Morgunblaðið - 12.08.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Aldrei hefur meira mælst af mak-
ríl í íslenskri lögsögu en í nýaf-
stöðnum leiðangri Hafrannsókna-
stofnunar. Álykta má að um eða
yfir tvær milljónir tonna af makríl
hafi mælst í lögsögunni í ár, en
alls mældust tæplega 1.600 þús-
und tonn í fyrra. Bæði árin 2012
og 2013 var magn makríls í lög-
sögunni metið um 1.500 þúsund
tonn.
Aukningin er að langmestu leyti
suður af landinu og virðist mak-
ríllinn hafa gengið sunnar og upp
að suðurströndinni, en ekki komið
inn í lögsöguna suðaustur af land-
inu eins og yfirleitt síðustu ár.
Makríllinn var heldur seinni á
ferðinni í vor en síðustu ár og er
það skýrt með lægra hitastigi í
sjónum.
Makríll var fyrir öllu Vestur- og
Austurlandi í svipuðu magni og
fyrri ár en lítils varð vart norður
af landinu. Við Grænland var mak-
ríl að sjá á stærsta hluta rann-
sóknasvæðisins og náði útbreiðsla
hans allt suður fyrir Hvarf. Mak-
ríllinn var þó á þessu svæði
hnappdreifðari en fyrri ár og
magn hans minna, segir í frétt frá
Hafrannsóknastofnun.
Verkefnið er hluti af sameig-
inlegum rannsóknum Íslendinga,
Norðmanna, Færeyinga og Græn-
lendinga á dreifingu og magni
helstu uppsjávartegunda í
Norðaustur-Atlantshafi ásamt at-
hugunum á magni átu og umhverf-
isþáttum á svæðinu. Þetta var sjö-
unda sumarið sem þessi leiðangur
er farinn og í þriðja sinn sem
rannsóknaskipið Árni Friðriksson
er fengið til að rannsaka græn-
lenska hafsvæðið í þessum til-
gangi, en 12 dögum var varið í
rannsóknir þar.
Stöðug aukning
Í síðustu ástandsskýrslu Haf-
rannsóknastofnunar segir um nið-
urstöður þessara leiðangra að
magn makríls og útbreiðsla hafi
stöðugt aukist á svæðinu frá árinu
2010, úr 4,8 milljónum tonna í 9
milljónir tonna árið 2014.
Fram undan er frekari úr-
vinnsla á gögnum frá leiðangr-
inum í sumar og verða helstu nið-
urstöður hans kynntar fljótlega í
sameiginlegri skýrslu. Leiðang-
ursstjórar í þessum fimm vikna
leiðangri voru Sigurður Þ. Jóns-
son í fyrri hlutanum og Guð-
mundur J. Óskarsson í þeim seinni
og skipstjórar voru Guðmundur
Bjarnason í fyrri hlutanum og
Kristján Finnsson í þeim seinni.
Tvær milljónir tonna
af makríl í lögsögunni
Aldrei hefur meira mælst af makríl í íslenskri lögsögu
Aukningin að langmestu leyti suður af landinu
Minna af makríl í grænlenskri lögsögu en síðustu ár
Útbreiðsla makríls og síldar
Magn (kg) og hlutfall makríls og síldar í aflanum.
Heimild: Hafrannsóknastofnun
„Ég er ekkert búinn að afskrifa þessa
makrílvertíð. Ef við viljum vera með
gæðafisk verður makríllinn betri eftir
því sem hann veiðist seinna. Feitur og
pattaralegur, og hærri fituprósenta,“
segir Baldur Þórir Gíslason, sjómað-
ur og einn eigenda fiskverkunarinnar
Sæfrosts í Búðardal.
Hann segir að ræst geti úr vertíð-
inni ef fer að veiðast núna í ágúst og
fram í september, og að varan verði
þá góð.
Spurður um horfur á markaði segir
Baldur stöðuna vera dræma en að
smábátasjómenn hafi Landssamband
smábátasjómanna og nokkrar
vinnslur sem vinni handfæraveiddan
makríl séu með sín eigin viðskipta-
sambönd.
„Ég held að handfæraveiddi
makríllinn hafi ekkert mikið verið að
fara til Rússlands. En ef það lokast
alveg á Rússland eru færri markaðir
fyrir okkar makríl,“ segir hann, en
makríll síðustu vertíðar hjá Sæfrosti
fór til Úkraínu.
