Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Page 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Page 51
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 47 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Spurt var í opinni spurningu hvað hjúkrunardeildarstjórarnir væru ósáttastir við í vinnu sinni og þeim gefinn kostur á að svara því með eigin orðum. 92 svöruðu spurningunni og urðu svörin 121 sem greind voru í níu þætti, sjá nánar í töflu 3. Flestir nefndu að mönnunarmál og þá einkum mannekla yllu auknu álagi þar sem þeir þyrftu að hlaupa undir bagga vegna fámennis og álags. Ekki væri tekið nægilegt tillit til hjúkrunarþyngdar og tímaskorts vegna of margra verkefna sem að hluta til væri ef til vill hægt að fela öðrum starfsstéttum. Stuðningur frá yfirstjórn mætti vera meiri og lítill skilningur væri á manneklu og vinnuálagi; samskipti við aðrar fagstéttir töldu hjúkrunardeildarstjórarnir að gætu í sumum tilfellum verið markvissari, fjárskortur væri á deildum og krafa um sparnað kæmi niður á starfsemi þeirra. Einnig kom fram óánægja með að hafa ekki meiri laun miðað við ábyrgð og álag og að geta ekki umbunað starfsfólki fyrir vel unnin störf. Aðstöðuleysi og slæm vinnuaðstaða höfðu einnig neikvæð áhrif á sátt hjúkrunardeildarstjóranna. Erfitt væri að einbeita sér að verkefnum vegna stöðugra truflana, sérstaklega á fjölmennum vinnustöðum. UMRÆÐA Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að 45% hjúkrunar­ deildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS­streitukvarðans sem er alþjóðlega viðurkenndur, réttmætur og áreiðanlegur. Jafnframt kom fram að algengara var að þeir sem höfðu minni stjórnunarreynslu og unnu lengri vinnudag væru yfir streituviðmiðunarmörkum. Þessar niðurstöður staðfesta niðurstöður Parsons og Stonestreet (2003) og Shirey o.fl. (2008) að mikið vinnuálag er á hjúkrunardeildarstjórum og þeir vinna langan vinnudag. Það að streita jókst með auknum vinnustundafjölda samræmist niðurstöðum úr rannsókn Atencio o.fl. (2003) þar sem þeir hjúkrunarfræðingar, sem unnu í fleiri en 40 klukkustundir á viku, fundu fyrir meira vinnuálagi og áttu erfiðara með að slaka á en þeir sem unnu minna. Fram kom í niðurstöðum að 36% hjúkrunardeildarstjóranna voru haldnir streitu að eigin mati og þá aðallega vegna vinnu (90% tilvika). Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum Browning o.fl. (2007) þar sem 32% deildarstjóranna voru haldnir streitu að eigin mati. Til samanburðar kom fram hjá Suominen o.fl. (2005) að 45% hjúkrunardeildarstjóranna í þeirri rannsókn töldu sig frekar oft finna fyrir streitu í starfi. Það athyglisverða við niðurstöður okkar er að 28% þeirra sem ekki töldu sig vera haldna streitu reyndust einnig yfir streituviðmiðum PSS­streitukvarðans. Það er því raunhæft að taka undir orð Ingólfs Sveinssonar (1998) geðlæknis að sumir starfsmenn gera sér ekki grein fyrir streitueinkennum og í einhverjum tilvikum hafa þau jafnvel vanist og eru orðin hluti af daglegu lífi. Þetta væri vert að rannsaka nánar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu sterk jákvæð tengsl á milli streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Í starfinu þurfa hjúkrunardeildarstjórar að takast á við ýmis verkefni sem geta tekið verulega á bæði andlega og líkamlega og misjafnt er hvernig þeir takast á við slíkar aðstæður. Eins og Duffield o.fl. (2011) benda á gegna hjúkrunardeildarstjórar mikilvægum störfum innan sjúkrahúsanna og mikið veltur á þeim varðandi gæði þjónustunnar. Í þessu ljósi mætti draga þá ályktun að hlúa þurfi vel að starfsumhverfi hjúkrunardeildarstjóra og gera þeim kleift að sinna starfi sínu á sem bestan hátt. Gianfermi og Buchholz (2011) benda á að starfsumhverfi hjúkrunardeildarstjóra hafi breyst mikið á síðari árum, það séu gerðar meiri kröfur til þeirra bæði hvað varðar fjárhagslegt aðhald og meiri þjónustu. Lee o.fl. (2010) og Shirey o.fl. (2010) er einnig tíðrætt um breytt starfsumhverfi hjúkrunardeildarstjóra, manneklu og hagræðingaraðgerðir sem hafi leitt til aukins vinnuálagsmeðal hjúkrunardeildarstjóra. Það getur reynst þrautin þyngri fyrir hjúkrunardeildarstjóra að uppfylla þessar auknu kröfur ef þeir hafa ekki þau bjargráð til staðar sem þeir þurfa. Kannski er hluti vandans líka sá að ekki hafa allir hjúkrunardeildarstjórar nægilega þekkingu til að takast á við þau margvíslegu verkefni sem þeim er ætlað að sinna. Niðurstöður okkar sýndu að yngri stjórnendur og þeir sem hafa minni stjórnunarreynslu töldu sig í meira mæli en aðrir vera haldnir streitu á vinnustað. Fram kom að þrátt fyrir mikið vinnuálag var margt sem hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við. Bar þar hæst góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti við samstarfsfólk og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Hjúkrunardeildarstjórarnir voru ósáttastir við laun, manneklu, álag, fjármagnsskort og sparnaðarkröfur, ásamt stuðnings­ og skilningsleysi yfirstjórnar. Þetta rímar að hluta til við McCallin og Frankson (2010) sem draga þá ályktun af rannsókn sinni að starf hjúkrunardeildarstjóra sé flókið, margþætt og krefjandi. Því sé stuðningur við þá mikilvægur. Það var einnig niðurstaða Lee og Cummings (2008) að stuðningur yfirmanna skipti meginmáli í starfsánægju hjúkrunardeildarstjóra ásamt því að geta stjórnað betur vinnuálaginu. Takmarkanir rannsóknar Þar sem Ísland er fámennt land vildum við ekki spyrja hjúkrunardeildarstjórana hvar þeir störfuðu því það hefði nánast verið persónugreinanlegt hjá minni stofnunum á landinu. Þar með slepptum við öllum samanburði á mismunandi tegundum deilda og stofnana. Þar sem aðeins fjórir karlmenn störfuðu sem hjúkrunardeildarstjórar þegar rannsóknin fór fram, og þeir því ekki hafðir með af rannsóknarsiðfræðilegum ástæðum, var ekki hægt að bera saman mun á kynjum. Það má telja takmarkanir okkar rannsóknar að við skoðuðum ekki ofangreinda þætti. LOKAORÐ Starf hjúkrunardeildarstjóra veldur oft og tíðum streitu. Tæplega helmingur þeirra var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur þeirra haldnir streitu án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu eru meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki stjórnunarreynslu og vinna langan vinnudag. Þrátt fyrir allt eru hjúkrunardeildarstjórarnir þó sáttir við margt í sínu starfsumhverfi. Starfið reyni á marga þætti, sé

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.