Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 12

Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Ég fór um Norðurland á dögun- um, var á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit og ég dáðist að fólkinu þar og sveitarfélaginu hversu vel er að verki staðið. Handverkshátíðin er sölu- og listasýning sem segir sex. Nú var fuglahræðuþema verkefni íbúanna í sveitinni. Við flestar heimreiðar eða við brúsapallinn var uppákoma í gervi fuglahræðunnar, fólkið lagði kapp og metnað í að gera þetta vel úr garði og forvitnilegt fyrir ferða- menn. En svona verkefni eykur samkennd og vináttu fólksins. Það skapast tækifæri til að kíkja í kaffi eftir góðan hring um fjörðinn og hlæja með nágrönnum sínum. Í mörgum sveitum segja menn mér að þeir hitti oftar vini sína sem fluttir eru í fjarlæg héruð eða til útlanda en nágrannana, öðruvísi mér áður brá. Þorrablótin bjarga auðvitað miklu og kvenfélögin eru víða öflug í félagsstarfseminni. Svo auðvitað skipar„Fasbókin“ stórt hlutverk í því að fylgjast með fjölskyldu og vinum en ég horfi stundum yfir öxlina á Margréti og þekki það af eigin raun. Góðum fjósum kastað á glæ Í norðurferðinni skrapp ég að morgni dags heim að Syðri- Bægisá í Öxnadal en þar var ég eitt sumar vinnumaður forðum daga því ekkert var fyrir okkur alla bræðurna að gera heima á Brúnastöðum. Húsfreyjan síunga Hulda Aðalsteinsdóttir, húsmóð- ir mín þá og kona Steins heitins Snorrasonar, kom til dyranna og brosti breitt þegar hún sá mig. Ég spurði; vissirðu að ég væri að koma? „Nei, sagði hún en mig dreymdi þig í nótt þannig að það kemur mér ekki á óvart.“ Já, það er mark að draumum eins og Gissur Þorvaldsson mat það forðum fyrir Örlygsstaðabardagann. Enn er til berdreymið fólk sem kann að ráða í drauma sína. Við Margrét þáðum góðar veitingar hjá Huldu og skröfuðum um daginn og veginn. Síðan gekk ég í gamla fjósið og hitti Helga Steinsson, þriðju kynslóðina í beinan karllegg sem situr jörðina, góðan og öflugan bónda. Gamla fjósið á Syðri-Bægisá er byggt 1934 af Snorra afa hans og er í raun nútímafjós sem dugað hefur þremur kynslóðum og tugum kyn- slóða mjólkurkúa. Enn gefur það yngri fjósunum ekkert eftir, mjólk- urkúnum líður vel í gamla fjósinu, þær mjólka í dag yfir sjö þúsund lítra að meðaltali. Og í áttatíu ára sögu fjóssins hafa kýrnar á Bægisá verið meðal nythæstu mjólkurkúa í landinu. Fimm sentímetra hagfræði reglugerðarmeistaranna Helgi, fjósið dugar einni kynslóð enn? „Nei, nýja reglugerðin krefst þess að fjósinu verði lokað innan tveggja ára,“ sagði hann. - Og hvað er að? spurði ég. „Básarnir eru 5 cm of stuttir segja reglugerðarmeist- ararnir fyrir sunnan.“ Voru kýrnar spurðar? spyr ég. „Nei og hefðu þær verið spurðar og kosið um reglugerðina þá hefði tillagan verið felld,“ sagði Helgi og hló við, eins og hann hefði rætt málið við þær í mjöltunum um morguninn. Gamla fjósið á Syðri-Bægisá hefur verið fjós sem hefur alið af sér hamingjusamar kýr sem mjólk- in hefur flætt úr. En bændurnir þar hafa auðvitað dekrað við sínar kýr. Mér er sagt að nú þurfi að fjárfesta fyrir 18 milljarða í fjósum af því að tommustokkahagfræðin segir gömul og góð fjós óalandi og óferj- andi fyrir mjólkurkýr. Ekki mun nýja fjósið kosta minna en eitt hundrað milljónir og nú verður básafjöldinn að fara úr 40 básum í 70 bása,til