„Það varð smá skellur á síðustu
vertíð og þetta ástand brestur á, á
þeim tíma þegar menn eru að selja
makrílinn. Þetta hefur allt áhrif,“
segir Baldur. Hann segir menn í
þessum bransa vel vita að stundum
ári vel og stundum illa.
„Menn vinna bara með það sem er
að gerast hverju sinni. Það er aldrei
til neitt sem heitir gulltryggt ástand.
Markaðurinn er síbreytilegur,“ segir
hann, en Sæfrost hefur komið þeim
boðum til Landssambands smábáta-
sjómanna að verkunin geti fryst mak-
ríl í beitu fyrir smábátasjómenn.
„Við erum ekki byrjaðir á því en
þessi möguleiki er fyrir hendi. Smá-
bátarnir veiða hins vegar svo lítið að
við erum ekkert byrjaðir á því,“ segir
Baldur en smábátar mega taka 30
prósent af aflanum í beitu að hans
sögn. „Það eru einhverjir sem fara
ekki af stað út af lágu verði, og þeir
eru ekki með örugga sölu. Menn eru
að spá í hvað er hægt að gera og við
sáum að ef við værum ekki að fara á
fullt í makrílfrystingu til manneldis
væri hægt að frysta beitufiskinn á
ódýran hátt,“ segir Baldur.
Gæðin meiri
ef makríln-
um seinkar
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Makríll sem veiðist nú við Íslands-
strendur er þyngri en hann hefur
verið auk þess sem hann heldur sig í
torfum í auknum mæli í stað þess að
vera á dreifðara svæði. Þetta er með-
al þess sem kemur fram í máli þeirra
Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra
Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, og
Róberts Axelssonar á uppsjávarskip-
inu Venusi sem er í eigu HB Granda.
Eyþór segir að vel hafi gengið að
veiða fiskinn suður af landinu í júlí-
mánuði. „Eini munurinn er sá að það
er stærri makríll sem við höfum verið
að veiða,“ segir Eyþór.
Þrjú skip Ísfélagsins eru á veiðum
og segir Eyþór að mest hafi verið
veitt suður af Eyjum en einnig hafi
skipin verið á veiðum fyrir suðaustan
og vestan landið. Hann segir erfitt að
spá fyrir um hegðun makrílsins.
Hann hafi haldið sig bæði fyrir vestan
og austan. „Hann eltir bara ætið og
er með einhver tromp á hendi sem við
náum ekki að reikna út,“ segir Eyþór.
Hann segir að makríllinn sé þyngri
en áður. „Góðu dagarnir eru mjög
góðir og það er gott fiskirí þegar vel
veiðist,“ segir Eyþór. Hann segir
fiskinn um 50 grömmum þyngri að
meðaltali en var í fyrra. „Núna fyrir
vestan vorum við að fá 460-470
gramma fisk sem er nálægt 100
grömmum meira en meðalþyngdin
var í fyrra,“ segir Eyþór.
Makríll frá Íslandi fer m.a. á mark-
að í Rússlandi, Póllandi og Afríku.
Eins og fram hefur komið óttast
menn að Rússlandsmarkaður lokist
vegna viðbragða rússneskra stjórn-
valda við viðskiptaþvingunum.
Fyrirtækin bregðast við
Eyþór segir að hvert fyrirtæki fyr-
ir sig muni reyna að bregðast við
þessum breyttu aðstæðum ef til inn-
flutningsbanns íslenskra sjávaraf-
urða í Rússlandi kemur. „Ef þessi
markaður lokast reyna menn að
vinna fiskinn öðruvísi fyrir aðra
markaði,“ segir Eyþór.
Róbert Axelsson, skipstjóri á Ven-
usi, segir að makríllinn við landið
haldi sig í torfum en hafi verið dreifð-
ari í fyrra. Hann segir að skipið hafi
verið vestur af Snæfellsnesi und-
anfarna daga en sé nú fyrir suðaustan
landið. „Það er sannarlega töluvert af
makríl hér en þetta er svo ægilega
fljótt að breytast,“ segir Róbert en
300 tonn veiddust á tæpri klukku-
stund skömmu áður en Morgunblaðið
hafði samband við hann. „Þetta gerist
mjög hratt ef maður hittir á einhvern
fisk,“ segir hann.
