Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 15 Í þessari grein hefur mest verið fjallað um notagildi handtækja við upplýsingaöflun en möguleikar þeirra eru töluvert fleiri. Til dæmis er staðsetningartæki innbyggt í sum handtæki og ætti það að auðvelda hjúkrunarfræðingum að hafa uppi á samstarfsfólki sínu. Öflugar stafrænar myndavélar fylgja flestum handtækjum og opnar það á möguleika til að meta sár og fleira hjá sjúklingum. Að auki er hægt að taka upp hreyfimyndir á flestum handtækjum og eykur það enn á notkunarmöguleikana. Til dæmis er hægt að bera mál undir samstarfsfólk og fá ráðgjöf með því að styðjast við upptökur og myndir. Þessu tengjast samskipti í gegnum tölvupóst en þau fara sívaxandi innan heilbrigðiskerfisins. Hraðinn í nútímaheilbrigðisþjónustu er mikill og þarf heilbrigðisstarfsfólk að kunna skil á miklu magni upplýsinga um fjölmarga þætti. Erfitt og tímafrekt getur reynst að ná utan um alla þætti starfsins. Því geta handtæki í hjúkrun létt undir með hjúkrunarfæðingum, fækkað sporum, eflt öryggi sjúklinga og umfram allt veitt hjúkrunarfræðingum meiri tíma við hlið sjúklinganna. Kannski eigum við eftir að sjá alla hjúkrunarfræðinga styðjast við handtæki í klínísku starfi innan fárra ára? Þorsteinn Jónsson er hjúkrunarfræðingur á bráðasviði Landspítala og aðjunkt í bráða­ og gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunarfræðideild HÍ. Heimildir Doran, D.M., Haynes, R.B., Kushniruk, A., Straus, S., Grimshaw, J., Hall, L.M., og Jedras, D. (2010). Supporting evidence­based practice for nurses through information technologies. Worldviews on Evidence-Based Nursing, 7 (1), 4­15. Johansson, P., Petersson, R., og Nilsson, G. (2011). Experience of using a personal digital assistant in nursing practice: A single case study. Journal of Nursing Management, 19, 855­862. Lindquist, A.M., Johansson, P.E., Petersson, G.R.I., Saveman, B.­I., og Nilsson, G.C. (2008). The use of the personal digital assistant (PDA) among personnel and students in health care: A review. Journal of Medical Internet Research, 10 (4). Stroud, S.D. (2009). Personal digital assistant use by nurse practitioners: A descriptive study. Journal of the American Academy of Nurse Practitioners, 21, 31­38. Fyrir um einu ári hófst á Landspítala verkefnið Kynlíf og krabbamein. Markmiðið er að bjóða fólki með krabbamein og aðstandendum þess ókeypis kynlífsráðgjöf og sérhæfða ráðgjöf klínísks kynfræðings. Tilgangurinn er einnig að fræða og þjálfa þá sem lækna og hjúkra krabbameinsgreindum sjúklingum þannig að umræðan um kynlíf og kynheilbrigði verði sjálfsagður þáttur í meðferð sjúklinga. Verkefnið hefur sína eigin vefsíðu og er slóðin kynlifogkrabbamein.is. Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga, er verkefnisstjóri. Starfsmaður verkefnisins er Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, klínískur kynfræðingur. Jóna Ingibjörg hefur margra ára reynslu af kennslu, ráðgjöf og rannsóknum innan kynfræða enda afar vel menntuð í þessum efnum. Jóna Ingibjörg rekur einnig ráðgjafarstofu og er konan bak við borðspilið Kynstrin öll. Á læknadögum í janúar sl. var mikið talað um kynlíf í sambandi við veikindi og var Jóna Ingibjörg í hópi fyrirlesara Vefsíðan er hluti af verkefninu og Jóna Ingibjörg reynir að birta fréttir eða annað efni vikulega. Hennar ósk er að vefurinn verði hluti af úrræðum sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Þeir geti þar fengið hugmyndir og fræðslu í sambandi við kynlíf og krabbamein. Áhugaverðar vefsíður Kynlíf og krabbamein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.