Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 9
T Ö L V U M Á L | 9 samstarfi við frumkvöðlasetur MIT háskóla. Markmiðið með keppninni er að þetta ferli sem keppendur fara í gegnum, verði með tímanum ákveðinn gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrirtæki – en þó fyrst og fremst fólk, því að það eru einstaklingarnir sjálfir sem skapa góð fyrirtæki. Fyrirmyndin MIT $100K frumkvöðlakeppnin er af mörgum talin sú fremsta í heiminum og hefur verið vettvangur þjálfunar framúrskarandi einstaklinga og byrjunarreitur fjölmargra fyrirtækja. Þannig hefur keppnin leitt af sér þúsundir starfa og laðað að tugi milljarða í fjárfestingar. Þegar árangur allra þeirra fyrirtækja sem stofnuð hafa verið af fyrrverandi nemendum við MIT er það á við 20. stærsta hagkerfi í heimi. Þrátt fyrir það telur skólinn aðeins um 10 þúsund nemendur. Þá ættum við einnig að horfa sérstaklega til vina okkar í Finnlandi þar sem undirstöður nýsköpunar eru gríðarlega sterkar, en þeir eru í efsta sæti á alþjóðlegum lista yfir árangur nýsköpunar (e. Global Innovation Performance). Það er því að okkar mati hjá Innovit engin fyrirstaða að Ísland sé lítið land, við höfum alla burði til þess að skapa eitt fremsta stuðningsumhverfi nýsköpunar í heimi. Alþjóðlegt tengslanet Til viðbótar við öflugar stuðningsaðgerðir á Íslandi er lykilatriði fyrir íslensk fyrirtæki og frumkvöðla að byggja upp alþjóðlegt tengslanet, enda eru íslensk fyrirtæki oftar en ekki í samkeppni á alþjóðamörkuðum hvort sem þau eru stór eða smá. Á síðasta ári var í fyrsta sinn haldin alþjóðleg frumkvöðlavika í heiminum þar sem 78 lönd úr öllum heimsálfum tengdust í gegnum fjölda viðburða sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Með tilstilli Innovit er Ísland nú orðið hluti af þessari alþjóðlegu viku og gefst öllum skólum á Íslandi, frumkvöðlasetrum, félagasamtökum, fyrirtækjum, opinberum stofnunum og öðrum tækifæri til að taka þátt í og skipuleggja stóra sem smáa viðburði og leggja sitt af mörkum til frumkvöðlaviku heimsins í nóvember á þessu ári. Gert er ráð fyrir að alls verði haldnir hátt í 10 þúsund viðburðir um allan heim af því tilefni, auk þess sem lögð er áhersla á rafræn samskipti og alþjóðlegt tengslanet. Það er því ljóst að tækifærin eru mörg og það eru skemmtilegir tímar framundan. Sprotafyrirtæki dagsins í dag geta orðið stórfyrirtæki framtíðarinnar Það er engin fyrirstaða að Ísland sé lítið land, við höfum alla burði til þess að skapa eitt fremsta stuðningsumhverfi nýsköpunar í heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.