að borga vextina. Auðvitað á fólkið á Syðri- Bægisá skilið að fá nýtt fullkomið legubásafjós en er þessi krafa rétt með svona ákvæði um 5 cm? Eða er leikurinn gerður til að fækka kúabændum? Nýju legubásafjósin eru góðir vinnustaðir og fara vel með sínar kýr. En það gerir gamla fjósið á Syðri-Bægisá einnig og afurð- irnar eru til vitnis um að kúnum líður vel og fjósið hefur með breytingum staðist tímans tönn. Tími básafjósanna rennur út sam- kvæmt reglugerð eftir um 20 ár. Hvers vegna eru svona smásálarleg atriði nú sett inn þegar bændur eru hvattir til að framleiða sem mesta mjólk, og markaðurinn hefur kall- að á meiri mjólk? En svo þetta – kúabændur standið vörð um fjölskyldubúskapinn, hóflega stór bú sem hafa bæði dýravelferð og hamingju fjölskyldu bóndans að leiðarljósi og eiga traust neytenda. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra: Reglugerðir láta ekki að sér hæða Fréttir „Það er veruleg hætta á því að Fnjóská breyti um farveg og taki upp á því að renna til suðurs neðan við Laufásbæinn og áfram suður í land Áshóls,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi. Áshóll er næsti bær sunnan Laufáss. Vegagerðin hóf í sumar malar- tekju á svæði skammt ofan við ósa Fnjóskár, en fram til þessa hefur allt malarnám til vegagerðar verið tekið úr aðal árfarvegi Fnjóskár á Laufáseyrum og ánni því haldið í sínum rétta farvegi. Bergvin og fleiri íbúar hreppsins eru ósáttir við malarnám á þessum nýja stað og ótt- ast að það hafi til framtíðar slæmar afleiðingar. „Það svæði sem tekið hefur verið úr í sumar þynnir haftið á milli Fnjóskár og lægra svæðis sunnan við aðalána. Það eru því líkur á og reyndar veruleg hætta á að áin breyti um farveg, renni meira til suðurs og þá neðan undir Laufás og svo hér yfir okkar land í Áshóli,“ segir Bergvin. Þeir sem gáfu leyfi bera fulla ábyrgð verði tjón Reynist hann sannspár og sú verði raunin eru girðingar, tún og kartöflugarðar á svæðinu í mikilli hættu. Bergvin segir Áshólsbændur hafa um margra ára skeið varað við malarnámi á þessu svæði. Hann segir staðar- haldara í Laufási, ásamt sveitar- stjórn Grýtubakkahrepps, sem og eiganda bæjarins á Laufási hafa gefið sitt leyfi fyrir framkvæmd- unum. „Það er því í mínum huga alveg ljóst að breyti Fnjóská um farveg sem hefur í för með sér tjón á landi og eigum annarra þá bera þessi aðilar fulla ábyrgð og ber að bæta það tjón sem verða kann af völdum þessara framkvæmda. Heimamenn hér um slóðir sem velt hafa þessu fyrir sér eru orðlausir og telja þetta mikið glapræði,“ segir Bergvin. Vegagerðin er nú á haustdögum hætt malarnámi á þessum stað, en að sögn Bergvins var mikið efn- ismagn tekið þar í sumar og eftir stendur heilmikil gryfja. /MÞÞ Malarnám Vegagerðar skammt ofan ósa Fnjóskár: Veruleg hætta á að áin breyti um farveg með tilheyrandi hættu á tjóni − segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi Bergvin Jóhannsson, bóndi í Áshóli, telur verulega hættu á að malarnám Vegagerðarinnar í sumar á nýjum stað við og Áshól. Myndir / MÞÞ Reynist Bergvin sannspár og Fnjóská breyti farvegi sínum í kjöl- far mikillar efnistöku eru girðingar, mikilli hættu. Matís hvetur alla áhugasama aðila til að skrá hugmyndir sínar sem stuðlað geta að auknum heilindum í virðiskeðjum matvæla. Heiðarleika evrópskra matvæla er stöðugt ógnað af