Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201212
Þorsteinn Jónsson, thorsj@hi.is
HANDTÆKI Í HJÚKRUN
Sagt er að jólagjöfin í fyrra hafi verið spjaldtölva. Slík tæki geta verið skemmtileg
einkaeign en geta þau nýst í hjúkrunarstarfinu?
Snjallsímar og spjaldtölvur eru vinsæl
tæki núorðið. Vinsældum þeirra eru ekki
tak mörk sett og sífellt fleiri hjúkrunar
fræðingar nota tækin í klínísku starfi
enda notagildi þeirra margþætt. Í þessari
grein verður stiklað á stóru varðandi
notagildi handtækja í hjúkrun (e. personal
digital assistant, PDA). Fjallað verður
um möguleika, kosti og ókosti þess
að styðjast við handtæki í hjúkrun.
Umfjöllunin er á engan hátt tæmandi
enda um víðfemt efni að ræða. Stuðst
verður við orðið „handtæki“ þegar verið er
að vísa í notkun á snjallsímum, lófatölvum
eða spjaldtölvum en það skortir íslenskt
orð yfir enska hugtakið personal digital
assistant.
Sími eða tölva?
Þegar fjallað er um snjallsíma er vísað í
„lófatölvu með síma“ þar sem símtækið
sem slíkt er nánast orðið aukaatriði.
Snjallsímar eru almennt fyrirferðalitlir,
passa vel í vasa en eru um leið öflugar
tölvur með flestum þeim möguleikum
sem venjulegar heimilistölvur búa yfir.
Meginkostur snjallsíma er hve fyrirferðalitlir
þeir eru og þannig er auðvelt að vinna
með þá hvar sem er. Á sama hátt má
segja að smæð snjallsíma sé ókostur því
á litlu tæki er lítill skjár sem erfitt getur
verið að lesa af. Lausn á þessu felst í
spjaldtölvum sem sameina það besta úr
snjallsímum og fullvöxnum heimilistölvum.
Það sem aðgreinir spjaldtölvur einna
helst frá hefðbundnum heimilistölvum
er viðmótið. Stjórnun spjaldtölva fer
fram með fingrum en ekki með mús og
hnöppum líkt og á heimilistölvum. Þá
eru spjaldtölvur með stórum og björtum
skjá og mjög fljótlegt er að ræsa tækið
líkt og snjallsíma. Fjölmargar tegundir
eru til af snjallsímum og spjaldtölvum og
má þar nefna iPhone, Nokia, Sony, iPad