Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201422
Í febrúar 2012 fengu 19 krabbameinsdeildir í Bandaríkjunum afgreidda blöndu
af salti, sterkju, asetoni og ýmsum öðrum efnum í staðinn fyrir krabbameinslyfið
sem starfsfólkið átti von á. Fyrr á þessu ári greindi Daily Mirror í Bretlandi frá
svartamarkaðsbraski með fóstureyðingartöflur en unglingsstúlkur, sem þorðu
ekki að segja foreldrum sínum frá því að þær væru ófrískar, höfðu keypt þær
á alnetinu. Þessar töflur eru lífshættulegar ef of margar eru teknar inn.
BERJUMST Á MÓTI FÖLSUÐUM LYFJUM
Árið 2009 létust í Nígeríu að minnsta
kosti 84 börn eftir að hafa fengið safa
sem átti að lina tanntökuverki. Í honum
var díetýlenglýkól en það er leysiefni
sem notað er meðal annars í rúðuvökva
og bremsuvökva. Árið 2011 fengu tæp
3.000 Keníubúa fölsuð veirulyf.
Því miður er listinn yfir slík atvik endalaus
og þar sem lyfjasala hefur stóraukist á
netinu eru öll lönd í heiminum í hættu.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni telst til
að um 1% af lyfjum í umferð í velmegandi
löndum séu líklega fölsuð. Á heimsvísu
David C. Benton og Lindsey Williamson, williamson@icn.ch
er talan 10% en á sumum svæðum
í Asíu, Afríku og SuðurAmeríku geta
fölsuð lyf verið um 30%. Í Afríku er líklega
einn þriðji af öllum malaríulyfjum falsaður.
Einnig er talið að annað hvert lyf keypt á
ónafngreindri síðu á netinu sé falsað.
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga telur að ef
við hjúkrunarfræðingar erum meðvitaðir
um tilvist falsað lyfja og þá hættu sem
stafar af þeim getum við þrýst betur á
stjórnvöld í okkar heimalöndum og þá
sem taka þátt í að framleiða og dreifa
lyfjum. Þannig getum við sameinað krafta
okkar við að fást við þessa lýðheilsuvá
um allan heim.
Fölsuð lyf stofna sjúklingum og almenningi
í hættu. Sjúklingar eru plataðir til þess að
halda að þeir fái ósvikna meðferð en fá í
staðinn svikna vöru sem gæti valdið enn
meiri veikindum, örkumlum og jafnvel
dauða. Fölsuð lyf eru einnig lýðheilsuvá
þar sem þau geta valdið andstöðu við
meðferð. Fölsuð lyf grafa enn fremur
undan trausti sjúklinga á heilbrigðiskerfi,
stjórnvöldum, heilbrigðisstarfsfólki og
framleiðendum ósvikinna lyfja.