Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 51
T Ö L V U M Á L | 5 1
28. janúar 2009 var stofnfundur Faghóps um rafræna opinbera
þjónustu og var mikill áhugi fyrir þessum atburði og mættu u.þ.b. 62.
Í stjórn hópsins voru kjörin:
Halla Björg Baldursdóttir, formaður
Eggert Ólafsson, meðstjórnandi
Guðfinna B. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Bragi L. Hauksson, meðstjórnandi
Örn S. Kaldalóns, meðstjórnandi
5. febrúar 2009 Stjórnun verkefna á leið heim var heitið á örnámskeiði
sem var haldið í salnum á Engjateignum og fengum við þrjá reynslubolta til
að kynna fyrir okkur aðferðir við verkefnastjórnun og listina að velja réttar
aðferðir fyrir ólík verkefni.
12. febrúar 2009 Aðalfundur Skýrslutæknifélagsins var haldinn
þann 12. febrúar sl. á Grand hótel. Ný stjórn var kosin og skipa hana:
Magnús Hafliðason, Sigrún Gunnarsdóttir, Hjörtur Grétarsson, Ragnheiður
Magnúsdóttir, Jón Heiðar Þorsteinsson, Ásrún Matthíasdóttir og Bjarni
Sigurðsson. Úr stjórn gengu Jóhann Kristjánsson og Svana Helen
Björnsdóttir.
19. febrúar 2009 Opinn hugbúnaður á leið heim úr vinnu var
örnámskeið um frjálsan og opinn hugbúnað, sem haldið var við góða
aðsókn. Mikið framboð er af slíkum hugbúnaði á netinu, með mismunandi
áherslum og virkni. Þetta gríðarlega framboð eykur flækjustigið við val á
frjálsum og opnum hugbúnaði. Örnámskeiðið var hnitmiðuð kynning fyrir
þá sem vilja spara sér tíma og bæta við þekkingu sína um frjálsan og opinn
hugbúnað.
13. mars 2009 Hvernig má ná auknum árangri í rafrænni stjórnsýslu?
Hvað má læra af öðrum OECD ríkjum? var fyrirsögn morgunverðarfundar
sem haldinn var á Grand Hótel í samvinnu við Félag forstöðumanna
ríkisstofnana, forsætisráðuneyti, Stofnun stjórnsýslufræða v. Háskóla
Íslands. Yih-Jeou Wang frá OECD var aðalfyrirlesari og ræddi m.a. um
mælikvarða OECD á gæði í rafrænni stjórnsýslu. Dr. Haukur Arnþórsson
kynnti meginniðurstöður sinnar rannsóknar og velti fyrir sér hvaða leiðir
gætu skilað betri árangri í framtíðinni. Guðbjörg Sigurðardóttir fjallaði um
úttektir sem gerðar hafa verið á Íslandi um rafræna stjórnsýslu, hvaða
lærdóm opinberir aðilar hafa dregið af þeim og hvernig verklagi hefur verið
breytt í kjölfar þeirra til að bæta árangur í rafrænni stjórnsýslu.
19. mars 2009 Heimanet á leið heim úr vinnu! Fjarskiptahópur Ský
stóð fyrir stuttu örnámskeiði um heimanet. Hugtakið heimanet felur í sér
tæknileg verkefni á mörgum ólíkum sviðum, þ.e. fjarskiptatækni, stjórn-
og stýritækni, mælitækni, tölvu- og hugbúnaðartækni, lagnatækni og fl.
Markaður fyrir lausnir á sviði heimaneta er vaxandi og mikil þörf er fyrir
spennandi og hugvitsamlegar lausnir.
20. mars 2009 Rafrænar kosningar - Verkfæri fyrir beint lýðræði var
nafn á hádegisverðarfundi um rafrænar kosningar og beint lýðræði, sem
sífellt fleiri stjórnmálamenn og aðrir áhugamenn um pólitík gera að sínu
máli. Á fundinum voru skoðaðir möguleikar á rafrænum kosningum og var
leitast við að fá svör við ýmsum spurningum.
2. apríl 2009 Netríkið Ísland: Sjálfshjálp um vefi og opinn hugbúnað
var fyrirsögnin á hádegisverðarfundi sem haldinn var á Grand hótel í
samvinnu við forsætisráðuneytið þar sem kynnt var nýtt fræðsluefni á UT-
vefnum. Annars vegar handbók um opinbera vefi og hins vegar fræðsluefni
um stafrænt frelsi. Auk kynningar á fræðsluefni voru sagðar nokkrar
reynslusögur af uppbyggingu opinberra vefja og notkun frjáls og opins
hugbúnaðar hjá stofnunum. Fundurinn var liður í því að efla fræðslu til
þeirra sem fást við upplýsingatækni hjá opinberum aðilum, ríkisstofnunum
og sveitarfélögum.