Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201426 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn í Hörpu föstudaginn 9. maí 2014. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Góð mæting var á fundinn og gekk hann vel. AÐALFUNDUR 2014 Aðalfundurinn var í fyrsta sinn afgreiddur á fjórum klukkustundum en hann hefur áður staðið í heilan dag. Farið var yfir reikninga félagsins og lögð fram fjárhagsáætlun fyrir 2014. Þar kemur meðal annars fram að gert er ráð fyrir að reka félagið með tapi næstu árin. Er það gert til þess að ganga á eigið fé félagsins en það er nú um 70 milljónir. Stjórnin telur það vera of mikið og því hefur verið gerð fimm ára áætlun þar sem þessi upphæð verði lækkuð smám saman. Fundurinn samþykkti lækkun félagsgjalda úr 1,4% í 1,2% af dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga en að hámarksgreiðsla á ári fyrir hvern félagsmann verði þó aldrei hærri en 80 þúsund krónur. Einnig var samþykkt tillaga stjórnar um að félagsgjöld fagaðila verði 10 þúsund krónur og aukaaðila verði eitt þúsund krónur. Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Spurt var á fundinum hvort ekki mætti nýta uppsafnað eigið fé félagsins eða starfsmenntunarsjóðs til þess að veita styrk úr styrktarsjóði en hann er enn í uppbyggingu eftir úrsögn félagsins úr BHM. Farið var þá rækilega yfir hvaðan fé kemur í mismunandi sjóði félagsins. Tekjur félagssjóðs og vinnudeilusjóðs koma frá félagsmönnum en fé rennur til annarra sjóða samkvæmt samningum við vinnuveitendur og væri það samningsbrot að nýta fé í annað en umsamið var. Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar en meginendurskoðun laga fer fram í vetur og verða breytingartillögur lagðar fyrir aðalfundinn 2015. Mikilvægustu breytingarnar, sem gerðar voru núna, snúa að framkvæmdaráði og svæðisdeildum. Framkvæmdaráð hefur starfað í nokkur ár en var nú formlega lögfest. Þá var tekið úr lögunum ákvæði um að svæðisdeildir skuli vinna að kjara­ og réttindamálum í umdæmi sínu en þetta hefur reynst óraunhæft í framkvæmd. Samþykkt var starfsáætlun stjórnar FÍH 2014­2015. Hér á eftir fara helstu áherslur í starfi félagsins næsta starfsár: • Úrvinnsla og eftirfylgd verkefnisins Ímynd, áhrif og kjör. ­ Samantekt vinnuhóps til stjórnar með verkefnaáætlun samþykkt af stjórn FÍH. • Endurskoðun á hlutverki formanns og varaformanns félagsins. ­ Skipa vinnuhóp stjórnar. ­ Tillögur fyrir stjórn. • Undirbúningur heildarendurskoðunar á lögum félagsins fyrir aðalfund 2015. ­ Skipa starfshóp með breiðri aðkomu félagsmanna. ­ Vinna náið með stefnumótunarhópum FÍH. ­ Vinna tillögur og kynna þær fyrir stjórn. ­ Tillögur kynntar félagsmönnum. ­ Tillögur lagðar fyrir stjórn og aðalfund. • Efla samráð í ráðum og nefndum um skipulagningu heilbrigðisþjónustu. • Vinna að stefnumótun FÍH varðandi: ­ Fagsvið. ­ Kjarasvið. ­ Sí­ og endurmenntun hjúkrunar fræðinga. ­ Jafnréttismál. ­ Alþjóðlegt samstarf. Sjálfkjörið í stjórn og nefndir Á hverju ári er kosinn hluti stjórnar. Á því ári sem endar á sléttri tölu eru kosnir 7 fulltrúar fagdeilda og 3 fulltrúar almennra félagsmanna. Sjálfkjörið var í stjórnina þar sem framboð voru ekki fleiri en laus sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.