Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201248 benda til þess að slíkar tafir eigi sér stað allt að 2­6,3 sinnum á klukkustund að meðaltali (Kalisch og Aebersold, 2010; Potter o.fl., 2004, 2005; Tucker og Spear, 2006; Wolf o.fl., 2006). Ný rannsókn frá Ástralíu sýnir að samband er milli truflana og lyfjamistaka hjúkrunarfræðinga þar sem alvarleiki mistaka jókst eftir því sem truflanir voru fleiri (Westbrook o.fl., 2010). Truflanir og tafir ógna ekki eingöngu öryggi sjúklinga heldur auka kostnað heilbrigðisþjónustunnar, draga úr virði vinnunnar og auka vinnuálag. Tucker (2004) gerði tilraun til að meta kostnað vegna truflana og kerfisvilla sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar urðu fyrir á bráðalegudeildum í Bandaríkjunum. Hún flokkaði truflanir og kerfisvillur eftir því hve afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar og hve langan tíma þær stóðu. Niðurstöður hennar benda til þess að spara megi verulegar fjárhæðir með því að draga úr truflunum og kerfisvillum í vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Hins vegar bendir hún á að það sé oft ekki í valdi hjúkrunarfræðinga að hafa áhrif á rót vandans þar sem hún liggur oft utan deildar eða utan valdsviðs hjúkrunar. Í nýlegum rannsóknum á vinnu hjúkrunarfræðinga er leitast við að meta virði þeirrar vinnu sem sinnt er og þess sem hjúkrunarfræðingar verja vinnutíma sínum í (Storfjell o.fl., 2009; Upenieks o.fl., 2007, 2008). Í því sambandi er talað um virðisaukandi vinnu og vinnu sem er ekki virðisaukandi eða sóun. Virðisaukandi vinna er sú vinna sem leiðir til betri árangurs fyrir sjúklinga sé henni sinnt af þeim starfsmanni sem best er til þess fallinn. Niðurstöður rannsóknar Storfjell o.fl. (2009) á 19 deildum á 3 sjúkrahúsum í Bandaríkjunum um vinnu starfsmanna hjúkrunar benti til þess að of mikill tími hjúkrunarfræðinga færi í vinnu sem ekki er virðisaukandi, svo sem umsýslu ýmiss konar, og of litlum tíma væri varið til virðisaukandi vinnu, svo sem kennslu sjúklinga og stuðning við þá og fjölskyldur þeirra. Hins vegar bentu niðurstöður Upenieks o.fl. (2007, 2008), einnig frá Bandaríkjunum, til þess að stærstur hluti vinnu hjúkrunarfræðinga væri virðisaukandi. Dæmi um verkefni í vinnu hjúkrunarfræðinga, sem ekki eru virðisaukandi samkvæmt rannsóknum Upenieks og félaga, var leit að tækjum og samstarfsfólki, auk þess að lenda í bið. Árangursrík teymisvinna og rétt úthlutun verkefna eru þekktir áhrifaþættir í heilbrigðu vinnuumhverfi hjúkrunar og árangri sjúklinga. Þar sem samskipti eru góð milli samstarfsfólks og traust ríkir er teymisvinnan árangursríkari og það tengist síðan betri árangri sjúklinga (Kalisch, 2006; Kalisch og Aebersold, 2010). Innlendar og erlendar rannsóknir benda til þess að vilji hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sé til þess að allir fái verkefni við hæfi þannig að þekking og færni hvers starfsmanns nýtist sem best. Skortur á færni hjúkrunarfræðinga í úthlutun verkefna og skortur á samskiptafærni samstarfsfólks í hjúkrun komi hins vegar í veg fyrir kjörnýtingu mannaflans (Kærnested og Bragadóttir, í prentun; Gran­Moravec og Hughes, 2005; Potter o.fl., 2010; Spilsbury og Meyer, 2004). Kenningalegur bakgrunnur Fjölmargt hefur áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, bæði á vettvangi vinnunnar og í ytra umhverfi hennar. Kanadísk hjúkrunarsamtök hafa sett fram líkan sem byggist á gagnreyndri þekkingu um áhrifaþætti í starfi hjúkrunarfræðinga og lýst er með þremur hringjum, hverjum inni í öðrum (Registered Nurses’ Association Ontario, 2010). Samkvæmt líkaninu nær fyrsti flokkur áhrifaþátta til ytri þátta, svo sem laga, reglna og stefnu sem móta störfin og skapa faglegan og lagalegan ramma. Annar flokkurinn nær til áhrifaþátta á vettvangi vinnunnar, til dæmis umhverfis, skipulags og hönnunar ásamt samskiptum, stjórnun, upplýsingaflæði og aðgengi að bjargráðum. Í þriðja flokki áhrifaþátta er þekking, færni og viðhorf starfsfólks sem ráða miklu um hvernig til tekst með hjúkrunina. Þessir þrír flokkar áhrifaþátta, þ.e. ytri þættir, skipulag og samskipti, og fagleg færni starfsfólks, hafa afgerandi áhrif á vinnulag hjúkrunarfræðinga og árangur af vinnu þeirra. Rannsóknin, sem hér um ræðir, fjallar um vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og áhrifaþætti í umhverfi þeirra á viðkomandi deild, þ.e. það sem er í öðrum flokki áhrifaþátta. Þó sjónum hér sé beint að vinnunni sjálfri og umhverfi á deild er jafnframt mikilvægt að hafa í huga ytri áhrifaþætti vinnunnar, til dæmis lög um heilbrigðisþjónustu sem og þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem starfa á bráðalegudeildum Landspítala. AÐFERÐ Um lýsandi rannsókn var að ræða. Verkefnið er þverfræðilegt þar sem fara saman verkfræðileg og hjúkrunarfræðileg hugmyndafræði og aðferðir. Notuð var blönduð aðferð (mixed methods) og megindlegum og eigindlegum gögnum var safnað með athugunum og viðtölum. Gerðar voru vettvangsathuganir á fjórum legudeildum Landspítala á lyflækningasviði I og skurðlækningasviði á átta tíma morgun­ og kvöldvöktum í miðri viku og um helgar í maí og júní 2008. Á öllum deildunum var hlutfall hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða þannig að um 60% mannaflans voru hjúkrunarfræðingar og um 40% sjúkraliðar. Rúmafjöldi deildanna var 15­21 rúm og form hjúkrunar mismunandi. Deildirnar voru valdar af hjúkrunarstjórnendum sjúkrahússins sem gæðadeildir þar sem mönnun var góð og jafnvægi í starfsemi deilda. Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru allir reyndir hjúkrunarfræðingar (n=8) og sjúkraliðar (n=10) með að minnsta kosti þriggja ára reynslu af störfum á deildinni eða sambærilegri deild, í 50% vinnu eða meira og töluðu íslensku. Að fengnu leyfi siðanefndar stjórnsýslurannsókna Landspítala (10/2008), samþykki sviðsstjóra og deildarstjóra og eftir tilkynningu til Persónuverndar (S3838/2008) voru þátttakendur valdir af handahófi úr hópi þeirra sem uppfylltu valviðmið rannsóknarinnar. Fengið var skriflegt upplýst samþykki frá þátttakendum. Gagnasöfnun Niðurstöðurnar, sem hér eru kynntar, byggjast á gögnum af 8 vöktum hjúkrunarfræðinga og 10 vöktum sjúkraliða og eru gögn, sem safnað var á hverri vakt, skilgreind sem gögn um einn þátttakanda. Megindlegum gögnum var safnað í gagnagrunn með mælitæki í handtölvu. Gagnasöfnun fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.