Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Side 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201236
Jón Aðalbjörn Jónsson, jon@hjukrun.is
„2010/32 - 11.05.2013“
Í þessari talnarunu felast úrræði til varnar lífi þínu!
Tilskipun ESB 2010/32 tók gildi 10. maí 2010. Hún færir í lagabúning
rammasamning aðila vinnumarkaðarins um forvarnir gegn slysum vegna beittra
áhalda á sjúkrahúsum og í heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið með tilskipuninni
er að koma í veg fyrir slys og blóðbornar sýkingar af völdum slíkra áhalda.
Í desember 2004 gáfu tvenn samtök,
sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
á aðild að, Evrópusamtök félaga
hjúkrunarfræðinga (EFN) og Alþjóðaráð
hjúkrunarfræðinga (ICN), út sameiginlega
yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Öruggar
nálar vernda líf“. Með yfirlýsingunni kölluðu
hjúkrunarfræðingar eftir aðgerðum af hálfu
Evrópubandalagsins (ESB) en þær ættu
að miða að öruggari nálum og búnaði
tengdum þeim. Í yfirlýsingunni kom fram
að áverkar af völdum nála og annarra
beittra áhalda og hætta á alvarlegum
sýkingum af þeirra völdum væru veruleg
ógn við heilsu og öryggi hjúkrunarfræðinga
um alla Evrópu. Þó að hjúkrunarfræðingar
séu sá hópur sem skilgreindur er í hvað
mestri hættu á að verða fyrir áverkum
af völdum beittra áhalda eru læknar,
hreinsitæknar og starfsfólk þvottahúsa
einnig í hættu. Varlega áætlað verða
heilbrigðisstarfsmenn í Evrópu fyrir um 1
milljón stunguskaða af völdum mengaðra
nála á ári hverju, þar af tengjast um
40% tilvikanna hjúkrunarfræðingum. Verði
áverkinn af völdum óhreins beitts áhalds
er hættan á smiti 1 af hverjum 3 hvað
varðar Blifrarbólgu, 1 af 30 á Clifrarbólgu
og 1 af 300 á HIV. EFN og ICN kölluðu
eftir því að ESB fjárfesti í samblandi af
þjálfun, bættum starfsháttum og áhöldum
með innbyggðum stunguvörnum.
Evrópuþingið samþykkti í febrúar 2005
ályktun um að stuðla sérstaklega að
heilsusamlegu og öruggu vinnu umhverfi.
Ályktunin fól í sér ákall til framkvæmda
stjórnar ESB um að hún tryggði að
aðildarlöndin innleiddu sérstök úrræði