Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 37

Bændablaðið - 10.09.2015, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 sojabaunum í heiminum. Plantan sem aftur á móti gefur mest af sér í krónum og aurum er kannabis. Reyndar er það svo að ef born- ar eru saman tölur um verðmæti nokkurra plöntuafurða á ferkíló- metra eru þrjá plöntur sem bera af og allar eru þær ólöglegar. Þetta eru kannabis, kókaín og ópíum, fjórða verðmesta plöntuafurðin eru tómatar. Árlegur afrakstur af ræktun kannabis á ferkílómetra er talinn vera um 47,6 milljónir bandaríkjadala. Fyrst bannað í Bretlandi Reglur til að takmarka neyslu á kannabis voru fyrst settar í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1829 en kannabis var bannað í Bretlandi 1928 og árið 1937 í Bandaríkjunum. Lögin í Bandaríkjunum gerðu ráð fyrir að sérstakt leyfi þyrfti til að rækta og nota kannabis og hamp en þar sem leyfið var aldrei veitt var í raun um bann að ræða. Viðhorf stjórnvalda í Banda- ríkjunum breyttust í seinni heims- styrjöldinni og var almenningur þá hvattur til að rækta iðnaðarhamp undir slagorðinu „Hemp For Victory“. Fatnaður bandarískra hermanna í því stríði var að mestu ofinn úr hampi. Ræktunin var stöðvuð aftur árið 1957. Neysla á kannabis í afþreyingar- skyni hefur um árabil verið leyfð í Hollandi og Úrúgvæ og í dag er ræktun og neysla á kannabis leyfð í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Árið 1974 var á Alþingi ákveðið að taka upp hér á landi sömu lög um vímuefni og giltu í nágranna- löndunum á þeim tíma. Samkvæmt 3. grein laga númer 65/1974 um kannabisefni telst það ávana- eða fíkniefni sem ólöglegt er að stunda inn- og útflutning á, sölu, kaup, skipti, afhendingu, móttöku, fram- leiðslu, tilbúning og vörslu. Neysla er þar með ólögleg. Öll brot á þess- um lögum geta leitt til handtöku, hárra sekta og fangelsisvistar. Grasafræði, ræktun og útbreiðsla Einær, einkynja planta með öfl- ugri trefjarót og stinnum og trefj- aríkum stöngli sem getur náð sex metra hæð. Blöðin stakstæð, handskipt og grófsagtennt. Fjöldi smálaufa á hverju blaði eykst eftir því sem plantan eldist, eitt í fyrstu en geta orðið þrettán, sjö til níu blöð algengust. Smáblöðum á laufum fækkar að jafnaði í eitt næst blómunum. Blómin lítil, grænleit og mörg saman í hnapp á toppi plöntunnar eða blaðöxlum. Einstaka planta ber bæði karl- og kvenblóm. Vindfrjóvgandi í nátt- úrunni. Fræin olíurík, þrír til fjórir millimetrar að lengd eða svipuð að stærð og brennisteinn á eldspýtu. Plantan er hraðvaxa og kýs sand- blandaðan, næringarríkan og hæfi- lega rakan jarðveg. Kjörsýrustig er pH 6,5 til 7. Fræin geta spírað við 3° á Celsíus og eftir að plant- an er komin á legg þolir hún allt að fimm gráðu frost. Yfirleitt er plantan ræktuð af fræi en auðvelt er að fjölga henni með græðlingum. Í dag vex Cannabis sp. nánast á hvaða byggða bóli annaðhvort sem nýbúi í náttúrunni eða undir umsjón áhugasamra ræktenda. Best líður plöntunni í hlýju og röku lofts- lagi en hún þrífst einnig ágætlega á stöðum þar sem aldrei sér til sólar – undir raflýsingu. Saga hampræktunar Samkvæmt kínverskri goðsögn færðu guðirnir mannkyninu eina plöntu að gjöf sem átti að uppfylla alla þarfir þess. Plantan er formóðir allra kannabis- og hampplantna í heiminum. Fornminjar benda til að nytjar á Cannabis sp. nái að minnsta kosti tólf þúsund ár aftur í tímann og að fræ plöntunnar hafi verið nýtt til matar. Seinni tíma minjar benda til að fræin hafi verið notuð og við trúarlegar athafnir. Talið er að Kínverjar hafi manna fyrstir ofið léreft úr hampi fyrir um 4.500 árum og um síðustu aldamót voru þeir