Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 23 Á fundi stjórnar í desember ár hvert skal tekin ákvörðun um styrktar fjárhæð fyrir komandi ár. Stjórn sjóðsins kemur að jafnaði saman fjórum sinnum á ári, í febrúar, maí, september og desember. 4. Réttur til aðildar að sjóðnum Rétt til aðildar að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá launagreiðendum sem gert hafa kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga um framlag í starfsmenntunarsjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hér eftir nefndir sjóðfélagar. 5. Skyldur vinnuveitenda Launagreiðendur greiða iðgjald til sjóðsins sem nemur 0,22% af heildarlaunum starfsmanns, sbr. ákvæði kjarasamninga um framlag í starfsmenntunarsjóð. 6. Réttur sjóðfélaga a) Sérhver sjóðfélagi, sem hefur verið a.m.k. eitt ár í sjóðnum, er styrkhæfur samkvæmt nánari ákvæðum þessara starfsreglna enda sæki hann um út af styrkhæfu verkefni. Réttur til aðildar að sjóðnum fellur brott þegar iðgjald hefur ekki verið greitt í 6 mánuði. Sjóðfélagi heldur þrátt fyrir það aðildarrétti í fæðingarorlofi. Lífeyrisþegi heldur aðildarrétti í 12 mánuði frá því að viðkomandi hættir starfi. b) Sjóðfélagi, sem er í launalausu leyfi, getur verið styrkhæfur samkvæmt nánari ákvæðum þessara starfsreglna ef minna en 4 mánuði vantar upp á að sjóðsaðild nái einu samfelldu ári vegna launalauss leyfis. c) Sjóðfélagar, sem orðið hafa atvinnu­ lausir, geta sótt um og fengið styrk úr sjóðnum samkvæmt eftirfarandi reglum: • Skilyrði. Umsækjandi hefur átt aðild að sjóðnum einhvern tíma á síðustu 12 mánuðum og verið sjóðfélagi í a.m.k. 6 mánuði, þ.e. verið í vinnu hjá launagreiðanda með sjóðsaðild. • Styrkhæfni. Sömu reglur gilda eins og fyrir aðra sjóðfélaga. Að auki má veita styrk til námskeiðs sem tengist beinlínis atvinnuleysi sjóðfélaga eða auðveldar honum að öðlast starf á ný. d) Réttur sjóðfélaga miðast þó ávallt við fjárhag sjóðsins hverju sinni. Ef staða sjóðsins leyfir ekki að orðið sé við öllum styrkhæfum umsóknum styrkhæfra umsækjenda ber sjóðsstjórn að veita þeim umsóknum forgang sem hafa mest faglegt gildi fyrir starfshæfni starfsmanns. 7. Styrkhæfni verkefna a) Inntak verkefnis. Verkefni þarf að jafnaði að varða annaðhvort starf eða fagsvið sjóðfélaga til að vera styrkhæft. Námskeið til þess að auka almenna starfshæfni á sviði tölvutækni, tungumála og samskipta eru styrkhæf þó námið tengist ekki beinlínis starfi eða háskólamenntun umsækjanda. Sjóðstjórn metur vafatilvik. b) Staðsetning verkefnis. Hægt er að sækja um styrk vegna verkefna innanlands sem utan, svo sem námskeið, ráðstefnur, málþing og faglega skipulagðar heimsóknir. Dagskrá heimsóknanna verður að fylgja með umsókninni því annars getur nefndin ekki tekið afstöðu til hennar. Sjóðstjórn metur vafatilvik. c) Hvað er styrkt? Sjóðfélagar geta fengið styrk vegna útlagðs: • ferðakostnaðar (s.s. flugfargjalda eða aksturskostnaðar) • hótel­ og gistikostnaðar • náms­ og ráðstefnugjaldakostnaðar • símkostnaðar vegna fjarnáms. Sjóðstjórn metur vafatilvik. d) Verkefni fyrir umsókn er styrkhæft í allt að 9 mánuði eftir að því lýkur. e) Hvað er t.d. ekki styrkt? Sjóðfélagar geta ekki fengið styrk vegna: • uppihalds (fæðiskostnaðar) og ferða innan borga • launataps • bókakostnaðar eða námsgagna • tómstundanámskeiðs. Ekki er hægt að nota styrkinn til að greiða fyrir annað námskeið en það sem kemur fram á umsókninni. 8. Hámarksstyrkfjárhæð Hámarksstyrkfjárhæð er 45.000 kr. á almanaksárinu. Ef hluti styrks hefur verið tekinn út á árinu hefur það áhrif á styrkfjárhæð. Í maí 2012 verður í síðasta sinn úthlutað 20 styrkjum sem nema 100.000 kr. Styrkirnir eru vegna náms sem uppfyllir NÝR STARFSMAÐUR Bjarni Ingvarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður eigna orlofs sjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta er nýtt starf og reyndist tölu­ verður áhugi á því en 70 sóttu um. Hlut verk umsjónarmanns er að sjá um eftirlit og viðhald á eignum sjóðsins. Hann tekur út nýja leigu­ kosti áður en samið er um leigu og skoðar reglulega orlofshús og íbúðir í eigu félagsins. Þá sér hann um viðhald, hefur samband við iðnaðar­ menn o.fl. Ekki er ætlast til að félagsmenn hafi beint samband við Bjarna heldur fara allar viðhaldsbeiðnir gegnum skrifstofu félagsins. Þó mun hann sinna ákveðinni neyðarþjónustu. Símanúmer vegna þessa er að finna á leigusamningunum sem félagsmenn eru hvattir til að prenta út þegar orlofshús eða íbúðir eru pantaðar. Bjarni Ingvarsson ráðinn umsjónarmaður eigna orlofssjóðs Bjarni Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.