Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201242 skýringaþátta. Eftir sem áður mælist ekkert samband milli langtímasykurgildis og annarra þátta en streitu og menntunar. Gerð var tvíkosta aðhvarfsgreining þar sem notuð var flokkuð mæling á langtímasykurgildinu. Annars vegar voru þátttakendur með langtímasykurgildi 7,5% eða lægra og hins vegar þeir með hærra langtímasykurgildi, þar sem sömu frumbreytur og áður voru notaðar til að spá fyrir um hvort einstaklingur væri með langtímasykurgildi yfir 7,5% eða ekki. Niðurstaðan var í öllum aðalatriðum hin sama og þegar líkanið var sett upp með langtímasykurgildið mælt á samfelldum kvarða. Í þessu líkani kemur þó til viðbótar fram munur á þeim sem eru með sykursýki af tegund 1 eða tegund 2 (sjá töflu 3). Eins og í fyrra líkaninu er það einkum sá hópur sem hefur framhaldsskólapróf sem sker sig úr hvað menntun varðar en einstaklingar í þeim hópi eru næstum fimmfalt líklegri en einstaklingar með grunnskólamenntun eingöngu til að vera með langtímasykurgildi yfir 7,5%. Til að skoða nánar á hvern hátt þekking tengist langtíma­ sykur gildinu má reikna spáðar líkur á að langtímasykurgildi sé yfir 7,5% miðað við tilteknar forsendur2. Mynd 2 sýnir hvernig spáðar líkur á að langtímasykurgildi sé yfir 7,5% breytast þegar fjöldi réttra svara breytist frá 1 til 14 fyrir menntunarhópana þrjá. Áhrifin voru metin fyrir einstakling sem býr með öðrum, er 46 ára (meðalaldur þátttakenda), með sykursýki af tegund 1 og mælist með streitu og stigafjölda á sjálfseflingarkvarða í meðallagi. Myndin sýnir að hugsanlega eru tengsl til staðar milli þekkingar og langtímasykurgildis þó frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta að svo sé. Þannig spáir líkanið því að líkurnar á að einstaklingur með framhaldsskólapróf, sem svarar tveimur spurningum rétt, hafi langtímasykurgildi yfir 7,5% séu um 65%. Fyrir einstakling með framhaldsskólamenntun, sem svarar 12 spurningum rétt, eru spáðar líkur á að langtímasykurgildi sé yfir 7,5% aðeins um 27%. Til að staðfesta að þetta samband sé ekki bundið við þetta tiltekna úrtak þarf hins vegar upplýsingar frá fleiri einstaklingum. Tafla 2. Áhrif einstakra þátta á HbA1c­gildið. Feitletraðar frumbreytur eru marktækar við α=0,05. b SE P Sérhæf skýring Fasti 7,051 1,548 0,000 Býr einn ­0,120 0,307 0,697 ­0,034 Aldur 0,000 0,011 0,989 0,001 Sykursýki af tegund 2 0,302 0,342 0,380 0,077 Framhaldsskólamenntun -0,871 0,273 0,002 -0,280 Háskólamenntun ­0,514 0,301 0,091 ­0,149 Streita (PAID) 0,543 0,175 0,002 0,272 Sjálfsefling (DES) 0,252 0,330 0,447 0,067 Þekking (rétt svör af 14) ­0,037 0,066 0,576 ­0,049 Skýrð dreifing (R2) 0,195 F 3,172 P 0,003 Tafla 3. Tvíkosta aðhvarfsgreining sem spáir fyrir um HbA1c­gildi ≥7,5%. Feitletraðar frumbreytur eru marktækar við α=0,05. b SE P EXP (b) Fasti ­3,319 3,068 0,279 0,036 Býr einn ­0,322 0,636 0,612 0,725 Aldur 0,012 0,022 0,572 1,013 Sykursýki af tegund 2 1,718 0,752 0,022 5,573 Framhaldsskólamenntun -1,602 0,588 0,006 0,202 Háskólamenntun ­0,319 0,618 0,606 0,727 Streita (PAID) 1,022 0,395 0,010 2,780 Sjálfsefling (DES) 1,263 0,722 0,080 3,538 Þekking (rétt svör af 14) ­0,157 0,148 0,290 0,855 ­2 log líkindi 114,109 χ² 37,946 2. Þar sem tvíkosta líkanið gerir ekki ráð fyrir línulegum tengslum milli frumbreytanna og fylgibreytunnar er spáð útkoma ekki óháð því hvaða gildi aðrar frumbreytur taka.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.