Morgunblaðið - 12.08.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Akraneskaupstaður hefur boðað
stjórnarformann og framkvæmda-
stjóra Spalar, sem eiga og reka
Hvalfjarðargöng, á fund þar sem
farið verður yfir öryggismál í göng-
unum. Tilefni fundarboðsins er
bruni í Gudvanga-göngum í Noregi
í gær og fjölgun farartækja í göng-
unum að sögn Regínu Ásvalds-
dóttur, bæjarstjóra á Akranesi, en
forsvarsmenn Spalar verða gestir á
bæjarráðsfund 26. ágúst næstkom-
andi.
„Það er alltaf hollt að horfa í
kringum sig þegar það koma svona
fréttir eins og í dag varðandi brun-
ann í Gudvanga-göngum,“ segir
Regína en hún keyrði sjálf í gegn-
um göngin í Noregi fyrir viku.
Veður oft válynd á kaflanum
Ýmsir aðilar koma að öryggis-
málum í Hvalfjarðargöngum að
sögn Regínu, m.a. ríkislög-
reglustjóri, Spölur, slökkviliðs-
stjórinn á höfuðborgarsvæðinu,
lögreglustjórinn á höfuðborgar-
svæðinu og lögreglustjórinn á
Vesturlandi.
„Þetta er margskipt ábyrgð og
við ætlum m.a. að fara yfir þá
þætti, segir Regína en það er mjög
brýnt að hennar mati að taka um-
ræðuna um umferðaröryggismál á
Vesturlandi.
Vísar hún þar sérstaklega til
Vesturlandsvegar sem er sú fram-
kvæmd sem mikilvægast er að ráð-
ist verði í að mati bæjarráðs Akra-
neskaupstaðar.
Ekki er gert ráð fyrir fram-
kvæmdum á Vesturlandsvegi
næstu fjögur árin og bendir Regína
á að umferðarþungi á veginum sé
jafn mikill og á hringveginum frá
höfuðborginni að Selfossi. Þar eru
akgreinar þrjár til fjórar en tvær á
milli Akraness og Reykjavíkur.
„Við höfum kallað eftir úrbótum
varðandi Vesturlandsveg og við
viljum taka umræðuna um Sunda-
braut með Vegagerðinni og innan-
ríkisráðuneytinu,“ segir Regína en
umferðaröryggi er að hennar mati
síst betra á Vesturlandsvegi en í
Hvalfjarðargöngunum eins og stað-
an er í dag.
Í umsögn bæjarráðs Akranes-
kaupstaðar um samgönguáætlun
ríkisstjórnarinnar til ársins 2018,
sem var ekki afgreidd á síðasta
þingi, segir að veður á Vest-
urlandsvegi séu oft válynd og mik-
ilvægt sé að tryggja umferðarör-
yggi með sem bestum hætti.
Þar er jafnframt bent á að gert
sé ráð fyrir framkvæmdum frá
Þingvallavegi að Kollafirði og frá
Kollafirði að Hvalfjarðarvegi en
áætlað fé til framkvæmdanna
beggja er aðeins 20 prósent af
áætluðum heildarkostnaði.
Ekkert ákveðið af hálfu ríkis
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
segir að ekkert liggi fyrir um fram-
kvæmdir á Vesturlandsvegi á þess-
um tímapunkti, en segir það líklega
skýrast betur í vetur þegar hún
hyggst leggja fram stefnumörkun
ríkisins í samgöngumálum, sam-
gönguáætlun, til fjögurra og 12
ára.
Aðspurð segir hún Spöl vera frá-
bært dæmi um hvernig hægt sé að
leita fleiri leiða en í vasa ríkisins
þegar það kemur að samgöngum
en tekur þó skýrt fram að engar
ákvarðanir hafi verið teknar um
tvöföldun ganganna.
Þörf á úrbótum
í samgöngum
á Vesturlandi
Samgönguáætlanir til fjögurra og
tólf ára verða kynntar á næsta þingi
Regína
Ásvaldsdóttir
Ólöf
Nordal
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps hefur ákveðið að kæra
ákvörðun Þjóðskrár um fasteigna-
mat vindmyllna er standa við Búr-
fell. Um er að ræða tvær tilrauna-
vindmyllur. Byggingarkostnaðurinn
við hvora vindmyllu var um 200
milljónir en fasteignamatið hljóðar
upp á 30 milljónir. Málið er talið for-
dæmisgefandi fyrir aðrar vindmyll-
ur sem kunna að verða reistar á Ís-
landi.
