Bændablaðið - 12.02.2015, Side 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015
Vélabásinn
liklegur@internet.is
Hjörtur L. Jónsson
Ssang Yong Rexton alvörujeppi
Fyrir jól þegar ég prófaði Opel
Meriva bílinn sá ég jeppa sem mér
leist vel á og vildi prófa sem stóð í
sýningarsalnum í Bílabúð Benna.
Ég fékk jeppann lánaðan um
helgi fyrir skemmstu og varð ekki
fyrir vonbrigðum.
Vinnur vel og vél hljóðlát
Til að ég kalli jeppa jeppa þarf hann
að vera byggður á grind, hátt og
lágt drif á hásingu a.m.k. að aftan
(helst framhásingu líka).
Rexton DLX er með 2,0 dísilvél
sem á að skila 155 hestöflum.
Uppgefin eyðsla í blönduðum
akstri er 7,8 lítrar á hundraðið.
Sjálfskiptingin er eins og í sumum
Benz bílum og er hægt að stilla hana
á sumar og vetrarstillingu.
Munurinn er að á vetrar-
stillingunni leggur bíllinn af stað
í öðrum gír (fer mjúklega af stað
og minni hætta á spóli). Það eina
sem ég var ekki sáttur við var að
prufubíllinn sem ég ók var komin
á 17 tommu felgur í stað 16 og á
yfirstærð af dekkjum (265/70/17 í
stað 235/70/16 sem bíllinn kemur á).
Ég er alfarið á móti að stækka
felgur og lækka hæð dekkja yfir
vetrarmánuðina, en með yfirstærð
dekkja var þessi bíll með sömu
belghæð dekkjanna og á að vera
undir honum.
Við íslenskar aðstæður sem eru
á veturna þarf belgmikla hjólbarða
í klaka og snjó og þegar snjórinn
og klakinn eru farin verður eftir
holótt malbik með hvössum brúnum
sem heggur auðveldlega í sundur
hjólbarða með lágan „prófíl“, þess
vegna er ég alfarið á móti að stækka
felgur (vil frekar minnka felgur og
hækka belghæð dekkja sem nemur
felgustærðarmun til að fá betri
fjöðrun út úr dekkjum við vondar
íslenskar vetraraðstæður).
Sæti góð og útsýni
Rexton er skráður sjö manna.
Öftustu tvö sætin eru að öllu jöfnu
lögð niður en eru samt ágæt sæti,
en ekki grjótharðar sessur og bak
eins og í sumum bílum. Að keyra
bílinn er mjög gott, manni líður
vel í sætunum, en þau er hægt að
stilla vel að þörfum hvers og eins.
Í aftursætunum eru sætishitarar
sem ekki er í mörgum bílum (er að
aukast). Útsýni er mjög gott til allra
átta og mjög lítið sem póstar trufla
mann við akstur. Að bakka bílnum
eftir hliðarspeglunum er mjög
gott þar sem þeir eru einstaklega
stórir og vel staðsettir. Það eina
sem ég saknaði við akstur bílsins
var aksturstölva til að fylgjast með
eyðslunni, sjá hvað hitastigið er úti
og fleira sem er í mörgum bílum.
Góð dráttargeta
Rexton er með varadekk sem
eingöngu er ætlað til að bjarga
sér á næsta hjólbarðaverkstæði,
en þó nokkuð er um að jeppar
séu varadekkslausir með einungis
tappasett og pumpu til að bjarga
sér (ekki hentugt fyrir íslenskar
aðstæður). Dráttargeta bílsins er
2.600 kg. Verðið á bílnum kom
mér mest á óvart, en Rexton er
fáanlegur á verði frá 6.890.000 sem
er töluvert undir verði sambærilegra
jeppa. Hægt er að nálgast nánari
upplýsingar um SsangYong Rexton
á vefslóðinni www.benni.is. Mitt
mat er að þarna er á ferðinni mjög
góður jeppi á frábæru verði.
