Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 19 (reiknað á sama verðlagi). Komum til sérfræðilækna fjölgaði hins vegar um 65,2% á sama árabili. Á sama tíma og þessi mikla útgjaldaaukning til sérfræðilækna kemur fram hafa hrein útgjöld hins opinbera vegna þjónustu sjúkrastofnana á hvern einstakling aðeins hækkað um 2,6% frá árinu 1998. Síðustu fimm árin hafa þessi gjöld meira að segja lækkað! Útgjöld til sjúkrastofnana hafa haldist tiltölulega stöðug frá 2007 en höfðu þá lækkað frá árunum 2002 og 2003. Útgjöld vegna hjúkrunar­ og endurhæfingarstofnana hafa einnig haldist nokkuð stöðug, en lækkuðu þó á árinu 2010 og er það umhugsunarefni í ljósi fjölgunar aldraðra og aukinnar þjónustuþarfar þeirra. Ansi áhugaverðar staðreyndir koma í ljós þegar hlutfall launa af heilbrigðisútgjöldum hins opinbera er skoðað. Árið 2009 voru laun 50,6% af heildarútgjöldunum og höfðu lækkað úr 53,9% árið 2008. Árið 2009 voru 2.686 hjúkrunarfræðingar starfandi hjá opinberum stofnunum. Heildarlaun þessara hjúkrunarfræðinga voru 34% af heildarlaunum í heilbrigðis­ þjónustu. Starfandi læknar voru 1.190 árið 2009 eða rúmlega helmingi færri en starfandi hjúkrunarfræðingar. Engu að síður var hlutur lækna af heildarlaunum í heilbrigðisþjónustunni hærri en hjúkrunarfræðinga eða 34,6%! Þessar tölulegu upplýsingar varpa ljósi á þróun í heilbrigðis­ þjónustunni sem ég þori að fullyrða að er ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda. Ég hef í öllu falli ekki orðið vör við að stjórnvöld hafi sérstaklega stefnt að auknum einkarekstri sérfræðilækna. Þá sker í augu sá mikli munur sem er á launum hjúkrunarfræðinga og lækna. Spyrja má hvort þessi mikli munur endurspegli mat hins opinbera á virði starfa þessara tveggja stétta? Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Skipting heildarlauna heilbrigðisstarfsfólks 2010. Heimild: Hagtíðindi 2011:6. Læknar/Doctors 34,6%Hjúkrunarfræðingar/Nurses 34,0% Aðrar stéttir í heilbrigðisþjónustunni/ Other health­care personnel 18,7% Sjúkraliðar/Practical nurses 12,7% Lesendur eru hvattir til að skrifa stutta pistla sem gætu hentað undir fyrirsögninni Til umhugsunar. Pistlar þessir koma ekki í staðinn fyrir þankastrikin en í þeim skorar höfundur á þann næsta. Fr ét ta pu nk tu r Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn 24. maí. Allir félagsmenn geta setið fundinn en til þess að fá atkvæðisrétt á fundinum þurfa félags menn að hafa skráð sig með viku fyrirvara. • Ársskýrslur fag- og svæðisdeilda skulu berast sviðstjórum fyrir 29. mars • Ársskýrslur sjóða og nefnda skulu berast stjórn fyrir 26. apríl • Tillögur til lagabreytinga þurfa að berast stjórn fyrir 26. apríl • Málefni, sem óskast tekin fyrir á fundinum, þurfa að berast stjórn fyrir 26. apríl • Félagsmenn fá skriflegt fundarboð í síðasta lagi 10. maí • Fundargögn verða birt á vefsvæði FÍH í síðasta lagi 17. maí • Síðasti skráningardagur til að fá atkvæðisrétt á aðalfundinn er 17. maí • Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn á Grand hóteli 24. maí Athugið að senda þarf inn tillögur til lagabreytinga og óskir um fundarefni undir liðnum önnur mál fyrir 26. apríl. Dagskrá aðalfundar er að mestu ákveðin í lögum félagsins og flestöll fundargögn koma frá stjórn félagsins. Aðalfundur er tækifæri félagsmanna til að hafa áhrif á efni fundarins og þar með starfsemi félagsins. Mikilvægar dagsetningar fyrir aðalfund 2012 Aðalfundurinn tekur heilan dag og alltaf eru góðar veitingar í hádeginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.