Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 21
Rudolf Adolfsson, radolfss@landspitali.is
Ljósmyndahornið
MYNDUPPBYGGING SKIPTIR SKÖPUM
Á meðal hjúkrunarfræðinga leynast margir áhugaljósmyndarar. Einn þeirra er
Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunar fræðingur í áfallahjálparteymi Land spítalans.
Nýlega eignaðist hann hreyfi myndavél og leikur sér mikið við að búa til
myndskeið. Hann er þó ekki hættur að taka ljósmyndir eins og kemur fram
hér fyrir neðan.
Það er minnsta málið að smella af
myndum á stafrænar myndavélar sem
eru nánast í hvers manns eigu núorðið.
En mynduppbygging skiptir sköpum í
sambandi við hvort mynd er vel heppnuð
eða ekki.
Sem ljósmyndari hef ég alltaf lagt mikið
upp úr því að bakgrunnurinn sé í jafnvægi
við viðfangsefnið og á fyrri myndinni á
það einnig við um forgrunninn. Hún er
tekin í Landmannalaugum.
Ég hef í gegnum árin talið mig bestan
í að ljósmynda einstaklinga eða hópa.
Aðalatriðið þar er að viðfangsefnið treysti
ljósmyndaranum. Eins og sést í augum
Sigrúnar Meng, vinkonu minnar, er
traustið ekki fullkomlega til staðar – og
einmitt það gefur myndinni sérstakt gildi
að mínu mati.
Myndavélin, sem ég nota, er Nikon D80
og uppáhaldslinsan er Sigma DC 18200
mm. Fyrri myndin er tekin á ISO 200, 18
mm, f. 9 og hraðinn 1/320 en sú seinni
er ISO 400, 200 mm, f. 5,6, og hraðinn
1/60 úr sekúndu.