Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Qupperneq 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 201410 SÁRAMEÐFERÐ – HREINSUN SÁRA Þegar sár myndast hefst flókið ferli sem lýkur jafnan með því að sár grær. Sárgræðsluferlið felur í sér samskipti ýmissa fruma og boðefna líkamans. Flest sár gróa vandræðalaust án inngripa eða afskipta, önnur sár gróa með hjálp einfaldra inngripa og enn önnur sár þurfa sérhæfða meðferð. Staðbundin meðferð sára snýst um að stýra aðstæðum í sárbeði og skiptist í þrjá meginþætti. Þeir eru að hreinsa sárið, tempra raka og halda bakteríuvexti í skefjum. Í þessari grein verður rætt um hreinsun sára. Hreinsun sára er mikilvægur þáttur í meðferð langvinnra sára, sérstaklega á fyrri stigum sárgræðsluferlisins meðan sár eru enn í bólgufasa. Sár eru hreinsuð í þeim tilgangi að fjarlægja úr sárinu það sem hindrar sárgræðslu og eykur líkur á sýkingu. Þetta getur verið drep, lífvana úrgangur og skánir sem setjast að í sárbeði, bakteríur, aðskotahlutir eða önnur óhreinindi. Mismunandi aðferðir eru notaðar til að hreinsa sár, allt eftir aðstæðum hverju sinni (mynd 1). Guðbjörg Pálsdóttir, gudbjorgpals@gmail.com Greinaröð Tímarits hjúkrunar­ fræðinga um sára meðferð heldur hér áfram og er nú fjallað um hreinsun sára.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.