Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 17 Sædís á spjalli við sjúkling á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. finnst þetta sérstaklega erfitt. Hún hringir á hverjum degi og spyr hvað það séu margir dagar eftir áður en ég kem heim.“ En þegar vaktalotan er búin fær Sædís gott frí. Sædís vonast til að geta fengið vinnu á Akureyri en sér ekki fram á að það gerist á næstunni. Helst vill hún vera á gjörgæsludeildinni en er tilbúin til að vinna á hvaða deild sem er á spítalanum. „Þar sem ég er nýútskrifuð vil ég fá spítalareynslu og er ekki til í að fara á hjúkrunarheimili eða öldrunarstofnun alveg í bráð. Ég legg þetta á mig að sækja vinnu í Reykjavík til þess að ná mér í reynslu. Það kæmi örugglega betur út fjárhagslega ef ég myndi skrá mig atvinnulausa hér heima en það finnst mér ömurlegur kostur,“ segir hún. Við nánari eftirgrennslan hefur komið í ljós að fleiri hjúkrunarfræðingar búa við svipaðar aðstæður. Hér má lesa sögu nokkurra hjúkrunarfræðinga. Lifir í einni ferðatösku Sædís er ekki ein um að ferðast langa leið í vinnu. Þorsteinn Bjarnason er uppalinn á Siglufirði og langar ekki til þess að flytjast þaðan. Hann var skólahjúkrunarfræðingur í hálfri vinnu og vann einnig í 30% starfi á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Þeirri stöðu var breytt í 25% starf eftir efnahagshrunið en þá tóku allir á sig 5% launaskerðingu. Stuttu seinna var honum ásamt einum öðrum hjúkrunarfræðingi sagt upp stöðunni alfarið. Þar með minnkuðu tekjur Þorsteins um helming því allar álagsgreiðslur hurfu. Hann fór þá að leita sér vinnu. Honum var boðin vinna á Norðfirði og í Vík í Mýrdal og valdi hann staðinn sem er nær heimilinu. Samt eru meira en 400 kílómetrar milli Siglufjarðar og Norðfjarðar. Þorsteinn vinnur nú á sjúkradeild á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og líkar vel. „Þetta er góður vinnustaður og fjölbreytt vinna. Ég fæ að vinna í skorpum, er hér í rúmar tvær vikur og er svo í fríi í 10­12 daga,“ segir Þorsteinn. Hann býr í þeirri íbúð sjúkrahússins sem er laus hverju sinni en fær fyrir óþægindin afslátt af leigunni. „Ég flakka á milli og lifi í einni ferðatösku. Ég er ekki á bíl hér en leyfi konunni og börnunum að hafa bílinn. Því fer ég á milli í rútu, fyrst frá Siglufirði til Akureyrar og svo Akureyri – Egilsstaðir. Frá Egilsstöðum fæ ég far með sendibíl sjúkrahússins, það passar yfirleitt eða þeir reyna að finna fyrir mig far. Þeir eru mjög almennilegir,“ segir hann. „Stundum get ég fengið far hluta leiðar og stundum er ég svo heppinn að fá að ferja bílaleigubíl frá Egilsstöðum til Akureyrar.“ En þessi ferðalög eru ekki ódýr, rútufarið er hátt í tíu þúsund krónur alla leið. Hins vegar stendur ekki til að flytjast frá Siglufirði því þar líður fjölskyldunni vel, eiginkonan hefur þar vinnu og börnin eru í skóla. Um tíma leit út fyrir að starfið hans í Neskaupstað væri í hættu því stjórn spítalans lagði til að sjúkradeildinni og bráðaþjónustunni yrði lokað yfir sumarið. Þorsteinn segir enga glóru í því. „Þá þyrfti að flytja alla bráðasjúklinga langa leið. Eitt sjúkraflug getur kostað 400­500 þúsund og sjúkrabíll 200 þúsund til Akureyrar eða Reykjavíkur. Það er enginn sparnaður í því. Þetta er bráðasjúkrahús Austurlands sem öryggisins vegna má ekki loka.“ Flyst líklega suður Anna Halla Birgisdóttir býr einnig á Siglufirði en hún vinnur hins vegar í Reykjavík. Hún segist hafa verið óánægð með þær breytingar sem gerðar voru á vinnufyrirkomulagi og vinnuhlutfalli í kjölfar bankahrunsins og fannst fram­ kvæmdin einhliða og ófagleg. Þá séu framtíðarhorfur stofnunarinnar óvissar. Hún fór því að leita sér vinnu annars staðar. „Ég vildi starfa áfram við hjúkrun þrátt fyrir litla möguleika á slíku starfi í heimabyggð,“ segir hún. Síðastliðið haust vann hún í tvo mánuði í Bergen í Noregi. Um áramót fékk hún svo vinnu á deild B­5 á Landspítalanum í Fossvogi. Anna Halla er nú í 80 prósent starfi og vinnur í 2­3 vikur með einstaka frídögum inni á milli. Afganginum af vaktafríunum fær hún að þjappa saman þannig að hún getur farið heim til Siglufjarðar. „Ég keyrði fram og til baka í fyrstu lotunni. Flýg frá Akureyri í þessari, maðurinn minn keyrir mig og sækir þangað. Það hefur svo sem ekkert komið upp á á leiðinni en ég frestaði heimferð um einn dag síðast því það var ofsaveður daginn sem ég ætlaði heim,“ segir Anna Halla. Hún gerir ráð fyrir að flytjast til Reykjavíkur en ekkert liggur á. „Fjölskyldan þarf smá­tíma til að gera þetta þannig að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.