stærstu framleiðendur á hampþræði í heiminum. Í kjöl- far þeirra komu svo lönd eins og Úkraína, Rúmenía, Ungverjaland, Spánn, Síle og Frakkland. Kannabis er fyrst getið í Veda- bókum hindúa frá því um 2000 fyrir Krist þar sem plantan er kölluð fæða guðanna. Elsta skráða vestræna heim- ild um notkun á kannabis er að finna í riti gríska sagnfræðingsins Heródotusar. Þar segir hann frá sið Skythia, þjóð sem bjó í Mið-Asíu, sem fólst í því að hafa með sér fræ kannabisplöntunnar í gufubað og kasta þeim á glóandi steina. Því næst önduðu þeir að sér reyknum og öskruðu af hlátri og gleði. Á 17. og 18. öld réðu Rússar stór- um hluta verslunar með hamp í heim- inum og framleiddu þjóða mest af seglum og köðlum. Kaðlar úr hampi voru algengir í hengingarsnúrur við aftökur og eru það líklega enn í dag. Spánverjar fluttu hampfræ með sér vestur yfir haf og hófu ræktun á honum í Síle 1545 en fyrsta hampin- um var sáð í Norður-Ameríku 1607. Nánar tiltekið í Virginíu þar sem höf- uðborg ríkisins Richmond byggðist upp í kringum þá ræktun. Í frelsisstríði Bandaríkjanna undan Bretum bönnuðu hinir síðarnefndu innflutning á hampi til nýlendunnar og var hampræktun í Bandaríkjunum því mikil allt frá stofnun þeirra. Bæði George Washington og Thomas Jefferson, fyrsti og þriðji forseti Bandaríkjanna, ræktuðu hamp til iðnaðar. Því hefur verið haldið fram að sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna sé skrifuð á pappír sem unninn er úr hampi. Það mun aðeins vera að hluta til rétt því pappírinn er gerður úr blöndu að þráðum úr líni, hampi og bómull. Hampur var lengi nothæfur sem gjaldmiðill í Bandaríkjunum og á tíma hægt að borga skatta með honum. Árið 1916 voru bændur í Bandaríkjunum skyldaðir til að rækta ákveðið magn af hampi árlega. Nytjar Maríjúana eða kannabis er unnið úr laufblöðum plöntunnar, aðalleg C. indica, en hass og hassolía úr blómun- um. Plantan hefur lengi verið álitin lækningajurt og efni úr henni notuð til að lina þjáningar við langvarandi veikindi. Deilur um hvort leyfa eigi notk- un plöntunnar í lækningaskyni hafa staðið lengi. Í seinni tíð hafa stór lyfja- og líftæknifyrirtæki lýst áhuga á að rannsaka plöntuna enn frekar en þegar hefur verið gert og kanna betur möguleika hennar til lækninga. Hugmyndir um neyslu á kanna- bis skiptast nánast í svart og hvítt þar sem annar hópurinn telur neysl- una skaðlausa og jafnvel mannbæt- andi. Hinn hópurinn segir neysl- una stórhættulega og getað valdið alvarlegum sjúkdómum eins og þunglyndi og geðklofa. Neysla á kannabis er trúarlegs eðlis hjá rastaförum sem rekja upp- runa sinn til Eþíópíu en búddistar líta almennt svo á að víman sem fylgir neyslu kannabis hafi slæm áhrif á hugleiðslu og tefji fyrir hreinsun hugans. Nytjar á hampi, C. sativa, eru ótrúlega margar og ólíkar og hátt í 25 þúsund mismunandi vöru- flokkar framleiddir úr honum. Úr trefjum hamps er búinn til pappír og vefnaðarvara. Fyrstu Levi‘s gallabuxurnar voru saumaðar úr striga sem var ofinn úr hampi og markaðssettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Í dag er fatnaður sem í er hampþráður yfirleitt blanda af hampi, bómull eða silki til að mýkja áferðina. Hampþræðir eru notaðir sem íblöndunarefni við trefjaplast og að finna í gólfteppum, áklæði húsgagna og sem byggingarefni og einangrun í húsum, hjólhýsum og bifreiðum. Bílaframleiðendur eins og Audi, BMW, Ford, GM, Chrysler, Honda, Iveco, Lotus, Mercedes, Mitsubishi, Porsche, Volkswagen og Volvo eru í síauknum mæli farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra borði bifreiða. Plöntuhlutar hamps eru einnig notaðir sem dýrafóður og sem þekja til að halda