Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201242
skýringaþátta. Eftir sem áður mælist ekkert samband milli
langtímasykurgildis og annarra þátta en streitu og menntunar.
Gerð var tvíkosta aðhvarfsgreining þar sem notuð var flokkuð
mæling á langtímasykurgildinu. Annars vegar voru þátttakendur
með langtímasykurgildi 7,5% eða lægra og hins vegar þeir
með hærra langtímasykurgildi, þar sem sömu frumbreytur og
áður voru notaðar til að spá fyrir um hvort einstaklingur væri
með langtímasykurgildi yfir 7,5% eða ekki. Niðurstaðan var í
öllum aðalatriðum hin sama og þegar líkanið var sett upp með
langtímasykurgildið mælt á samfelldum kvarða. Í þessu líkani
kemur þó til viðbótar fram munur á þeim sem eru með sykursýki
af tegund 1 eða tegund 2 (sjá töflu 3). Eins og í fyrra líkaninu er
það einkum sá hópur sem hefur framhaldsskólapróf sem sker
sig úr hvað menntun varðar en einstaklingar í þeim hópi eru
næstum fimmfalt líklegri en einstaklingar með grunnskólamenntun
eingöngu til að vera með langtímasykurgildi yfir 7,5%.
Til að skoða nánar á hvern hátt þekking tengist langtíma
sykur gildinu má reikna spáðar líkur á að langtímasykurgildi sé
yfir 7,5% miðað við tilteknar forsendur2. Mynd 2 sýnir hvernig
spáðar líkur á að langtímasykurgildi sé yfir 7,5% breytast þegar
fjöldi réttra svara breytist frá 1 til 14 fyrir menntunarhópana þrjá.
Áhrifin voru metin fyrir einstakling sem býr með öðrum, er 46 ára
(meðalaldur þátttakenda), með sykursýki af tegund 1 og mælist
með streitu og stigafjölda á sjálfseflingarkvarða í meðallagi.
Myndin sýnir að hugsanlega eru tengsl til staðar milli þekkingar
og langtímasykurgildis þó frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta
að svo sé. Þannig spáir líkanið því að líkurnar á að einstaklingur
með framhaldsskólapróf, sem svarar tveimur spurningum rétt,
hafi langtímasykurgildi yfir 7,5% séu um 65%. Fyrir einstakling
með framhaldsskólamenntun, sem svarar 12 spurningum rétt,
eru spáðar líkur á að langtímasykurgildi sé yfir 7,5% aðeins um
27%. Til að staðfesta að þetta samband sé ekki bundið við þetta
tiltekna úrtak þarf hins vegar upplýsingar frá fleiri einstaklingum.
Tafla 2. Áhrif einstakra þátta á HbA1cgildið. Feitletraðar frumbreytur eru marktækar við α=0,05.
b SE P Sérhæf skýring
Fasti 7,051 1,548 0,000
Býr einn 0,120 0,307 0,697 0,034
Aldur 0,000 0,011 0,989 0,001
Sykursýki af tegund 2 0,302 0,342 0,380 0,077
Framhaldsskólamenntun -0,871 0,273 0,002 -0,280
Háskólamenntun 0,514 0,301 0,091 0,149
Streita (PAID) 0,543 0,175 0,002 0,272
Sjálfsefling (DES) 0,252 0,330 0,447 0,067
Þekking (rétt svör af 14) 0,037 0,066 0,576 0,049
Skýrð dreifing (R2) 0,195
F 3,172
P 0,003
Tafla 3. Tvíkosta aðhvarfsgreining sem spáir fyrir um HbA1cgildi ≥7,5%. Feitletraðar frumbreytur eru marktækar við α=0,05.
b SE P EXP (b)
Fasti 3,319 3,068 0,279 0,036
Býr einn 0,322 0,636 0,612 0,725
Aldur 0,012 0,022 0,572 1,013
Sykursýki af tegund 2 1,718 0,752 0,022 5,573
Framhaldsskólamenntun -1,602 0,588 0,006 0,202
Háskólamenntun 0,319 0,618 0,606 0,727
Streita (PAID) 1,022 0,395 0,010 2,780
Sjálfsefling (DES) 1,263 0,722 0,080 3,538
Þekking (rétt svör af 14) 0,157 0,148 0,290 0,855
2 log líkindi 114,109
χ² 37,946
2. Þar sem tvíkosta líkanið gerir ekki ráð fyrir línulegum tengslum milli frumbreytanna og fylgibreytunnar er spáð útkoma ekki óháð því hvaða gildi aðrar frumbreytur taka.