Verð 3.990.000
Vél
1,4 l bensín -
140 hestöfl
Hæð 1.615 mm
Breidd 1.912 mm
Lengd 4.300 mm
Helstu mál og upplýsingar
SsangYong Rexton DLX turbo disel. Myndir / HLJ
Hátt undir bílinn, varadekkið er svo-
kallaður aumingi, en varadekk engu
síður, annað en í sumum bílum.
Prufubíllinn á aðeins of stórum dekkjum, ef bremsað var og beygt í sama
mund heyrði maður dekkin rekast í innra brettið.
Skipta um smurolíu og olíusíu
Hvers vegna þarf að passa upp á
að skipta reglulega um smurolíu og
smursíu á vélum? Mjög algengt er
að bílar sem koma á smurstöðvar
eru komnir á bilinu 1000 til 5000
kílómetra fram yfir olíuskipti (hef
séð smursíu sem var komin 80.000
fram yfir olíuskipti).
Vissulega eru smurolíur alltaf
að verða betri og betri frá öllum
framleiðendum smurolíu og dæmi
eru um smurolíur sem þola allt að
30.000 km akstur, en við búum við
sérstakar aðstæður veðurfarslega
varðandi raka í loftinu, vegalengdir
eru mjög oft stuttar sem vélar eru
í gangi.
Vélar sem notaðar eru þannig að
þær eru stutt í gangi á veturna og rétt
volgna við notkun er hætt við að þær
dragi rakt loft inn á sig við kólnun.
Með tímanum kemst raki inn
í smurolíuna (smurolían verður
ljósbrún að lit). Þetta á sérstaklega
við um litlar vélar (mesta hættan í
litlum fólksbílum og fjórhjólum).
Smursíur
Smurolíurnar eru almennt góðar,
en ekki gildir sama um smursíur,
framþróun og tækni við smursíur er
hægari en í olíum. Margar smursíur
eru með ventil sem opnast þegar
sían er orðin stífluð af óhreinindum
sem koma úr vélinni. Fer þá öll
smurolía ósíuð um smurgang
vélarinnar. Það getur verið erfitt að
verða þess áskynja að smursían sé
orðin það skítug að hún gerir ekki
það sem henni er ætlað. Ef vél byrjar
skyndilega að brenna smurolíu getur
verið nóg að skipta um smursíu.
Ástæðan, hugsanlega óhreinindi
séu það mikil að smurolían kemst
inn í brunahólf véla (t.d. með
ventlafóðringum og ventlum sem
eru óhreinir).
Ekki er óalgengt að þeir sem eiga
bíl með vél sem brennir olíu séu að
bæta reglulega á vélina og fara fram
yfir smurtíma trúandi því að með
því að vera alltaf að bæta nýrri olíu
á vélina sé óhætt að fara fram yfir
á olíuskiptum. Ódýrari lausn getur
í mörgum tilfellum verið að skipta
um smursíu, þá hreinsast vélin og
smurolíubruninn hættir (smursía
er oft ódýrari en lítri af smurolíu
og í flestum tilfellum auðvelt að
skipta um).
Vinnuvélar og drif
Í mörgum dráttarvélum (og öðrum
vinnuvélum) er mikið af smurolíu
sem í sumum tilfellum á að þola
500 vinnustundir. Persónulega
finnst mér þetta fulllangur tími
fyrir smursíuna og mæli ég með
að á u.þ.b. miðju tímabili sé skipt
um síu.
Verði menn varir við að
viðvörunarljós um olíuþrýsting sé
lengi að slokkna við ræsingu eða
sjáist í hægagangi þegar vélin er
heit sé vert að skoða hvort ekki sé
tími fyrir smursíuskipti.
Drif eru varasöm á mörgum
tækjum ef verið er í einhverju
vatnasulli. Oftast er öndunartappi
ofarlega á drifinu og ef farið er það
djúpt í vatn að öndunin fer í kaf
myndast sog af vatni inn á drifið
þar sem að drifið er að kólna frá
kulda vatnsins og myndar þannig
sog. Auðvelt er í flestum tilfellum
að skoða olíu á drifi á flestum
vinnuvélum og jeppum með því
að taka tappann úr og skoða olíu.
vatn hefur komist í.
Innihald olíusíu eftri 80 þúsund km
akstur.