Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201246 Um höfunda: Dr. Sigrún Gunnarsdóttir er lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Dr. Helga Bragadóttir er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun við HÍ og Landspítala. About the authors: Dr. Sigrún Gunnarsdóttir is assistant professor at the University of Iceland Faculty of Nursing. Dr. Helga Bragadóttir is associate professor at the University of Iceland Faculty of Nursing and chair of research and development, nursing administration, at the University of Iceland and Landspitali University Hospital. Hagsmunatengsl: Eftirtaldir aðilar styrktu verkefnið: Vísindasjóður Landspítala, B-hluti vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, rannsóknasjóður Háskóla Íslands, starfsþróunarsjóður Sjúkraliðafélags Íslands og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Conflicts of interest: None, although it is reported that five research funds supported the research project. Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Landspítala ÞÆTTIR SEM HAFA ÁHRIF Á VINNU HJÚKRUNARFRÆÐINGA OG SJÚKRALIÐA Á BRÁÐALEGUDEILDUM ÚTDRÁTTUR Skipulag, upplýsingaflæði, samskipti, forgangsröðun og verkaskipting skipta sköpum fyrir árangur meðferðar og afdrif sjúklinga á sjúkrahúsum. Vinna í hjúkrun er margslungin og mótast af þörfum sjúklinga á hverri stund. Öryggi þjónustunnar byggist á faglegri þekkingu og færni, góðum samskiptum og árangursríkri samvinnu. Áríðandi er að tryggja bestu nýtingu tiltækra úrræða og að þekking og færni hvers og eins nýtist sem best fyrir meðferð sjúklinga. Rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar verða oft fyrir truflunum og töfum í vinnu sinni og standa gjarnan frammi fyrir kerfisvillum, svo sem skorti á upplýsingum, birgðum og nauðsynlegum búnaði. Enn skortir þó nánari þekkingu á umfangi truflana af þessum toga og eðli þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og hvaða þættir hafa áhrif á vinnunna á bráðalegudeildum. Gagna var aflað með blandaðri aðferð þar sem megindlegum gögnum var safnað í gagnagrunn handtölvu og eigindlegum gögnum safnað hjá athugendum og þátttakendum. Gögnum var safnað um vinnuna, áhrifaþætti hennar, hreyfingar og tíma. Hjúkrunarfræðingarnir vörðu mestum hluta vinnutíma síns í óbeina umönnun sjúklinga á deildinni og sjúkraliðar í beina umönnun. Vinna þátttakenda einkenndist af fjölverkavinnslu, tíðum truflunum og rofum og hreyfingu á milli staða á deildinni. Þátttakendur sinntu gjarnan vinnu sem þeir telja almennt að krefjist ekki fagkunnáttu þeirra, svo sem að svara í síma, búa upp rúm og þrífa. Sé litið til niðurstaðna þessarar rannsóknar í ljósi fyrri rannsókna um tengsl álags, rofa og öryggis þjónustunnar er mikilvægt fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar að rýna vel í skipulag, verkferla, verkaskiptingu, samskipti og allt efnislegt umhverfi. Mikilvægt er að finna leiðir til úrbóta í skipulagi og stjórnun hjúkrunar en jafnframt er mikilvægt að styðja starfsfólk til að skoða viðhorf og verklag til að tryggja sem besta nýtingu á þekkingu og hæfni hvers og eins, sjúklingum og starfsfólki til hagsbóta. ENGLISH SUMMARY Gunnarsdottir, S., Bragadottir, H. The Icelandic Journal of Nursing (2012), 88 (1), 46-56 FACTORS INFLUENCING THE WORK OF REGISTERED NURSES AND PRACTICAL NURSES IN ACUTE INPATIENT UNITS Organization, information, communication, prioritization and task delegation are important factors for successful health care services and the wellbeing of hospital patients. Nursing is complex and based on patients´ needs. The safety of the services builds on professional knowledge, expertise, skilled communication and effective decision making. It is important to ensure optimal use of resources, knowledge and skills of each member of the nursing team in order to provide the best possible patient care. Former studies show that during their work registered nurses (RNs) and practical nurses (PNs) frequently encounter interruptions and systems failures such as lack of information, equipment and material resources. There is still a gap in the literature about the scope and nature of the problem. The aim of this study was to increase knowledge about influencing factors on nursing work in acute inpatient units. Mixed methods were used for data collection where quantitative data were collected by structured computerized measures on hand held computers and qualitative field notes and interviews with participants were recorded on digital recorders. Data were collected on work, influencing factors, movements and time. RNs time was mostly spent on indirect patient care and PNs time was mostly spent on direct patient care. The work of RNs and PNs was characterized by multitasking, frequent interruptions and disruptions, and moves from one location to another within the unit. Participants frequently undertook work which they have identified as not requiring their professional knowledge such as answering the telephone, bed making, and cleaning. In light of these and previous findings on the link between interruptions and patient safety it is important for clinicians and leaders in nursing to re­evaluate organization of work in nursing, workflow, delegation, collaboration and the whole physical environment. It is important to improve organization and management of work in nursing and furthermore it is important to support nursing staff to reflect on attitudes and self­management to optimize use of professional skills and resources for the good of staff and patients. Correspondance: sigrungu@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.