Feitari í fiskitorfum
Tóku 300 tonn á innan við klukkustund Breyta vinnslu
á makrílnum ef Rússland lokast Allt að 100 g þyngri
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Venus Vel hefur veiðst á makrílmiðum. Uppsjávarskipið Venus tók 300 tonn
á innan við klukkustund í gær. Meðalþyngd makrílsins er meiri en í fyrra.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja
í sjávarútvegi (SFS) áttu í fyrra-
dag fund með utanríkismálanefnd
Alþingis. Lögðu samtökin fram
minnisblað þar sem fram kemur
að áætlað útflutningsverðmæti
sjávarafurða til Rússlands á árinu
2015 sé 37 milljarðar króna. Eru
þetta mun hærri tölur en hingað
til hafa komið fram. Jens Garðar
Helgason, formaður SFS, segir að
ástæðan sé sú í fyrri tölum, sem
byggjast á útflutningstölum á vef
Hagstofunnar, hafi verið vanreikn-
aður sá fiskur sem endar á Rúss-
landsmarkaði en fer í gegnum
Litháen og Rotterdam. „80% af
því sem fer til Litháen fer svo til
Rússlands. Við áætlum að 40% af
því sem fer til Hollands fari til
Rússlands.“
Ekki lengur bjartsýnir
Spurður segist hann ekki hafa
tölur þess efnis hve mikil verð-
mæti hafi verið flutt frá landinu
það sem af er ári til Rússlands en
bendir á að stærstur hluti makríls
og síldar sé fluttur út síðari hluta
ársins. Hann segir menn telja að
fregnir þess efnis hvort Ísland
verði á lista
þeirra þjóða sem
á verður sett
innflutningsbann
í Rússlandi muni
berast síðar í
vikunni eða í
upphafi þeirrar
næstu. „Það var
nokkuð jákvætt
hljóð í okkar
rússnesku kaup-
endum fyrir helgi en núna eftir
helgina eru þeir orðnir mun svart-
sýnni. Nú sitja menn bara og bíða
til að sjá hvorum megin við mun-
um lenda,“ segir Jens og bætir
við. „Við höldum að línur muni
skýrast í þessari viku eða þeirri
næstu,“ segir Jens. Í minnis-
blaðinu sem kynnt var á fundi ut-
anríkisnefndar segir m.a. að út-
flutningur til Rússlands hafi áhrif
á 1.000 störf hérlendis með einum
eða öðrum hætti.
Einnig erfitt í Afríku
Hann segir íslensk sölufyrirtæki
selja fisk til 20 landa í Afríku.
„Nígería kaupir milljón tonn af
fiski á ári en sá markaður er lok-
aður. Samtals kaupa hin nítján
löndin 750 þúsund tonn,“ segir
Jens.
Meira í húfi en
áður var talið
Minnisblað fyrir utanríkismálanefnd
Jens Garðar
Helgason
Talið er að stór hluti stofns
norsk-íslenskrar síldar hafi í sum-
ar gengið inn í íslenska lögsögu
og er verulegt magn hans að
finna fyrir austan og norðan land.
Einnig er mikið af stofninum í
færeyskri lögsögu. Norður af Ís-
landi varð vart við töluvert magn
norsk-íslenskrar síldar allt vestur
að Horni, en svo vestarlega hefur
síldin líklega ekki gengið síðan á
7. áratug síðustu aldar.
Síld fannst nokkuð víða á rann-
sóknasvæðinu í leiðangri Haf-
rannsóknastofnunar; norsk-
íslensk síld austur og norður af
Íslandi og íslensk sumargotssíld
fyrir sunnan og vestan.
Skörun á útbreiðslu síldar og
makríls var mest austan við land,
en einnig töluverð á grunnslóð
sunnan og vestan lands þar sem
makríll var í bland við íslenska
sumargotssíld. Í þessum leið-
angri var minni áhersla lögð á að
kanna útbreiðslu kolmunna en
makríls og síldar, en hann er að
öllu jöfnu að finna á meira dýpi
en togað var á.
Vesturganga norsk-íslensku
síldarinnar er ekki talin benda til
þess að stofninn sé stærri en áð-
ur var talið. Eftir sem áður eru
flestir síðustu árgangar metnir
litlir, þar sem 2009-árgangurinn
er stærstur, en þó vel undir
meðallagi.
Síldin ekki
svo vestar-
lega í áratugi
STÆRSTI HLUTI SÍLDAR-
INNAR Í ÍSLENSKRI OG
FÆREYSKRI LÖGSÖGU