Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 39 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER skiptist kostnaður vegna meðhöndlunar sykursýki í Bandaríkjunum og Evrópu þannig: mestur kostnaður eða 44% er vegna innlagna fólks með sykursýki á sjúkrahús, meðhöndlun á göngudeildum tekur 22% en 19% fara í lyf og annað sem tengist meðhöndlun sykursýkinnar og 15% af kostnaði er vegna hjúkrunar (International Diabetes Federation (IDF), 2009). Innlagnir á sjúkrahús eru oft tilkomnar vegna ójafnvægis í blóðsykri sem bæta má úr með góðri sjálfsumönnun og meðferð. Talið er að fræðsla og stuðningur við fólk með sykursýki dragi úr innlögnum á sjúkrahús (Boren o.fl., 2009) og þar er þátttaka hjúkrunarfræðinga mikilvæg. Gert var kerfisbundið yfirlit um árangur fræðslu með tilliti til kostnaðar við meðferð við sykursýki. Metnar voru 26 rannsóknir þar sem reiknaðar voru mismunandi hliðar kostnaðar við fræðsluna. En 18 rannsóknir renndu stoðum undir að fræðsla drægi úr kostnaði við meðferð sykursýkinnar og greiddi jafnframt það sem fræðslan kostaði (Boren o.fl., 2009). Settar hafa verið fram klínískar leiðbeiningar um innihald fræðslu fyrir fólk með sykursýki. Þar kemur fram að fólk með sykursýki þarf bæði að hafa þekkingu og líkamlega hæfni til að geta séð um meðhöndlun sjúkdómsins. Einnig er talið að fræðslan örvi fólk með sykursýki til að viðhalda viljakrafti sínum til að hugsa um sjúkdóminn dag eftir dag, jafnvel árum saman (Funnell o.fl., 2011; National Institute for Health and Clinical Excellence (NICE), 2008). Klínískar leiðbeiningar tiltaka að fræðsla beri mestan árangur ef hún er veitt í teymi, teymið vinni allt að sama markmiði og fræðslan sé vel skipulögð (Funnell o.fl., 2011). Í teymisvinnunni eru hjúkrunarfræðingar mikilvægir meðferðaraðilar. Flest fólk með sykursýki þarf ævilangan stuðning og fræðslu til að ráða við daglega sjálfsumönnun. Innihald fræðslunnar þarf að vera byggt á nýjustu þekkingu og fræðslan þarf að vera sett upp þannig að hinn sykursjúki og fjölskylda hans taki virkan þátt í fræðslunni. Einnig er mikilvægt að fræðslan sé veitt á þann hátt að hún auki ekki aðeins þekkingu heldur hvetji til upplýstrar ákvörðunar um að breyta hegðun og auki hæfni til sjálfsumönnunar (Funnell o.fl., 2011; Sigurdardottir o.fl., 2009). Þekking Þekking á atriðum tengdum sykursýki er talin mikilvæg og í raun forsenda þess að geta hugsað um sjúkdóminn og meðferð hans. Gildir það bæði um sykursýki af tegund 1 (Coates, 1999) og tegund 2 (Norris o.fl., 2002). Ef fólk með sykursýki fær fræðslu virðist þekking almennt aukast. Í slembistýrðri tilraunarannsókn með langtímasniði (Trento o.fl., 2002) kom í ljós að þekking á sykursýki jókst marktækt við kennslu og áhrifin voru enn til staðar eftir 4 ár hjá meðferðarhóp (n=56) og langtímasykurgildið hélst marktækt lægra en hjá þeim sem fengu ekki fræðslu. Fram kom tölfræðilega marktækur munur milli meðferðar­ og samanburðarhópa (n=56) á þekkingu. Langtímasykurgildi samanburðarhópsins hækkaði milli ára en þekkingin hélst óbreytt. Ekki hefur tekist að sýna fram á að aukin þekking á sykursýkinni og meðferð hennar hafi beina fylgni við langtímasykurgildið eða við lífsstílsbreytingar (Norris o.fl., 2002; Sigurdardottir o.fl., 2009), en aukin þekking virðist