða nörda Tekin voru viðtöl við konur sem starfa á ólíkum sviðum innan fagsins og vonumst við þannig til að gefa áhugaverða sýn á fagið og þau störf sem í boði eru. Viðmælendur voru beðnir að lýsa hefðbundnum degi í vinnunni, hvað þær eru að fást við og hvað það er sem gerir starfið áhugavert. Haldnar voru kynningar á myndbandinu í framhaldsskólum á höfuð borgar- svæðinu og á Suðurlandi, en UT-konur heimsóttu skólana í hádegishléi, sýndu myndbandið og ræddu við nemendur. Vakti myndbandið áhuga meðal nemenda og hefur það nú þegar skilað árangri því vitað er um nemendur sem ákváðu í kjölfarið að innrita sig í tölvunarfræði nú í haust. Fræðslupakkar í grunn og framhaldsskóla Í framhaldi af kynningunum var ákveðið að senda „Fræðslupakka“ til allra grunn- og framhaldsskóla landsins til að koma efninu á framfæri við stærri hóp. Í þessum fræðslupakka er mynddiskur (DVD) með myndbandinu, upplýsingar um nám frá háskólunum auk upplýsinga um UT-konur og Skýrslutæknifélag Íslands. Hluta af þessum skjölum má nálgast á vefsíðu UT-kvenna, www.utkonur.wordpress.com. Myndbandið ber yfirskriftina „Upplýsingatækni – Fag án landamæra“. Er það von UT-kvenna að myndbandinu verði gerð góð skil innan hvers skóla og efnið kynnt fyrir nemendum. Afrakstur samvinnu Átak sem þetta kallar á vinnu og samtakamátt margra aðila. Jákvæð viðbrögð og velvilji fyrirtækja og viðmælenda í myndbandi auk ómældrar vinnu UT-kvenna hafa gert þetta verkefni að veruleika. Það sýnir að þegar viljinn er til staðar og margar hendur vinna samtaka að settu marki, þá eru okkur allir vegir færir. Vonandi skilar þetta átak sér í vaxandi áhuga ungra stúlkna á upplýsingatækninni og raungreinum yfirleitt. UT-konur, félag kvenna í upplýsingatækni, er faghópur innan SKY, Skýrslutæknifélags Íslands. Allt starf UT-kvenna við vinnslu þessa fræðsluefnis var unnið í sjálfboðavinnu og það sama á við um þá sem fram komu í myndbandinu, en til framleiðslu og fjölföldunar á mynddisk og útsendingu efnis nutum við stuðnings frá styrktaraðilum. Samtök Iðnaðarins er aðalstyrktaraðili okkar en einnig fengum við styrk frá Háskólanum í Reykjavík og SKY. Viljum við þakka þessum aðilum sérstaklega fyrir þeirra framlag. UT-konur þakka öllum aðilum sem komið hafa að gerð myndbandsins og fræðslupakkans í heild, bæði þeim sem fram komu í myndbandinu svo og þeim sem tóku þátt í að heimsækja framhaldsskólana með okkur ásamt öllum þeim sem hafa styrkt okkur eða veitt stuðning og aðstoð á einhvern hátt. Er það von okkar að gerð myndbandsins og dreifing fræðsluefnis til allra grunn- og framhaldsskóla landsins muni verða til þess að víkka sjóndeildarhring um nám grunn- og menntaskólanema og kveikja áhuga hjá sem flestum fyrir því að hefja nám á þessu sviði eða í það minnsta íhuga það. Vonumst við jafnframt eftir áframhaldandi samvinnu og stuðningi háskólanna, SKY og sem flestra sem að þessum málum koma. Því með sameinuðu átaki gerast ótrúlegustu hlutir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.