Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201220 Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is GUÐRÚN MARTEINSSON, 1924­2011 Kveðja frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Guðrún Marteinsson var fædd 14. september 1924 og lést 29. nóvember 2011, 87 ára. Hún var gerð að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga 2003. Guðrún Marteinsson, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri á Landakotsspítala, var sannur leiðtogi og brautryðjandi. Hún var einnig ötull talsmaður hjúkrunar alla tíð. Guðrún útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1952. Hún sótti framhaldsnám í hjúkrun til Englands og Bandaríkjanna þar sem hún starfaði síðan í rúman áratug. Auk hjúkrunarstarfa hér heima kenndi Guðrún við Hjúkrunarskóla Íslands, Háskóla Íslands og við Nýja hjúkrunarskólann. Hún var ráðin hjúkrunarforstjóri við Landakotsspítala vorið 1978 og starfaði þar til ársins 1990 að hún fór á eftirlaun. Guðrún var sigld kona í þess orð fyllstu merkingu. Með henni kom ferskur blær inn í hjúkrunina og hjúkrunarkennsluna. Hún innleiddi nýjungar í kennslu og kom meðal annars á námsferðum til Ameríku sem á þeim tíma voru mikil nýjung. Í námi sínu og störfum erlendis hafði Guðrún kynnst fjölda fræðimanna og stjórnenda í hjúkrun sem síðar komu hingað til lands á hennar vegum. Íslenskir hjúkrunarfræðingar og skjólstæðingar þeirra nutu þannig góðs af víðsýni Guðrúnar og af þekkingu þessara erlendu fræðimanna. Framtíðarsýn Guðrúnar, metnaður fyrir hönd hjúkrunar og einstakir hæfileikar hennar til að laða að sér hæfileikaríkt samstarfsfólk komu glögglega í ljós í störfum hennar sem hjúkrunarforstjóri Landakotsspítala. Guðrún var góður stjórnandi og mikill leiðtogi í hjúkrun. Á Landakoti innleiddi hún það besta og nýjasta í hjúkrun á hverjum tíma og fór oft ótroðnar slóðir. Guðrún var óþreytandi við að hvetja og styðja hjúkrunarfræðingana sína til framgangs og veitti þeim ótal tækifæri til að efla faglega þekkingu sína og færni í hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar þökkuðu Guðrúnu fyrir brautryðjendastörf hennar í hjúkrun með því að gera hana að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga vorið 2003. Blessuð sé minning Guðrúnar Marteinsson hjúkrunarfræðings. Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.