Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 47 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER INNGANGUR Skipulag og forgangsröðun í hjúkrun skiptir sköpum fyrir árangur meðferðar, líðan starfsfólks og afdrif sjúklinga á sjúkrahúsum (Aiken o.fl., 2008; Institute of Medicine (IOM), 2001, 2011; Needleman o.fl., 2002; Potter o.fl., 2003; Tourangeau o.fl., 2006). Umfangsmiklar breytingar og niðurskurður í heilbrigðisþjónustunni um þessar mundir hafa í för með sér að mannafli og fjármunir eru af skornum skammti og því nauðsynlegt að leita allra leiða til að nýta þær auðlindir sem best. Mikilvægt er að skipulag mönnunar og verkaskipting í hjúkrun byggist á bestu þekkingu á hverjum tíma svo að tryggja megi að þekking og færni hvers starfsmanns hafi virðisaukandi áhrif og stuðli að öryggi sjúklinga og starfsfólks (Storfjell o.fl., 2009; Upenieks o.fl., 2007, 2008). Í nýútkominni bók Institute of Medicine (2011) um framtíð hjúkrunar eru færð gild rök fyrir þörf á umtalsverðum breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar, einkum með hliðsjón af skipulagi og viðfangsefnum hjúkrunarfræðinga, verkaskiptingu heilbrigðisstétta og forystu og menntun hjúkrunarfræðinga. Hér á landi hafa rannsóknir á vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða varpað ljósi á aukið álag á starfsfólk í hjúkrun þar sem þættir í vinnuumhverfinu, sem ekki lúta beint að umönnun sjúklinga, hafa áhrif (Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir, 2011; Margrét Sigmundsdóttir, 2010; Sveinfríður Sigurpálsdóttir, 2010). Jafnframt hafa rannsóknir hér á landi staðfest mikilvægi góðra samskipta og styðjandi stjórnunar fyrir öryggi og velferð sjúklinga og starfsfólks (Gunnarsdóttir o.fl., 2009). Nýjar rannsóknir sýna einnig að verkaskipting milli hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða mætti taka betur mið af þekkingu og færni hvers starfsmanns (Alda Ásgeirsdóttir og Helga Bragadóttir, 2011; Kærnested og Bragadóttir (í prentun); Storfjell o.fl., 2009). Hins vegar hafa fáar rannsóknir verið birtar sem lýsa vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með tilliti til vægis viðfangsefna hjá hvorum hópi fyrir sig og hvað hefur helst áhrif á vinnuna. Tilgangur rannsóknarinnar, sem gerð er grein fyrir hér, var að varpa ljósi á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og hvaða þættir hafa áhrif á vinnuna á bráðalegudeildum. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á eðli og áhrifaþáttum vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til að bæta vinnuumhverfi og auka öryggi sjúklinga og starfsfólks. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Hvernig er vinnutíma hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða varið í tengslum við sameiginleg viðfangsefni í hjúkrun? 2. Hvaða þættir í nánasta vinnuumhverfi hafa áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða? Bakgrunnur Um margra ára skeið hefur verið vaxandi þörf fyrir hjúkrunar­ fræðinga og sjúkraliða í heilbrigðisþjónustunni, bæði hér á landi og erlendis (International Council of Nurses, 2006, 2007; World Health Organization, 2006). Í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi haustið 2008 varð hins vegar skyndilegur viðsnúningur á þessum málum og verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir starfskröftum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða þrátt fyrir viðvarandi þörf skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar fyrir þjónustu þeirra. Núverandi aðstæður hér á landi enduróma því ákall Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) sem hefur ítrekað bent aðildarlöndum sínum á mikilvægi þess að leita leiða til að nýta til fullnustu þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga hvers lands. Jafnframt bendir ráðið á að endurskipulagning verkferla og endurskoðun verkefna hjúkrunarfræðinga geti leitt til meiri árangurs af vinnu þeirra þar sem þekking og færni nýtist betur (International Council of Nurses, 2007). Nýtt gagnreynt yfirlit um framtíðaráherslur í hjúkrun er í takt við áherslur Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga og ítrekar mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisyfirvöld rýni markvisst í verkaskiptingu heilbrigðisstarfsfólks með fagmennsku, öryggi og hagræði að leiðarljósi (Institute of Medicine, 2011). Þessi viðleitni er ekki ný af nálinni. Í fyrri rannsóknum hefur verið leitast við að greina hvernig vinnutíma hjúkrunarfræðinga er varið með það að markmiði að finna leiðir til enn betri nýtingar. Þær rannsóknir hafa þó fyrst og fremst greint þau verk eða tegund vinnu sem hjúkrunarfræðingar sinna án þess að varpa ljósi á eðli vinnunnar eða hvað hefur áhrif á hana (Gran­Moravec og Huges, 2005; Neatherlin og Prater, 2003; Sherubel og Minnick, 1994). Upp úr síðustu aldamótum fóru fræðimenn að veita eðli vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða meiri athygli. Niðurstöður þeirra rannsókna staðfestu að vinna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða krefst mikillar þekkingar og færni, bæði vitsmunalega og líkamlega, til dæmis vegna þess að athygli er beint að fjölda verkefna samtímis og farið er títt úr einum stað á annan á meðan á vinnunni stendur. Nýjar rannsóknir staðfesta að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna mörgum og flóknum viðfangsefnum samtímis (Allen, 2007; Kalisch og Aebersold, 2010; Katrín Blöndal o.fl., 2010). Í rannsókn Potter o.fl. (2005) kom fram að hjúkrunarfræðingar fara að jafnaði á milli staða 13 sinnum á klukkustund. Niðurskurður og takmarkaður mannafli eykur enn líkur á töfum af þessum toga sem geta haft í för með sér alvarleg mistök (Jones og Treiber, 2010; Kalisch, 2006; McGillis Hall o.fl., 2010; Westbrook o.fl., 2010). Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar þurfa títt að beina athyglinni að nýjum viðfangsefnum og hafa niðurstöður erlendra rannsókna bent til þess að athyglinni sé beint að einhverju nýju á allt að mínútu fresti að meðaltali og vinnan oft rofin vegna ytri áhrifaþátta sem leiða til truflana eða tafa (Brixey o.fl., 2008; Cornell o.fl., 2010; Potter o.fl., 2004, 2005; Redding og Robinson, 2009; Tucker og Spear, 2006). Vinna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er margbrotin, þeir sinna fjölda sjúklinga samtímis þar sem hjúkrun hvers sjúklings er margskipt, hjúkrun fleiri sjúklinga er samfléttuð, um fjölverkavinnslu er oft að ræða og sífelld endurforgangsröðun verkefna á sér stað (Cornell o.fl., 2010; Potter o.fl., 2005; Tucker, 2004; Tucker og Spear, 2006). Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar verða oft fyrir truflunum og töfum í vinnu sinni og standa gjarnan frammi fyrir kerfisvillum, svo sem skorti á birgðum eða biluðum tækjum (Brixey o.fl., 2008; Elganzouri o.fl., 2009; Potter o.fl., 2004, 2005; Redding og Robinson, 2009; Tucker og Spear, 2006). Fyrri rannsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.