niðri illgresi í gróðurhúsum. Tilraunir með að framleiða lífdísil úr hampi lofa góðu. Fræolían til margra hluta nytsamleg Úr fræinu er unnin olía sem er notuð í lækningaskyni og sem íblöndunarefni í málningu, snyrtivörur og í iðnaði. Olían er notuð til matargerðar, sem íblandað fæðubótarefni í matvælum og í hampmjólk. Þurrkuð og mulin fræ þykja ágæt til baksturs. Auk þess sem fræin eru gefin sem dýra- og fuglafóður. Hampur á Íslandi Fyrstu skráðu heimildir um ræktun á hampi á Íslandi er að finna í bréfi sem Vísi Gísli sendi syni sínum árið 1670 þar sem hann segir frá tilraun- um sínum með að rækta innfluttar plöntur. Á listanum er meðal annars að finna bygg, kúmen, spínat og hamp. Hampur er nefndur sem hugsan- leg ræktunarplanta í Íslenskri urta- garðsbók sem Ólafur Olavius þýddi úr dönsku og gaf út árið 1770. Í Garðagróðri eftir Ingólf Davíðsson og Ingimar Óskarsson, sem kom fyrst út árið 1950, segir meðal annars um hamp: „Úr stöngul- trefjunum er unninn hampur, sem er hafður í kaðla, snæri, striga o.s.frv. Jurtin er ræktuð til skrauts, vegna þess hve blaðfalleg hún er. Þarf skjól. Gott er að binda hana við prik til stuðnings. Þrífst vel. Fjölgað með sáningu.“ Elsta örugga heimild sem greinarhöfundur hefur aflað sér um að kannabisafurð hafi verið flutt til landsins til skemmtibrúks er frá 1956. Það ár kom til lands djasspí- anisti, ættaður frá Ghana, með alla vasa fulla af hassi. Hann reyndi að kynna efnið fyrir íslenskum djass- istum, en þeim fannst það líkjast þurrum skít og kusu að halda sig við búsið. Neysla á kannabis hófst fyrir alvöru á Norðurlöndunum á miðj- um sjötta áratug síðustu aldar og hefur siðurinn að öllum líkindum borist hingað til lands frá Danmörku á þeim tíma. Fyrir tæpum áratug var gerð tilraun með ræktun á iðnaðarhampi í Eyjafirði og gekk ræktunin vel en áform um áframhaldandi ræktun gengu ekki eftir. Erfitt er að gera sér grein fyrir því magni af kannabis sem ræktað er á Íslandi. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um þróun afbrota árið 2010 kemur fram að lagt hafi verið hald á 100 til 200 kannabisplöntur á viku árið 2009 en 900 plöntur allt árið 2008. Ein skýringin á þessari aukningu kann að vera að ræktun innanlands hafi aukist vegna gjaldeyrishafta í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Hver svo sem ástæðan er þá er eftirspurnin greinilega mikil enda hagnaðarvonin mikil. Sé miðað við að rækta megi tvær kannabisplöntur á fermetra undir lýsingu og hvor planta gefi af sér 200 grömm af þurrefni á fjögurra mánaða fresti, sem er varlega áætlað, eða 400 grömm samanlagt, má fá um 1.200 grömm af þurrefni á ári. Sé áætlað sölu- verð á hverju grammi 3.500 krónur og það margfaldað með 1.200 er afraksturinn af hverjum fermetra 4,2 milljónir króna á ári fyrir utan kostnað. Vandræði með skiptimynt Að sögn þeirra sem til þekkja hafa komið upp nokkur vandræði og skiptimynt iðulega vandamál við verslun á kannabisvarningi eftir að hraðbankarnir drógu úr afgreiðslu á 500 króna seðlum og verðið á gramminu hækkaði úr 3.000 í 3.500 krónur. Upprunni plöntunnar er í Mið-Asíu við Himalayafjöllin. Undirtegundin C. sativa þróaðist í norður frá fjöllunum til textílgerðar en C. indica í suður Til aðgreiningar eru undirtegundir plöntunnar kallaðar hampur og kannabis. Kaðlar úr hampi voru algengir í hengingarsnúrur við aftökur og eru það líklega enn í dag. Í seinni heimsstyrjöldinni var almenn- ingur í Bandaríkjunum hvattur til að rækta iðnaðarhamp undir slagorðinu „Hemp For Victory“. Afrakstur ræktunar nokkurra nytjaplantna í bandaríkjadölum á hektara.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.