„Málið er að vindmyllur eru ný
mannvirki á Íslandi og það kostar
eins og í þessu tilfelli 200 milljónir
að setja upp svona myllu. Lands-
virkjun metur það þannig að fast-
eignamatsvirðið sé 30 milljón krón-
ur. Fasteignamatið tekur þann
rökstuðning góðan og gildan, það
gæti svo verið að það sé alveg eðli-
legt. Við viljum einfaldlega láta
reyna á það hvort að þetta sé rétt
niðurstaða,“ segir Björgvin Skafti
Bjarnason, oddviti í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi. Björgvin Skafti
segir að svo virðist sem sveitar-
stjórnir hafi ekki áður gert athuga-
semdir við röksemdir Landsvirkjun-
ar á fasteignamati virkjana og því
hafi Landsvirkjun fengið að ráða að
mestu skilgreiningunni á því hvaða
hlutar byggingar teljist til fast-
eignamats. Í hefðbundnum virkjun-
um sé hlutfallið yfirleitt u.þ.b. 40%
sem falli innan skilgreiningar á fast-
eignamati en hin 60% séu utan þess.
Fasteignamat sérhæfðra bygg-
inga, líkt og vindmyllna, grundvall-
ast á svokallaðri markaðsleiðréttu
kostnaðarmati en það grundvallast
á því að byggingarkostnaður er leið-
réttur fyrir staðsetningu.
Í rökstuðningi sínum fyrir fast-
eignamatið taldi Landsvirkjun
að myllan sjálf að undan-
skildum 20% masturs-
ins teldist til búnaðar
og ætti því ekki
heima í fasteigna-
mati en að steyptar
undirstöður og 20%
af mastrinu ættu að
teljast inn í fast-
eignamatið en
samanlögð
upphæð
þeirra var
30 milljónir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vindmyllur Vindmyllurnar tvær við Búrfell kostuðu 200 milljónir við uppsetningu en voru metnar á 30 milljónir.
Kæra fasteignamat
tveggja vindmyllna
Byggingarkostnaður var 200 milljónir en matið 30 milljónir
Landsvirkjun hefur í kjölfar
þeirrar tilraunastarfsemi sem
farið hefur fram með vindmyll-
unum tveimur sem staðsettar
eru við Búrfell, sett upp virkj-
unarkostinn Búrfellslund.
Ef ráðist verður í þá virkjun er
stefnt að því að reisa allt að 80
vindmyllur á svæðinu með allt
að 200 MW aflgetu. Hver vind-
mylla hefur því afl upp á 2,5-
3,5 MW en rannsóknir hafa
sýnt að nýting á vindmyllum
á Íslandi er með því betra
sem gerist í heiminum.
Miklir hagsmunir geta
verið undir hjá
sveitarfélögum á
virkjunarsvæð-
inu m.a. vegna
fasteignagjalda.
Hagsmunir
af rokinu
VINDMYLLULUNDUR
Björgvin Skafti
Bjarnason
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Tveggja og hálfs árs baráttu Ingunn-
ar Björnsdóttur, lyfjafræðings og
dósents við Oslóarháskóla, fyrir að-
gangi að ýmsum
gögnum um
gæðaúttekt á
lyfjagagnagrunni
landlæknisemb-
ættisins er lokið.
Embættið afhenti
henni gögnin síð-
astliðinn föstu-
dag, aðeins sólar-
hring eftir að
embættið fékk í
hendur úrskurð
úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál (ÚU) en nefndin úrskurðaði Ing-
unni í vil í júlílok. ÚU hefur nú úr-
skurðað fjórum sinnum vegna
málsins sem hefur staðið yfir frá jan-
úar 2013.
,,Ég var eiginlega orðlaus þegar
fundi mínum hjá landlækni var lok-
ið,“ segir Ingunn í samtali við Morg-
unblaðið. Hún hefur nú þegar hafist
handa við að greina gögnin í því
augnamiði að skrifa fræðigrein um
villur í gagnagrunninum en að henn-
ar sögn er mikil vinna framundan.
