Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201216 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is MÖRG HUNDRUÐ KÍLÓMETRAR Í VINNUNA Sædís Bjarnadóttir lauk hjúkrunarnámi frá Háskólanum á Akureyri í júní 2011. Á Akureyri er hins vegar enga vinnu að hafa og sækir hún því vinnu á Landspítalann í Reykjavík. Talsvert hefur verið skorið niður í heilbrigðisþjónustunni undanfarin ár og víða á landsbyggðinni er nú nánast útilokað að fá vinnu sem hjúkrunarfræðingur. Líklega á ástandið eftir að versna því gert er ráð fyrir frekari skerðingu á mörgum stöðum, til dæmis á Húsavík og á Sauðárkróki. Ein af þeim sem hefur ekki fengið vinnu í heimabyggð er Sædís Björnsdóttir á Akureyri. Sædís segir að henni hafi fundist það algjör synd að hafa eytt fjórum árum í nám sem hana hefur alltaf langað til stunda og þurfa svo að finna sér aðra vinnu á Akureyri. Því er hún tilbúin til þess að leggja talsvert á sig til þess að geta unnið við hjúkrun. Henni bauðst vinna á gjörgæsludeildinni í Fossvogi og þarf því að ferðast mörg hundruð kílómetra til þess að komast í vinnu. Hún fer þó ekki heim til Akureyrar eftir hverja vakt heldur vinnur hún í lotum og fær svo frí á milli. Það er eins gott því fyrir utan tímann, sem það tekur að ferðast á milli, kostar eldsneytið sitt. Hins vegar þarf hún að leigja sér herbergi í Reykjavík og það er ekki ódýrt. „Ég hafði mikið hlakkað til að fá útborgað sem hjúkrunarfræðingur og fékk því áfall þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn frá Landspítalanum,“ segir Sædís. „Hérna fara allir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar á sömu laun en ég vann í sumar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og var þar komin á hærri laun.“ Sædís vann sem sjúkraliði á gjörgæsludeildinni á Akureyri áður en hún fór í hjúkrun og hélt hún að það starf myndi teljast henni til tekna en svo varð ekki. Samkvæmt kjarasamningi er það bara reynsla sem hjúkrunarfræðingur sem skiptir máli. Nú er hún komin með námslán í þokkabót. Samt ákvað hún að vinna sem hjúkrunarfræðingur frekar en að leita sér að annarri vinnu. Það er því ljóst að löngun hennar til þess að stunda hjúkrun er mikil. Hún segist alltaf hafa átt sér þann draum að ljúka stúdentsprófi og fara í háskólanám. „Það hefur blundað í mér lengi að fara í hjúkrun en það var lengi vel fjarlægur draumur,“ segir hún. Þó að Sædís sé nýútskrifuð er hún engin ungmey heldur orðin 44 ára og á stóra fjölskyldu á Akureyri. Þegar hún fer suður segir hún bless við mann, fjögur börn og eitt barnabarn. Því er ekki á dagskrá að flytjast suður. „Mig langar að halda áfram að vinna hérna,“ segir Sædís. „Hér er frábært að vinna og ég mun aldrei sjá eftir því að hafa unnið hér. Annars er þetta mjög stór vinnustaður og aðlögunartíminn er langur. Ég er bara rétt að byrja að átta mig á deildinni. En eins og þetta er núna er kostnaðurinn það mikill að þetta borgar sig ekki fyrir mig. Ég fæ að sjálfsögðu reynslu og hún skiptir sköpum en það er víst ekki hægt að borga reikninga með henni. Ég veit ekki hversu lengi ég held þetta út.“ Hún ætlar þó að halda áfram að vinna á deildinni í bili og er nú að skoða hvernig hún getur komist á milli án þess að taka bílinn af fjölskyldunni. Flugið er dýrt og rútan einnig. Að auki tekur það allt of langan tíma að taka rútuna. „Hún er 8­9 klukkutíma á leiðinni og stoppar alls staðar þannig að það er ekkert grín,“ segir Sædís. Sædís hefur sína eigin vinnuskýrslu og tekur yfirleitt átta vaktir á sjö dögum. Síðasta vaktin er oft næturvakt. „Ég legg mig eftir vaktina en keyri svo heim þegar ég hef hvílst,“ segir hún. Henni finnst erfitt að vera frá fjölskyldunni. „Yngstu stelpunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.