Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 33 takendur fengu sendan póst með aðgangs orði að svarsíðu á netinu. Samkvæmt könnuninni hækka grunn­ laun um 5,7% á milli ára. Þegar spurt var um eftir hvaða kjara­ samningi viðkomandi starfar þá voru 81,9% svarenda á kjarasamningi FÍH við fjármálaráðherra, 4% voru á kjarasamningi við sveitarfélögin, 7% voru á kjarasamningi við Samtök fyrir tækja í heilbrigðis þjónustu, 2,5% á kjarasamningi við Reykjavíkur borg og 4,7% voru á óflokkuðum kjörum. 14,2% svarenda var á aldrinum 25­34 ára, 22,6% svarenda á aldrinum 35­44 ára, 33,3% svarenda á aldrinum 45­54 ára og 30% svarenda á aldrinum 55­69 ára. Þegar spurt var um ábyrgðarsvið í starfi reyndust 58,1% svar­ enda vera almennir hjúkrunarfræðingar, 5,7% voru aðstoðar­ deildarstjórar, 9,7% deildarstjórar og 9,1% verkefna stjórar. Þá voru 3,4% yfirhjúkrunarfræðingar eða hjúkrunar forstjórar, 3,6% hjúkrunarstjórar en 10,3% í öðru óskilgreindu starfi. Fyrsta könnun félagsins staðfesti þá tilfinningu að hjúkrunar­ fræðingar hefðu aukið við sig starfshlutfall frá því sem var árið 2008, þetta starfshlutfall hefur haldist óbreytt frá árinu 2009. Þar tel ég fyrst og fremst tvennt ráða mestu, annars vegar breytt áhersla í kjarasamningnum árið 2008, þar sem dagvinnulaunin hækkuðu á kostnað yfirvinnutaxtans, og hins vegar áhrif kreppunnar á kjör og atvinnuöryggi. Eins ber að geta þess að það er einkar ánægjulegt að sjá hversu vel menntuð stéttin er eins og sjá má af fjölda þeirra sem hafa lokið formlegu viðbótarnámi. Það er alveg ljóst að árið 2012 er og verður erfitt enda fjórða árið í röð þar sem verulegur niðurskurður á sér stað í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að það birti til á árinu 2013 enda alveg ljóst að heilbrigðiskerfið þolir illa frekari niðurskurð fimmta árið í röð. Kannanir af þessu tagi eru félaginu afar mikilvægar svo standa megi vörð um kjör og réttindi okkar félagsmanna. Cecilie B.H. Björgvinsdóttir er sviðstjóri kjara­ og réttindasviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. hjúkrunar fræðinga fyrir fullt starf eru 356.572 kr. en þegar þetta er skoðað aldurskipt þá eru meðalgrunnlaun hjúkrunar fræðinga á aldrinum 25-34 ára 320.648 kr., 35-44 ára 353.161 kr., 45-54 ára 370.975 kr. og 55-68 ára 365.435 kr. Þessar tölur voru í fyrri könnunum kynntar miðað við meðalstarfshlutfall en nú er miðað við fullt starf. Greiðslur vegna vaktaálags nema að meðaltali 63.662 kr. á mánuði fyrir fullt starf og hafa samkvæmt þessu hækkað um 12% á milli ára. Heildarupphæð allra launagreiðslna á launa seðli voru að meðaltali 455.615 kr. játandi í síðustu könnun. Þegar spurt var enn frekar út í hvaða viðbótarkjörum hefði verið sagt upp nefndi stærsti hópurinn fasta yfirvinnu eða 35,9%, 12,8% nefndu skerðingu á unninni yfirvinnu, 10,3% nefndu skerðingu bílahlunninda og 30,7% nefndu annan niðurskurð (óflokkaðan). Þegar spurt var hvort viðkomandi hefði fengið uppsögn í starfi svöruðu 96,7% svarenda því neitandi, 1,2% að þeim hefði verið sagt upp starfinu að öllu leyti og 2,1% að þeir hefðu misst starfið að hluta. Þetta er örlítil breyting frá fyrra ári. fyrir hlutastarf en 577.010 kr. hjá hjúkrunar fræðingum í fullu starfi. Heildarupphæð allra launagreiðslna hjá almennum hjúkrunar fræðingum var 403.533 kr. fyrir hlutastarf og 502.634 kr. fyrir fullt starf. Þegar þessar tölur eru skoðaðar með tilliti til aldursdreifingar þá eru meðalheildarlaun almennra hjúkrunar fræðinga á aldrinum 23-34 ára 474.210 kr., 35-44 ára 505.495 kr., 45-54 ára 495.752 kr. og 55-69 ára 526.215 kr. Þegar spurt var hvort breyting hefði orðið á viðbótarkjörum þá kom í ljós að viðbótarkjörum hefur verið sagt upp hjá 8% svarenda en 28,2% svöruðu því Cecilie B.H. Björgvinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.