Bændablaðið - 12.02.2015, Page 12

Bændablaðið - 12.02.2015, Page 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Fréttir Fyrstu Farmall A dráttarvélarnar komu til landsins fyrir 70 árum, eða þann 18. febrúar 1945 með flutningskipinu „Gyda“. Þóroddur Már Árnason, vélvirki í Neskaupstað, hefur tekið saman gögn um þessar vélar sem ekki hafa áður verið birt opinberlega. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að eftir að bækur Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) voru opnaðar fyrir nokkrum misserum, þá hafi hann látið afrita skýrslur um dráttarvélainnflutning Sambandsins. Er samantekt Þórodds eftirfarandi: 25 vélar og kostaði hver þeirra 5.960 krónur Í þessari fyrstu sendingu árið 1945 voru 25 vélar með þyngdarklossum og reimskífu. Kostuðu vélarnar 5.960 krónur. Öllum vélunum fylgdi sláttuvél Öllum þessum vélum fylgdi sláttuvél af gerðinni 16A. Flestum vélunum fylgdi plógur af gerðinni IH192A. Rúmum helmingi vélanna fylgdi diskaherfi, ýmist af gerð, 10A eða No.17-12 diska. Plógnum var lyft með pústinu og var kúturinn einatt notaður til að lyfta heyýtum sem smíðaðar voru á marga Farmall A. Með þessum fyrstu Farmall A dráttarvélum hófst í raun dráttarvélavæðing íslenskra sveita. Næsta sending, 50 stk., kemur svo í apríl. Alls flutti Sambandið inn 174 Farmalvélar þetta ár. Með startara og ljósum koma Farmalarnir ekki fyrr en 22.6 1946. 100 fyrstu Farmalarnir er komu það ár, voru framleiddir 1945. Búinn að rekja saman raðnúmer og kaupendur nokkurra véla Þóroddur er búinn að rekja saman raðnúmer (serial no.) og kaupendur á sjö af 25 Farmall A dráttarvélunum sem komu til landsins 1945. Hin raðnúmerin af vélum úr sömu sendingu eru birt hér til hliðar. Þeir sem hafa vélar með þessum númerum eða vita um kaupendur þeirra og sögu geta haft samband við Þórodd Má Árnason í Neskaupstað í síma 477-1618 eða sent honum upplýsingar á netfangið mar2@simnet.is. /HKr. Farmallinn á Íslandi sjötugur − alls voru 25 dráttarvélar í fyrstu sendingunni sem kom með flutningaskipinu Gyda 18. febrúar árið 1945 Miðhellu 4 S. 414 8080 www.naust.is Victron energy hleðslutæki í úrvali Fylgdu okkur á Facebook Hágæða hleðslutæki sem auka líftíma rafgeyma og verja gegn skemmdum. Vatns, ryk og efnaþolin. “Smart charge algorithm”. Endurlífga “dauða” geyma. Sjálfvirk spennugjafastilling. Gerð Raðnúmer Staðfestir handhafar raðnúmers 1 Þorgímur Bjarnason Dældarkoti Snæf. FAA 2 Ræktunarfélag Stykkishólms. FAA 3 Guðmundur Magnússon Hóli Bolungavík. FAA 110906 Guðmundur Magnússon Bolungarvík. 4 Búnaðarfélag Neskaupstaðar Norðfirði. FAA 110634 Búnaðarfélag Neskaupstaðar Norðfirði. 5 Kaupfélag Árnesinga Sigtúnum. FAA 6 Kaupfélag Árnesinga Sigtúnum. FAA 7 Albert Guðmundsson Nýjabæ Miðneshreppi. FAA 8 Kristján Davíðsson Oddstöðum Borg FAA 110594 Kristján Davíðsson Oddsstöðum Borg. 9 Jón Gíslason Skeljabrekku Borg FAA 110844 Jón Gíslason Innri-Skeljabrekku Borg. 10 Hvanneyrarbúið. FAA 110908 Skólabúið Hvanneyri Borg. 11 Sveinbjörn Högnason Breiðabólsstað Fljótshlíð. FAA 12 Kaupfélag Önfirðinga Flateyri. FAA 13 Sigurður Sigurðsson Efstadal Árn. FAA 14 Ræktunarfélag Hafnarkauptúns Hornaf. FAA 15 Félagsbúið Hæli Gnúpverjahreppi Árn. FAA 16 Jóhann Kolbeinsson Hamarsheiði Árn. FAA 17 Sigurður Gíslason Hvaleyri Hafnarfirði. FAA 18 Eyþór Stefánsson Eyvindarstöðum Álftanesi. FAA 19 Kristbjörn Guðlaugsson Arnarstapa Snæf. FAA *20 Eiríkur Þorsteinsson Glitsstöðum Borg FAA 110593 Eiríkur Þorsteinsson Glitstöðum Borg. 21 Kaupfélag Skaftfellinga Vík Mýrdal. FAA 22 Kaupfélag Skaftfellinga Vík Mýrdal. FAA 23 Bændaskólinn Hólum Hjaltadal. FAA 24 Björn Björnsson Grjótnesi Sléttu. FAA 25 Árni Ögmundsson Galtafelli Árn. FAA 110682 Árni Ögmundsson Galtafelli Hrun. *Vél Eiríks Björnssonar FAA 110539 er með lægsta raðnúmerið af vélunum 25 Þessi vél er því vera fyrsta Farmal A vélin sem framleidd var í sendingunni 1945 Hún er nú staðsett í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri Kaupendur fyrstu Farmall A árið 1945 FAA 110631 FAA 110632 FAA 110683 FAA 110839 FAA 110840 FAA 110841 FAA 110843 FAA 110845 FAA 110846 FAA 110883 FAA 110884 FAA 110886 FAA 110889 FAA 110891 FAA 110905 FAA 110907 FAA 110909 FAA 110910 Hringtenging ljósleiðara um Vestfirði virðist komin á dagskrá. Í fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var nú í desember síðastliðnum er gerð tillaga um 300 milljóna tímabundið framlag til fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun. Í henni eru m.a. sett fram töluleg markmið um ljósleiðaravæðingu og uppbyggingu annarra fjarskipta á komandi árum. Það er Fjarskiptasjóður sem fær framlagið og gert er ráð fyrir að um 200 milljónum af upphæðinni verði varið í verkefni sem snýst um að tengja ótengda staði og hringtengingar ljósleiðara á ákveðnum landsvæðum. Samkvæmt því sem fram hefur komið, m.a. á fundi þingmanna og sveitarstjórnarmanna á Reykhólum í haust, er hringtenging ljósleiðara um Vestfirði þar fremst í forgangsröðinni. Má því reikna með að ljósleiðari verði lagður um sunnanverðar Strandir næsta sumar, frá Brú í Hrútafirði til Hólmavíkur og jafnvel á Drangsnes. Síðan yrði hringnum lokað með lagningu ljósleiðara um Djúpið. Framkvæmdin væri mikið framfaraskref fyrir Strandir sem hafa ekki verið tengdar ljósleiðarakerfinu til þessa, að því er fram kemur á vefnum strandir.is. /MÞÞ Ljósleiðaravæðing fyrir vestan Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.