bæta aðlögun að lífi með sykursýki (Anderson o.fl., 2000). Talið er að aðlögun að lífi með sykursýki tengist sjálfseflingu. Sjálfsefling Sjálfsefling er talin mikilvæg meðal fólks með langvinna sjúkdóma eins og sykursýki. Með aukinni sjálfseflingu á fólk að geta notað innri styrk sinn til að læra að kljást við sjúkdóminn og læra að taka upplýsta ákvörðun um eigin meðferð (Anderson og Funnell, 2000). Hlutverk heilbrigðisstarfsfólks er að veita fræðslu og stuðning svo fólk með sykursýki hafi þekkingu, hæfni, áhöld og lyf til að taka upplýsta ákvörðun og útfæra hana. Í klínískum leiðbeiningum er lögð áhersla á að fræðsla fyrir fólk með sykursýki byggist á hugmyndafræði sjálfseflingar (Funnnell o.fl., 2011; NICE, 2008). Samantektargrein Chen og Li (2009) staðfestir að þegar fræðslan er byggð á hugmyndafræði sjálfseflingar lækkar langtímasykurgildið marktækt. Það er samhljóða niðurstöðum rannsóknar Deakin o.fl. (2006) meðal fólks með sykursýki af tegund 2 sem sýndi að þátttaka (n=149) í eflandi fræðslumeðferð jók sjálfseflingu, bætti langtímasykurgildi og mataræði og lækkaði líkamsþyngdarstuðul. Fram kom tölfræðilega marktækur munur milli meðferðar­ og samanburðarhópa (n=157) á þessum atriðum. Talið er að aukin sjálfsefling dragi úr streitu og andlegri vanlíðan. Streita Mikið hefur verið skrifað um þunglyndi og streitu í sambandi við sykursýki, og rannsóknir hafa sýnt að fólk með sykursýki er haldið meiri streitu en fólk án sjúkdómsins (De Groot o.fl., 2001). Einkenni þunglyndis eru framtaksleysi, og minnkuð orka og hvatning til að fást við sjúkdóminn. Þunglyndi og streita varir oft lengur en 6 mánuði hjá fólki með sykursýki (Pibernik­Okanovic o.fl., 2008). Fólk með sykursýki af tegund 2, sem meðhöndlað er með insúlíni, finnur fyrir meiri streitu en aðrir með tegund 2 (Aikens o.fl., 2009; Delahanty o.fl., 2007). Breytur eins og lægri aldur og minni menntun og það að búa einn tengjast meiri streitu (Polonsky o.fl., 1995; Snoek o.fl., 2000). Konur finna fyrir meiri streitu og þunglyndi en karlmenn (Hermanns o.fl., 2006; Snoek o.fl., 2000). Kerfisbundin yfirlit hafa staðfest að fólk með sykursýki, sem þjáist af þunglyndi eða streitu, er með hærra langtímasykurgildi en fólk án þessara einkenna (Aikens o.fl., 2009; Lustman o.fl., 2000). Tengsl líffræðilegra þátta og langtímasykurgildis Rannsóknir á tengslum líffræðilegra þátta, svo sem aldurs, kyns, líkamsþyngdarstuðuls og hvað sjúkdómurinn hefur staðið lengi, við langtímasykurgildið gefa mismunandi niðurstöður. Langtímasykurgildið er mæling í blóði sem sýnir hve hátt hlutfall (%) af blóðrauða er bundið sykri. Þeir einstaklingar með sykursýki af tegund 2, sem nota insúlín, eru með hærra langtímasykurgildi, hærri líkamsþyngdarstuðul og lengri sjúkdómssögu en aðrir einstaklingar með sykursýki af tegund 2 (Delahanty o.fl., 2007). Hins vegar sýndi rannsókn Nichols og félaga (2000) að þeir sem voru yngri, með lægri líkamsþyngdarstuðul og karlmenn höfðu hærra langtímasykurgildi. Meðal fólks með sykursýki af tegund 1 hefur komið í ljós að þeir sem búa einir hafa iðulega hærra langtímasykurgildi (Toljamo og Hentinen, 2001) en meiri menntun og hærri tekjur sýna fylgni við lægra langtímasykurgildi (Zigbor o.fl., 2000).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.