Morgunblaðið - 12.08.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 12.08.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Innflutningur á bílum jókst í krónum talið um ríflega 40% á fyrstu sex mánuðum ársins frá sama tímabil í fyrra. Alls voru fluttir inn bílar fyrir 27,8 milljarða króna sem er til dæmis nærri tvöföldun frá fyrri hluta árs 2013, þegar fluttir voru inn bílar fyrir 14,9 milljarða. Bílainnflutningi á fyrri hluta árs er lýst í nýjum efnahagslegum skammtímatölum Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að vöruútflutningur jókst um 22,6% milli ára og vöruinn- flutningur um 20,5%. 259% aukning frá 2009 Þróun í innflutningi og útflutn- ingi tímabilið 2008 til 2015 er sýnd á töflu hér til hliðar. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs og eiga við fyrri hluta hvers árs. Séu upphæðirnar frá fyrri hluta árs 2009 núvirtar kemur í ljós að bílainnflutningur í ár er 259% meiri, útflutningur 22,3% meiri og innflutningur 50,5% meiri en árið 2009. Með bankaáfallinu 2008 hrundi fjármálageirinn, sem var ein af undir- stöðugreinum í útflutningi landsins. Síðan hefur hagkerfið gengið í gegn- um aðlögunarskeið og eru ofan- greindar tölur skýr vísbending um efnahagsbata. Bílainnflutningur sker sig hér nokkuð úr en fram kom í fréttaskýringu í Morgunblaðinu 1. ágúst sl., að bílaleigur keyptu meiri- hluta nýrra fólks- og sendibíla sem seldir voru á Íslandi í janúar til júní. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir kaup WOW Air á 2 farþegaþotum fyrir 20 milljarða króna eiga þátt í að vöruinnflutningurinn eykst svo mikið milli ára. Það sé tilfærsla frá þjón- ustuinnflutningi, ef þoturnar væru leigðar. Aukinn innflutningur á hrá- vörum hafi hér líka áhrif. Hvað varðar útflutninginn skýri góð loðnuvertíð og aukning í botn- fiski, þ.m.t. þorski, að verulegu leyti þá aukningu sem þar er milli ára, sem og aukinn útflutningur á áli. Jón Bjarki segir slaka í hagkerf- inu – það er að segja vannýtta fram- leiðslugetu í kjölfar hrunsins – vera að hverfa. Greining Íslandsbanka spái því að slakinn verði horfinn í árs- lok eða í byrjun næsta árs. Gangi það eftir er að vænta þensluáhrifa í hag- kerfinu á næsta ári. „Bæði vöruút- flutningurinn og vöruinnflutningur- inn eru merki um efnahagsbata. Vaxandi eftirspurn á stóran þátt í auknum vöruinnflutningi,“ segir Jón Bjarki. Ferðaþjónustan er skilgreind sem þjónustuútflutningur og er ekki hluti af vöruútflutningi. Hagfræðingur segir aukninguna skýr merki um efnahagsbata Yfir 40% aukning í bílainnflutningi  Vöruinnflutningur eykst um 20,5% á fyrri hluta ársins frá því í fyrra Innflutningur og útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2015 Samkvæmt efnahagslegum skammtímatölum Hagstofu Íslands 2008 22.461 207.343 232.977 462.781 2009 6.444 -71,3% 226.771 9,4% 187.513 -19,5% 420.728 -9,1% 2010 5.157 -20,0% 279.714 23,3% 213.376 13,8% 498.247 18,4% 2011 9.282 80,0% 291.560 4,2% 244.835 14,7% 545.677 9,5% 2012 15.030 61,9% 314.389 7,8% 288.446 17,8% 617.865 13,2% 2013 14.863 -1,1% 296.682 -5,6% 284.837 -1,3% 596.382 -3,5% 2014 19.662 32,3% 271.096 -8,6% 280.896 -1,4% 571.654 -4,1% 2015 27.766 41,2% 332.445 22,6% 338.358 20,5% 698.569 22,2% Innflutningur bíla í milljónum Vöruútflutningur í milljónum kr. Vöruinnflutningur í milljónum kr. Samtals Breyting milli ára Breyting milli ára Breyting milli ára Breyting milli ára Jón Bjarki Bentsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólafur Darri Andrason, hagfræðing- ur hjá ASÍ, telur verslunina á Íslandi ekki hafa skilað gengisstyrkingu krónunnar til neytenda. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að gengi evru gagnvart krónu hefur ekki verið jafn lágt frá vori 2008. „Frá áramótum hefur krónan styrkst að meðaltali um 3,4%. Þar sem krónan hefur að meðaltali verið að styrkjast gagnvart öðrum gjald- miðlum má ætla að verðlag á inn- fluttum vörum til neytenda ætti að lækka. Sérstaklega á það við um vörur sem keyptar eru inn í evrum. Þá hafa vörugjöld verið afnumin sem hefði átt að skila sér í enn frekari lækkunum. Verðbólga hefur verið lítil í helstu viðskiptalöndum og því hafa erlendar hækkanir ekki verið að rugla myndina. Það eru því von- brigði að samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands hafa innfluttar vörur hækkað um 2,3% frá áramót- um að meðaltali og ef horft er framhjá tímabundnum áhrifum af sumarútsölum er hækkunin 3,5%.