Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 15 Saga samfélagsgeðþjónustu og skilgreining Samfélagsgeðþjónusta (e. community mental health care) er skilgreind sem þjónusta við fólk með geðröskun utan stofnana. Samkvæmt Koyanagi (2007) þróaðist samfélagsgeðþjónusta í kjölfar afstofnanavæðingar sem fólst í byrjun í að koma einstaklingum út af ríkisreknum geðsjúkrahúsum sem höfðu sætt gagnrýni. Afstofnanavæðingin er rakin til Bandaríkjanna um 1955­1970 þar sem breytt viðhorf til mannréttinda og gagnrýni á yfirfullar stofnanir voru undirrrót breytinga (Corrigan o.fl., 2007). Á þeim tíma opnaðist umræða um geðþjónustu í fjölmiðlum og kvikmyndir drógu upp dökka hlið geðsjúkrahúsa. Einnig hafði bjartsýni vegna nýrra geðlyfja áhrif. Fyrsta geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna var stofnuð 1949 og lög um geðsjúka voru sett fram. Samfélagsgeðþjónustuhreyfingin byrjaði í Bandaríkjunum 1963 þegar John Kennedy forseti skrifaði undir samning um sam­ félags geðþjónustu og þjónustustöðvar samfélagsgeðteyma voru opnaðar í bæjum og borgum vítt og breitt um landið (Dixon og Goldman, 2003). Í upphafi áttu þessar þjónustustöðvar að sinna öllum með geðræn vandamál, allt frá forvörnum til meðferðar. Upp úr 1970 breyttist stefnan og markhópur samfélagsgeðteymanna urðu einstaklingar með alvarleg geð­ vandamál en þessi þróun leiddi til að langleguplássum fækkaði verulega á geð­ sjúkra húsum (Drake og Latimer, 2012) Samfélagsgeðþjónusta hefur fest sig í sessi í Evrópu og þróaðist víða á Vesturlöndum upp úr miðri 20. öld. Batahugmyndafræði Batahugmyndafræðin (e. recovery model) hefur rutt sér til rúms víða um heim. Hugmyndafræðin kemur upphaflega frá notendum geðheilbrigðisþjónustunnar sem gagnrýndu forræðishyggju heilbrigðisstarfsmanna og þann stimpil sem fólst í að vera geðveikur. Geðsvið Landspítala hefur ráðist í þýðingu á 100 leiðum til að stuðla að bata eftir Mike Slate (Slate, 2009) en þar segir að bati sé orð sem hafi tvær merkingar. Klínískur bati er hugmynd sem kemur úr sérfræðiþekkingu geðheilbrigðis­ starfsfólks og snýst um að losna við einkenni, endurheimta félagslega virkni og á annan hátt „komast aftur í eðlilegt ástand“. Persónulegur bati er hugmynd sem er komin úr sérfræðiþekkingu fólks með eigin reynslu af geðsjúkdómum og táknar svolítið annað en klínískur bati. Sú skilgreining á persónulegum bata, sem er mest notuð, kemur frá Anthony (1993): … mjög persónulegt og einstakt ferli breytinga á viðhorfum, gildum, tilfinningum, markmiðum, hæfni og/eða hlutverkum einstaklings. Batinn er leið til ánægjulegs, vongóðs og gefandi lífs, jafnvel innan takmarkana sjúkdómsins. Bati felur í sér þróun á nýrri merkingu og tilgangi lífs einstaklings eftir því sem hann vex frá þeim hrikalegu áhrifum sem geðsjúkdómur hefur í för með sér (bls. 4). Síðast en ekki síst byggist batahug­ mynda fræðin á að viðhalda von og skapa betra líf með því að byggja á sterku hliðum einstaklinganna. Þessi hugmyndafræði eflir samvinnu við notandann, þar sem markmið eru sett í sameiningu, og stuðla að sjálfsábyrgð og valdeflingu hjá notendum. Batahugmyndafræðin hefur rutt sér til rúms á Íslandi en notendasamtök hafa verið í fararbroddi að kynna hana og heilbrigðisstofnanir smám saman fylgt í kjölfarið. Samfélagsgeðteymi Þjónusta samfélagsgeðteyma getur verið mjög fjölbreytt eða allt frá ráðgjafarþjónustu í tengslum við heilsugæslustöðvar til mjög sérhæfðra teyma sem sinna skilgreindum hópum. Í stærri samfélögum er gjarnan hægt að bjóða upp á meiri sérhæfða þjónustu, til dæmis sérstök teymi sem sinna geðrofssjúkdómum og sérhæfð teymi fyrir innflytjendur, heimilislausa og svo mætti lengi telja (Drake og Latimer, 2012). Þverfagleg samvinna í slíkum teymum hefur gefið góða reynslu. Þar sem þarfir notendanna eru ólíkar er æskilegt að hafa fagfólk með breitt verksvið og þekkingu. Í slíkum teymum vinna oft fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar, læknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar og iðjuþjálfar svo helstu stéttir séu nefndar. Hvernig er að vinna í samfélags­ geðteymi? Það er mjög krefjandi starf að vinna í samfélagsgeðþjónustu og krefst þess af þjónustuveitendum að þeir sýni frumkvæði og sveigjanleika og hafi góða þekkingu á geðrænum veikindum. Einnig er mikilvægt að þjónustuveitandi þekki vel til hvaða þjónusta er í boði, svo sem félagsleg þjónusta, afþreying og stuðningur. Samfélagsgeðþjónusta er að mörgu leyti ólík hefðbundinni deildarvinnu, en reynsla af deildarvinnu hlýtur að teljast kostur. Það má segja að bataferlið hefjist við innlögn en þegar komið er út í samfélagsgeðþjónustu opnast fleiri tækifæri til að styðja notandann áfram á þeirri vegferð og möguleikar á einstaklingshæfðri þjónustu aukast. Að vinna í samfélagsþjónustu krefst samhæfingar margra þátta. Hjúkrunar­ fræðingar eru í lykilhlutverki í framtíðar­ upp byggingu samfélags geðþjónustu. Þeir eru vanir í sínu starfi að hafa heild­ ræna yfirsýn yfir þarfir skjólstæðinga sinna og við útskrift sjúklinga af deildum að hafa yfirsýn og samhæfa margs konar þjónustu þegar heim er komið. Það gilda sömu reglur í samfélags­ geð þjónustu, þar þarf að samhæfa alla þjónustu í nánasta umhverfi skjól­ stæðingsins, félagsþjónustu, heima­ hjúkrun, allt sem styður við notandann og myndar eins konar öryggisnet. Nauð­ synlegt er að góð samvinna sé á milli þjónustuveitenda þannig að notendur fái sem besta og samhæfðasta þjónustu. Kostir samfélagsgeðþjónustu Einstaklingar, sem eiga við langvinna geðsjúkdóma, einangrast oft í veikindum sínum og skortir stuðning. Í mörgum tilfellum hafa veikindin mikil áhrif á einstaklinginn, fjölskyldu og vini sem oft og tíðum standa ráðþrota gagnvart erfiðum veikindum. Það er því mikilvægt að byggja vel í kringum einstaklinga við útskrift með viðeigandi þjónustu og setja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.