Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Síða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Síða 21
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 17 þar gefst tæki færi til að ræða þjónustuna við notendur og hvernig hún nýtist best. Ögrandi verkefni Í byrjun starfsemi geðteymisins var vandaverk að skilgreina þjónustuna, hverjum hún væri ætluð og hverjum teymið ætti að sinna. Lagt var af stað með það í upphafi að markhópur teymisins væru einstaklingar með alvarlega geð­ röskun, tilgangurinn var að ná fyrst utan um veikasta hópinn á svæðinu. Til að byrja með bárust tilvísanir frá mörgum stöðum og teymið fékk mörg erfið mál og fjölbreytt að sinna í sveitarfélaginu, eins og áfallamál, sjálfsvíg og sorgarúrvinnslu, auk hefðbundinna tilvísana um alvarlega geðröskun. Nauðsynlegt varð að skerpa á inntöku skilyrðum og hverjir gátu vísað málum til teymisins. Nú eru inntöku skilyrði, tilvísanakerfi og verklagsreglur í mun fastari skorðum, en í stöðugri endurskoðun. Nauðsynlegt er að taka mið af fjölda­ mörgum þáttum þegar lagt er af stað með slíka þjónustu. Á landsbyggðinni þarf sveigjanleiki ef til vill að vera meiri þar sem ekki er hægt að vísa málum annað líkt og á höfuðborgarsvæðinu þar sem meiri sérhæfing er. Geðteymi HSS hefur notið góðs stuðnings frá Landspítala bæði varðandi uppbyggingu þjónustu en einnig varðandi aðgang að sérfræðiráðgjöf. Hverjum sinnir teymið? Starfsemi teymisins er tvíþætt, annars vegar langtímamál og hins vegar skamm­ tímamál. Langtímamál er þjónusta við notendur með alvarlega lang vinna geð­ sjúkdóma sem þurfa langtíma stuðning. Margir þeirra eru í viðtölum vikulega hjá geðteymi auk þess að fá annan stuðning, líkt og lyfjagjafir í heimahúsi frá heimahjúkrun HSS, hjúkrunarmóttaka HSS sér um forðalyfjagjafir, auk félagslegs stuðnings á vegum félagsþjónustu. Skammtímamál eru mjög ólík og fjöldi viðtala metinn eftir hverju tilfelli. Haldin eru námskeið í hugrænni atferlismeðferð á HSS en mörgum er vísað þangað í kjölfar einstaklingsmeðferðar. Einnig vísa heilsugæslulæknar mörgum á námskeiðin. Flestar tilvísanir í þjónustu teymisins berast frá heilsugæslulæknum á HSS en stór hluti tilvísana berst einnig frá Landspítala og öðrum stofnunum. Sjá fjölda tilvísana og samskipta í töflu 1. Mat á árangri Margir notendur hafa sagt að þeim finnist þeir nú hafa öryggisnet í kringum sig. Það sé ómetanlegt að hafa meðferðaraðila að leita til á svæðinu og ef versnun verður á líðan þá vinni heilbrigðis­ og félagsþjónustan vel saman. Samvinna þjónustuveitenda á svæðinu hefur þannig aukist notendum til góða. Einnig virðist samfélagsþjónustan draga úr álagi á heilsugæslulækna HSS þótt ekki liggja tölulegar upplýsingar fyrir. Samkvæmt ársskýrslu HSS (Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 2014) hefur árangurinn verið góður hingað til: • Innlögnum Suðurnesjamanna á geðsvið Landspítala fækkaði um 47 á 12 mánaða tímabili borið saman við fyrra ár, var 163 innlagnir en fór í 116 sem er 29% fækkun á milli ára. • Fækkun varð á fjölda legudaga úr 1492 dögum 12 mánuði fyrir teymi og í 701 legudag fyrstu 12 mánuði teymis, en það er 53% fækkun á milli ára. • Meðallegutími styttist um 38% fyrsta árið eftir að geðteymið hóf störf, var 10,0 dagar 2010 og 7,1 árið 2012. Myndræna framsetningu er að finna í myndum 1 og 2. Þær tölulegu upp­ lýsingar, sem liggja fyrir, sýna að tekist hefur að bæta þjónustu í heimabyggð. Þrátt fyrir að aðrir þættir hafi áhrif á fjölda innlagna og meðallegutíma er þessi nýja samfélagsgeðþjónusta mikilvæg vísbending um jákvæða þróun. Áhugavert væri að gera notendakönnun. Gildi fyrir hjúkrun Að vinna í samfélagsþjónustu krefst samhæfingar margra þátta. Hjúkrunar­ fræðingar eru í mikilvægu hlut verki í framtíðar uppbyggingu samfélags geð­ þjónustu. Þeir eru vanir í sínu starfi að hafa heild ræna yfirsýn yfir þarfir skjól­ stæðinga sinna og við útskrift sjúklinga af deildum að samhæfa margs konar þjónustu fyrir heimferð. Það sama á við í samfélags geðþjónustu en þar þarf að samhæfa alla þjónustu í umhverfi skjól­ stæðings, eins og félags þjónustu og heima hjúkrun, sem styður við notandann og myndar eins konar öryggis net. Nauð­ synlegt er að góð samvinna sé milli þjónustu veitenda þannig að notendur fái sem besta og samhæfðasta þjónustu. Mynd 2. Fjöldatölur um Suðurnesjamenn sem lagst hafa inn á bráðadeildir geðsviðs Landspítala. 165 Fjöldi innlagna 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Ár fyrir teymi 1. ár teymis 2. ár teymis 116 104 Mynd 1. Innlagnir Suðurnesjamanna (legudagar) á geðsvið Landspítalans. 1.492 Fjöldi legudaga 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Ár fyrir teymi 1. ár teymis 2. ár teymis 701 785 Tafla 1. Starfsemistölur geðteymis árin 2011­2013. Júlí – des. 2011 2012 2013 Samskipti 360 1.736 2.282 Viðtöl 255 954 986 Nýjar tilvísanir 76 156 125 Fjöldi skjólstæðinga 89 240 173

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.