Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201234 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Edith Cavell er ekki mjög þekkt á Íslandi en hún var enskur hjúkrunarfræðingur sem vann lengst af í Belgíu. Hún var tekin af lífi í fyrri heimsstyrjöldinni og varð þannig þjóðhetja í Bretlandi. Mikið hefur verið skrifað um hana og einnig hafa verið gerðar nokkrar myndir. Í heimabæ hennar er árlega haldin minningarstund með fyrirlestrum og uppákomum. Diane Souhami skrifaði nýlega bók um Edith Cavell og dregur þar upp sterka mynd af Bretlandi á nítjándu öld. Lesandinn fær að kynnast fátækt, stöðu kvenna, smitsjúkdómum, lífinu á landsbyggðinni og ekki síst lífinu í ört stækkandi stórborginni London. Í bókinni eru einnig brot úr heilbrigðissögu Bretlands á nítjándu öld. Lesandinn fær þannig góða mynd af þeim aðstæðum sem Edith Cavell vann við fyrstu árin sem hjúkrunarfræðingur. Edith Cavell fæddist 1865, tveimur árum áður en fest var í lög ókeypis heilbrigðisþjónusta fyrir fátæka. Faðir hennar var sóknarprestur. Hún átti tvær yngri systur sem báðar fóru í hjúkrun. Ein þeirra hét reyndar Florence en faðir þeirra bar mikla virðingu fyrir Florence Nightingale. Hún hafði unnið hetjudáðir sínar í Tyrklandi um það leyti sem Edith fæddist og var á allra vörum þegar telpurnar voru litlar. Edith fór reyndar ekki í hjúkrun fyrr en 1895 þegar hún var 30 ára. Lengst af starfaði hún sem kennslukona á einkaheimili en það var eitt af fáum störfum sem hentuðu ógiftri konu í hennar þjóðfélagsstöðu. Á tímabili var hún kennslukona hjá fjölskyldu í Brussel og það átti eftir að hafa úrslitaáhrif á líf Pancras Infirmary en mörg „sjúkrahús fyrir veikburða“ (e. infirm þýðir veikburða) voru stofnuð eftir að sett voru lög um ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir fátæka. Þannig varð í raun til vinnumarkaður fyrir hjúkrunarfræðinga. Hugmyndir Florence Nightingale um hjúkrunarmenntun náðu fram að ganga og margir hjúkrunarskólar voru settir á stofn. Menntaðar hjúkrunarkonur fengu yfirleitt fljótt yfirmannsstöður. Edith sótti um margar lausar stöður en hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir víðtæka reynslu og góða umsögn frá fyrri vinnustöðum. Þar skipti máli hversu seint hún fór í hjúkrun en margar yngri konur höfðu talsvert lengri reynslu en hún af hjúkrunarstörfum. Loksins kom gott tilboð en úr óvæntri átt. Antoine Depage, vel metinn skurðlæknir í Brussel, bauð henni að koma og setja á laggirnar hjúkrunarskóla að enskri fyrirmynd. Hann hafði heyrt hennar getið hjá fjölskyldunni sem hún hafði áður unnið hjá sem kennslukona. Edith talaði reiprennandi frönsku en það var algjör forsenda fyrir starfinu. Hér fékk hún tækifæi til að skipuleggja skóla alveg frá grunni. Edith tók til starfa í september 1907 en þá var húsnæði skólans ekki enn tilbúið. Hún reyndist hins vegar rétta konan í starfið og skólinn varð fljótlega starfhæfur og meira en það. Á ráðstefnu Alþjóðaráðs hjúkrunar­ fræðinga 1912 var talað mjög vel um skólann sem Edith stýrði. Hann hafði „slegið algjörlega í gegn“ að sögn forsvarsmanna og sífellt fleiri spurðu eftir hjúkrunarfræðingum frá skólanum. Á mynd frá 1913 má telja 36 hjúkrunarfræðinga og nema og var BÓKARKYNNING SKOTIN Í DAGRENNINGU hennar síðar. Kennslukonustarfið var hins vegar blindgata því eftir þrítugt voru konur álitnar of gamlar í það starf. Edith þekkti vel til hjúkrunarstarfsins og hugsaði að mörgu leyti á svipaðan hátt og Florence Nightingale. Hennar trúarskoðanir og lífsviðhorf höfðu þau áhrif að hún gat vel hugsað sér hið sjálfsafneitandi en göfuga líf hjúkrunarkonunnar. Hjúkrunarstarfið var nú orðið viðurkennt og virðingarvert en fyrr á öldinni var það álitið starf fyrir fátækar og drykkfelldar konur og hjúkrunarkonur voru nánast í flokki með vændiskonum. Edith vann fyrst í sjö mánuði sem aðstoðar­ hjúkrunarkona á sóttvarnar spítala í Suður­London en hlaut svo sína þjálfun á Royal London Hospital. Þetta var mjög virt stofnun sem Florence Nightingale hafði tekið þátt í að skipuleggja. Eftir það vann Edith meðal annars á St. Edith Cavell. Höfundur: Diana Souhami. Útgefandi: Quercus, London 2011. ISBN: 978-1-84916-361-3. Bókin er 478 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.