Hún kveðst afar ánægð með þessi
málalok og bætir við: ,,Mér þótti
skýrt frá upphafi að samkvæmt upp-
lýsingalögunum ætti ég rétt á þess-
um gögnum. Þessi fjórði úrskurður
staðfestir þetta svo að ekki verður
um villst. Nýr landlæknir brást við
því og var fljótur að.“
Fann villur í gagnagrunninum
Forsaga málsins er sú að Ingunn
starfaði hjá landlækni til áramótanna
2012/2013. Hún hafði þá fundið all-
nokkrar villur og áreiðanleikabresti í
lyfjagagnagrunninum en átti eftir að
greina þær að fullu þegar hún lauk
þar störfum. Hún óskaði eftir að-
gangi að gögnunum hinn 7. janúar
2013 en því neitaði embættið. Ingunn
kærði það til ÚU sem úrskurðaði
henni í vil hinn 16. ágúst sama ár.
Hinn 27. febrúar 2014 kærði Ing-
unn aftur til nefndarinnar þar sem
embætti landlæknis ætlaði aðeins að
afhenda henni umrædd gögn á pdf-
formi og krafði hana um 143.615
krónur fyrir. ÚU vísaði málinu frá í
júní sama ár með þeim rökum að
bæði Ingunn og landlæknir væru
samþykk því að gögnin væru brennd
á óendurskrifanlegan geisladisk og
afhent þannig. Ingunn taldi nefnd-
inni hafa yfirsést sú fyrirætlan land-
læknis að afhenda henni gögnin á
pdf-formi, eða breyttu formi.
Í júlí 2014 kærði Ingunn að nýju
þá ákvörðun embættisins að afhenda
aðeins pdf-skjöl. Í október sama ár
úrskurðaði ÚU að landlækni hefði
verið óheimilt, í ljósi 18. gr. upplýs-
ingalaga, að færa gögnin yfir á annað
snið en þau voru á þegar embættið
féllst á að veita Ingunni gögnin.
Málið kom svo aftur inn á borð úr-
skurðarinnar í nóvember 2014 en þá
hafði Ingunn aðeins fengið hluta um-
beðinna gagna afhentan, auk þess
sem embætti landlæknis hafði breytt
formi þeirra. ÚÚ úrskurðaði í fjórða
og síðasta sinn HInn 31. júlí sl. þar
sem fram kom að landlæknir hefði
ekki sýnt fram á nauðsyn breytinga á
rafrænu sniði umbeðinna gagna, auk
þess sem rökstuðningi hinnar kærðu
ákvörðunar hafi verið ábótavant.
Málsmeðferð embættisins var talin
andstæð 18.-19. upplýsingalaga, sem
og 22. gr. stjórnsýslulaga en þau
ákvæði varða rökstuðning stjórn-
valdsákvarðana og afhendingu
gagna. Fyrri ákvörðun landlæknis
var felld úr gildi og beiðni Ingunnar
um aðgang að gögnum vísað á ný til
löglegrar meðferðar hjá landlækni.
Góð lok á langri sögu
,,Þetta eru góð sögulok á langri
sögu um afhendingu gagnanna. Svo
kemur í ljós hvað kemur út úr þeim,“
segir Ingunn en hún á von á því að
skrifa bráðlega fræðigrein um ís-
lenska lyfjagagnagrunninn. ,,Ég get
staðfest að það eru villur í gagna-
grunninum en ég hef áður fjallað um
nokkrar þeirra á alþjóðlegum ráð-
stefnum.“ Hún segir landlæknisemb-
ættið hafa nú þegar brugðist við
gagnrýni á gagnagruninn og vinni að
innleiðingu nýs gagnagrunns.
Ekki fengust svör frá embættinu
við vinnslu fréttarinnar.
Fékk gögnin afhent eftir tvö og hálft ár
Landlæknir afhenti gögn um gæða-
úttekt eftir fjórða úrskurðinn í málinu
Morgunblaðið/Friðrik
Lyf Ingunn hyggst skrifa greinar um villur í lyfjagagnagrunninum.
Ingunn
Björnsdóttir