sviksamlegum merkingum eða eftirlíkingum sem seldar eru til að njóta ávinnings þess virðisauka. Sem virkur þátttakandi í verk- efninu MatarHeilindi vekur Matís athygli á einstöku tækifæri sem nú býðst utanaðkomandi aðilum. Frá upphafi verkefnisins, í árs- byrjun 2014, hefur verið stefnt að því að hleypa utanaðkomandi aðilum að verkefninu. Áhugasamir aðilar geta tilkynnt áhuga um að tengjast verk- efninu og nýta fjármuni sem verk- efnið hefur yfir að ráða til að vinna rannsókn sem þjónar sama tilgangi og heildarverkefnið. Á heimasíðu Matís segir að áhugasamir aðilar þurfi að senda inn hugmyndir sínar í samræmi við lýsingu á vefsíðu verkefnisins fram til 14. ágúst kl. 15.00 að íslenskum tíma. Enginn þeirra 38 aðila sem eru með formlegum hætti tengdir verk- efninu MatarHeilindi geta skráð sínar hugmyndir. Opin aðkoma er fyrir hugmyndir eða verkefni sem lúta að stöðlun og samræmingu, nýjum lausnum til að tryggja heil- indi matvæla, hagkvæmniathugun á hvernig megi deila upplýsingum meðfram virðiskeðjum matvæla og hraðvirkum árangursríkum aðferðum til greiningar á svikum. Fjármögnun til framkvæmdar rannsókna á framangreindum sviðum er áætluð 3 milljónir €. Stuðningur við rannsóknatengdan kostnað í verk efnum er fást við hagkvæmni- athugun getur numið allt að 250 þúsund €, fyrir verkefni er fjalla um stöðlun og samræmingu annars vegar og nýjar lausnir hins vegar getur stuðningur mögulega numið allt að hálfri milljón € og fyrir verkefni er snúa að hraðvirkum lausnum getur stuðningur mögulega numið allt að 750 þúsund €. Verkefnið er leitt af Fera, bresku matvæla- og umhverfisrann- sóknastofnuninni. MatarHeilindi fást við að mat- væli séu heil/óskert eða í fullkomnu ástandi þ.e.a.s. að kaupendur fái örugglega afhenta þá vöru sem þeir telja sig vera að kaupa. Veita þarf neytendum eða öðrum hagsmunaað- ilum í virðiskeðju evrópskra matvæla fullvissu um öryggi, áreiðanleika og gæði. Heilindi innan matvælaiðnað- arins er lykilatriði til verðmætaaukn- ingar í lífhagkerfi álfunnar. Verkefninu er ætlað að vera þungamiðja í alþjóðlegri samhæf- ingu við nýtingu rannsókna og þróunar í að tryggja heiðarleika evrópskra matvæla með þátttöku kjarnahóps verkefnisins. Fera hefur umsjón með þessum þætti verkefn- isins. Matís sinnir hlutverki sínu, að auka verðmæti matvæla, stuðla að matvælaöryggi og bættri lýðheilsu með þróunar- og rannsóknastarfi, með að hvetja áhugasama aðila til að skoða kosti þess að skrá hugmyndir sínar í tæka tíð og nota þar með þetta tækifæri. /VH Matís hvetur til aukins matvælaöryggis og bættrar lýðheilsu: Tækifæri til að stuðla að auknum heilindum matvæla Í lambabókum sem prentaðar voru út í síðustu viku er að finna villu sem felst í því að talnarun- an sem lýsir frjósemi ánna er yfir höfuð röng. Þetta lýsir sér m.a. í því að upp- lýsingar um gemlingsárið (um ærnar veturgamlar) eru vitlausar hjá öllum ánum. Búið er að laga þessa villu inn í Fjárvís.is og mun hún ekki birtast í þeim bókum sem prentaðar verða hér eftir. Tekið skal fram að villan hafði engin áhrif á kynbótamatsútreikninga fyrir frjósemi. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins biðst velvirðingar á þessum mistökum en bendir aftur á að réttar upplýsingar má nú sækja í LAMB. /RML Villa í lambabókum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.