“ Samræmi í verðkönnunum Spurður hvaða vísbendingar verðkannanir ASÍ veita segir Ólafur Darri þar sömu sögu að segja. ASÍ framkvæmir reglulega verðk- annanir og fylgist með verðlagi og þróun verðlags. Niðurstöður okkar kannana eru í samræmi við niður- stöður Hagstofunnar. Því miður er ekki að sjá að styrking krónunnar skili sér til neytenda. Styrking krón- unnar og lítil erlend verðbólga auð- velda fyrirtækjum að mæta launa- hækkunum án þess að hækka verðlag. Laun margra hækkuðu í maí í kjölfar undirritunar kjara- samninga. Athygli vekur að þá þegar hafði verðlag hækkað að meðaltali um 2,2%, eða 1,4% ef horft er framhjá útsöluáhrifum. Það eru því vísbendingar um að styrking krón- unnar hafi ekki skilað sér að fullu til neytenda og að fyrirtæki ætli að nýta sér nýgerða kjarasamninga til að hækka enn frekar álagningu sína.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir sam- tökin hafa séð ástæðu til að birta verðhækkanir hjá birgjum undan- farið. Hann efast um að styrking krónu hafi skilað sér sem skyldi. Skilar sér ekki í vöruverðinu  ASÍ og Neytendasamtökin telja verslunina ekki skila gengisstyrkingu Ólafur Darri Andrason Jóhannes Gunnarsson „Við viljum koma til móts við hraustar konur sem búa á lands- byggðinni eða hér á höfuðborgar- svæðinu og vilja ekki fæða á sjúkra- húsunum en hafa ekki aðstöðu til að hafa heimafæðingu,“ segir Arney Þórarinsdóttir, ljósmóðir og annar eigandi Bjarkarinnar, sjálfstætt starfandi ljósmæðra, sem vill koma upp fæðingaraðstöðu í húsnæði Bjarkarinnar í Lygnu fjölskyldu- miðstöð í Síðumúla. Hún hefur nú þegar lagt inn fyrirspurn hjá byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar varðandi það hvort breyta megi húsnæði þeirra, þar sem nú fer fram námskeið, ráð- gjöf, fræðsla og nudd í tengslum við meðgöngu og fæðingu, í fæðingar- aðstöðu og -fræðslu. Málinu var frestað og vísað til umsagnar skipu- lagsfulltrúa. „Okkur hefur dreymt um þetta lengi. Við sinnum heimafæðingum og erum að fá reglulega til okkar konur utan af landi sem geta ekki fætt í sinni heimabyggð því þar er engin fæðingarþjónusta og vilja fæða utan spítalanna en hafa ekki aðgang að heimahúsi,“ segir Arney og því sé vilji fyrir hendi hjá verð- andi mæðrum. Taka því sem að höndum ber Í fæðingaraðstöðunni verður konum gert kleift að fæða í rólegu umhverfi með fólki sem þær þekkja, bæði fjölskyldu og ljós- móður sem hefur fylgt þeim í gegn- um meðgönguna. Eftir fæðinguna geta þær dvalið í nokkurn tíma, eins og er venjan á spítölunum, en fara svo fljótlega til síns heima. „Þetta verður því ekki fæðingar- heimili, þar sem konurnar geta dvalið í lengri tíma eftir fæðinguna, en það er þó langtímadraumurinn að koma slíkri þjónustu í gagnið,“ segir Arney. Til að fæðingaraðstaðan geti orð- ið að veruleika þarf að sækja um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirlitinu og að því fengnu þyrfti að tilkynna starfsemina til landlæknis. „Við erum nú þegar með leyfi fyrir heimafæðingar frá landlækni og í rauninni er þetta ekkert flókn- ara en það, bara heimafæðing á þessum stað,“ segir Arney sem von- ar að ferlið gangi hratt og örugg- lega fyrir sig og hægt verði að bjóða upp á fæðingaraðstöðuna eft- ir áramót. „Ég veit ekki hvort það er bjart- sýni en við ætlum ekki að láta neitt stoppa okkur, hvað sem upp kemur þá förum við í gegnum það – þó að það taki svolítinn tíma.“ laufey@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Fæðingar Arney Þórarinsdóttir (t.v) og Hrafnhildur Halldórsdóttir sem reka Björkina, sjálfstætt starfandi ljós- mæður, vilja bjóða verðandi mæðrum sem vilja ekki fæða á spítölum eða í heimahúsi upp á fæðingaraðstöðu. Vilja bjóða heimafæð- ingar utan heimilisins  Ljósmæður leita leyfis til að koma upp fæðingaraðstöðu Gústaf Steingrímsson, hagfræð- ingur á hagfræðisviði Landsbank- ans, segir vöxtinn í ferðaþjónustu hafa stutt við gengi krónunnar og þannig haldið niðri verðbólgu. „Innflutningurinn hefur aukist hratt en sú aukning hefur ekki komið okkur á óvart. Við spáðum töluverðum vexti innflutnings á þessu ári. Það sem hefur stutt við gengi krónunnar þessu samfara er mikill vöxtur í komum ferðamanna hingað til lands sem er töluvert meiri á fyrstu sex mánuðum ársins en við spáum að verði yfir árið í heild. Við spáðum 20% vexti yfir árið í heild en vöxturinn á fyrstu sex mánuðum nam 29% miðað við sama tímabil í fyrra.“ Verðbólga mældist 1,9% í júlí og hefur verið undir 2,5% markmiði Seðlabankans frá febrúar 2014. Heldur niðri verðbólgu HRAÐUR VÖXTUR Í FERÐAÞJÓNUSTU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.