Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201418
Hjúkrunarfræðingar hafa þekkingu og
reynslu til að samþætta aðra þjónustu
við heilbrigðisþjónustuna og veita þannig
notendum geðheilbrigðisþjónustunnar
árangursríka þjónustu. Stórt hlutverk
hjúkrunarfræðinga í samfélags geð
þjónustu er að veita stuðning, samhæfa
þjónustu, fræða, að meta líðan, efla
tengslanet og félagslega færni.
Lokaorð
Það er einlæg trú mín að samfélags
geðþjónusta eigi eftir að vaxa og
eflast á Íslandi og sé leiðin fram á við í
geðheilbrigðismálum. Ég tel heppilegt
að hafa slíkt teymi í tengslum við
heilsugæsluna.
Til að þjónustan verði sem best fyrir
notendur þjónustunnar þarf góð samvinna
að vera til staðar á milli heilbrigðisþjónustu,
félagsþjónustu og allra þeirra sem sinna
málefnum notandans. Góð samvinna
er meginatriði í samfélagsgeðþjónustu
og grunnur þjónustunnar. Ég vil hvetja
hjúkrunarfræðinga til að nýta þau
sóknarfæri sem skapast við stofnun
slíkra samfélagsgeðteyma, þar geta þeir
verið í lykilhlutverki.
Heimildir
Anthony, W.A. (1993). Recovery from mental
illness: The guiding vision of the mental
health system in the 1990s. Innovations and
Research, 2, 1724.
Corrigan, P.W., Mueser, K.T., Bond, G.R., Drake,
R.E., og Solomon, P. (2007). Principles and
practice of psychiatric rehabilitation: An empirical
approach. New York: The Guilford Press.
Dixon, L.B., og Goldman, H.H. (2003). Forty years
of progress in community mental health: The
role of evidencebased practices. Australian
and New Zealand Journal of Psychiatry, 37
(6), 66873.
Drake, R.E., og Latimer, E. (2012). Lessons
learned in developing community mental
health care in North America. World
Psychiatry, 11 (1), 4751.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (2014). Ársskýrsla
2013. Keflavík: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Koyanagi, C. (2007). Learning from history:
Deinstitutionalization of people with mental
illness as precursor to long-term care reform.
The Henry J. Kaiser Family Foundation.
Sótt á http://www.nami.org/Template.
cfm?Section=About_the_Issue&Template=/
ContentManagement/ContentDisplay.
cfm&ContentID=137545.
Slate, M. (2009). Personal recovery and mental
illness. A guide for mental health professionals.
Cambridge: Cambridge University Press.
Velferðarráðuneytið (2013). Suðurnesjavaktin:
Áfangaskýrsla desember 2013. Reykjavík:
Velferðarráðuneytið.
Hrönn Harðardóttir er yfirhjúkrunar
fræðingur sálfélagslegrar þjónustu
hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og
teymisstjóri í samfélagsgeðteyminu.
Hún er með meistaragráðu í
heilbrigðisvísindum með áherslu á
geðheilbrigðisþjónustu.
Formannsskipti urðu fyrir einu ári í öldungadeild
en nýi formaðurinn er Oddný M. Ragnarsdóttir.
Bergljót Líndal, fráfarandi formaður, hefur setið
í stjórn öldungadeildar frá árinu 2005, fyrst sem
varaformaður til 2007 og síðan sem formaður. Hún gaf ekki kost á
sér til formanns á aðalfundi öldungadeildar 26. mars 2013. Oddný,
sem var áður ritari öldungadeildar, tók við af Bergljótu.
Bergljót starfaði megnið af starfsævi sinni við Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, lengst af sem hjúkrunarforstjóri frá 1974 þar til hún
hætti vegna aldurs árið 2004. Þar stóð hún að mikilli uppbyggingu
heilsuverndar og forvarna, skrifaði greinar og bæklinga um
heilsugæslu ásamt fleiru.
Bergljót tók virkan þátt í félagsstarfi Félags íslenskra hjúkrunar
fræðinga og var meðal annars formaður deildar heilsugæslu
hjúkrunarfræðinga og deildar hjúkrunarforstjóra. Hún var einnig
frumkvöðull að útgáfu Hjúkrunarfræðingatals.
„Við þökkum Bergljótu fyrir röggsama og ábyrga formennsku
og vináttu sem varir þótt hún láti af störfum,“ segir Oddný M.
Ragnarsdóttir fyrir hönd stjórnar öldungadeildar. „Það þarf ekki
að kynna Bergljótu. Hún hefur komið víða við bæði hérlendis og
erlendis, í fulltrúaráði samvinnuverkefnis um forvarnir langveikra
sjúkdóma (CINDI) frá 1988 og fleira en upptalningin gæti verið
löng. Eins og við önnur störf gaf Bergljót mikið af sér sem
formaður öldungadeildar, var vinsæl, framtaksöm, góður stjórnandi,
hörkudugleg og skemmtileg. Stjórn öldungadeildar þakkar Bergljóti
Líndal fyrir frábær störf og góða vináttu.“
Formannsskipti í öldungadeild
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga