Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 7 gæðum, auknu öryggi og fram förum í heilbrigðis þjónustu og hefur meðal annars gefið út leiðbeiningar um hvernig má vinna að því verkefni að fækka sýkingum sem tengjast inniliggjandi þvag leggjum. IHI­stofnunin kynnti fyrir nokkrum árum hugtakið „bundle“ eða pinkla sem eru ráðleggingar, þrjár til fimm, um umönnun sjúklinga. Ráðleggingarnar byggjast á gagnreyndri þekkingu og þegar þær eru framkvæmdar saman hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum farnast betur en þegar hver og ein ráðlegging er framkvæmd stök. Einn slíkur pinkill varðar forvarnir gegn þvagfærasýkingum af völdum inni­ liggjandi þvagleggja (sjá töflu 2). Tafla 2. Innihald pinkilsins sem fræðsla um notkun þvagleggja byggist á. 1. Fylgja reglum um sýkingavarnir: hand­ hreinsun, uppsetningu, umhirðu og eftirlit 2. Nota blöðruómtæki því að það getur komið í veg fyrir ísetningu þvagleggs 3. Ekki nota inniliggjandi þvaglegg nema brýna nauðsyn beri til 4. Nota þvagsmokka (uridom), tappa reglulega af og íhuga önnur úrræði í stað inniliggjandi þvagleggja hjá völdum sjúklingahópum 5. Fjarlægja þvagleggi eins fljótt og hægt er. Nota áminningar og verklagsreglur um töku leggja. Verkefnið á Landspítala nær til legu­ deilda á skurðlækningasviði, bráða­ legu deilda á lyflækningasviði og kven ­ lækninga deildar. Það hefur hlotið styrk frá velferðarráðuneytinu og Vísinda­ sjóði Landspítala. Að því stendur hópur hjúkrunarfræðinga á ýmsum deildum LSH. Þeir eru: Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á skurð lækninga­ sviði, Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á lyflækningasviði, Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á skurðlækningasviði, Dóróthea Bergs, sérfræðingur í hjúkrun á lyflækningasviði, Guðbjörg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á lyflækningasviði, Ingunn Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild, Sigrún R. Steindórs­ dóttir, þvagfæraráðgjafi á skurð lækn­ inga deild, og Elín J.G. Hafsteins dóttir, hjúkrunar fræðingur á gæðadeild. Verkefnið skiptist í þrjá hluta: 1. Könnun á stöðu mála á þeim deildum sem verkefnið nær til. a. Upplýsingum safnað um ástæður þvag ­ leggs ísetningar, hversu lengi þvag ­ leggur er í sjúklingum sem fengu hann um þvagrás í legunni, ábendingar eða við mið fyrir ísetningu og hvar á sjúkra­ húsinu þvag leggurinn var settur. b. Skoðuð ástæða þess að leggur var fjarlægður, hvort sjúklingur útskrifaðist með þvaglegg og sýkingatíðni. 2. Fræðsla á deildum. 3. Endurtekin könnun á stöðu mála eftir fræðslu. Verkefnið hófst haustið 2010 á skurð­ lækninga sviði LSH en 2011 slógust hjúkrunar fræðingar frá lyflækningasviði spítalans í hópinn. Gagna var aflað í árslok 2010 (fyrsti hluti) á skurðdeildum og kven lækningadeild og á bráðalegu­ deildum lyflækningasviðs vorið 2011. Eftir gagnasöfnun á hverju sviði fór fræðslan (annar hluti) fram á öllum þátttökudeildum. Gagnasöfnun eftir fræðslu (þriðji hluti) Er þörf á þessum þvaglegg? Fær þessi sjúklingur þvagfærasýkingu? Ábendingar fyrir notkun þvagleggja: Þvagteppa • Slöpp þvagblaðra og tæmingarerfiðleikar• Aðgerðir á þvagfærum eða aðliggjandi líffærum• Nákvæmt eftirlit með útskilnaði þvags • (gjörgæslueftirlit/tímadiuresa) Sjúklingur með III. eða IV. stigs þrýstingssár á • spjaldbeini og þvagleka Líknandi meðferð (val sjúklings)• Fyrsti sólarhringur eftir ísetningu epiduralleggs• Sjúklingur má ekki/getur ekki hreyft sig vegna • áverka eða óstöðugs brots Þvagleggi ætti ekki að nota Vegna þvagleka• Vegna hreyfiskerðingar/rúmlegu• Til þægindaauka fyrir starfsfólk• Vegna óska sjúklings• Til töku þvagsýna• Til að fylgjast með þvagútskilnaði þegar aðrar • aðferðir duga Þvagleggir geta valdið:  Sýkingum  Legutíma  Kostnaði $$  Óþægindum fyrir sjúkling  Sýklalyfjanotkun Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarfræðinga þvagfærarannsókna í síma: 543-7100 Tökum ígrundaða afstöðu daglega Sjúklingur með legg fer síður fram úr sem eykur hættu á þrýstingssárum, blóðtöppum í bláæðum og lungnabólgu. Út ge fa nd i: Sk ur ðl æ kn in ga sv ið 2 01 1 Veggspjöld er ein leið til að ná athygli starfsfólks. Myndirnar tók Inger Helene Boasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.