Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Page 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 29 Jafnvel þó að viðkomandi hjúkrunar­ fræðingar hafi starfað lengi við hjúkrun áður en þeir urðu sérfræðingar þá benda rannsóknir til að þeim finnist þeir vera á byrjunarstað í nýju hlutverki og þurfi að læra að beita nýrri þekkingu við nýjar aðstæður. Allt þetta tekur talsverðan tíma svo og að sanna sig gagnvart kollegunum og öðrum fagséttum. Það er nauðsynlegt að samstarfsfólk og stjórnendur séu meðvitaðir um erfiða aðlögun að nýju hlutverki og leggi sig fram um að auðvelda hjúkrunarfræðingum lífið fyrstu mánuðina og árin í sérfræðingsstarfinu. Heimildum ber saman um að störf sérfræðinga séu afar fjölþætt en einkennist af fimm meginþáttum (Leary o.fl., 2008; Roberts o.fl., 2011; McClelland o.fl., 2013; Helga Jónsdóttir, 2012; Wickham, 2013; More og McQuestion, 2012). Þessir þættir eru: Sérfræðihjúkrun við flóknum heil- brigðis vanda. Á seinni árum er aukin áhersla lögð á að sérfræðingar í hjúkrun tileinki sér sértæka hjúkrunarmeðferð ákveðins sjúklingahóps því þannig nýtist þeirra starf best. Enn fremur hafa fræðimenn lagt til að sérfræðingar í hjúkrun beini athygli sinni í meira mæli að sjúklingum með langvinna sjúkdóma því rannsóknir sýna að framlag þeirra í hjúkrunarmeðferð þessara sjúklingahópa skilar umtalsverðum árangri til að bæta lífsgæði, fækka innlögnun á sjúkrahús og minnka þannig kostnað í heilbrigðiskerfinu. Þá er alls ekki verið að draga úr mikilvægi starfa þeirra við bráðahjúkrun. Kennsla og fræðsla. Þessi þáttur nær til sjúklinga og fjölskyldna þeirra og samstarfsfólks. Sérfræðingar í hjúkrun geta bætt líðan og aðstæður sjúklinga með nýjum aðferðum og fræðslu til þeirra og fjölskyldna þeirra. Einnig eru þeir í lykilaðstöðu til að fræða og leiðbeina samstarfsfólki, ekki síst við innleiðingu á nýjungum í hjúkrun. Ráðgjöf til sjúklinga og fjölskyldu þeirra og til samstarfsfólks. Þessi þáttur starfsins er að margra mati afar mikilvægur vegna sértækrar þekkingar sem sérfræðingar hafa á einkennum og aðstæðum sjúklinga í sinni sérgrein. Einnig er bent á að sérfræðingar í hjúkrun eigi að veita stjórnendum ráðgjöf, ekki síst í tengslum við nýjungar í hjúkrunarmeðferð og endurskipulagningu á hjúkrunarstarfinu. Þá benda fræðimenn á að sérfræðingar í hjúkrun verði að vera sýnilegir við stefnumótun í hjúkrunarþjónustu og að þeir eigi að láta að sér kveða á þeim vettvangi. Þátttaka í rannsóknum og innleiðing nýjunga í hjúkrun er veigamikil þáttur í starfi sérfræðinga, ekki síst þegar þeir hafa náð ákveðinni fótfestu í sinni sérgrein. Þá beita þeir nýrri þekkingu í sinni meðferð, taka upp nýja hjúkrunarmeðferð og meta árangur af því, setja á stofn göngudeildir með skilgreindu hlutverki og eru þátttakendur í rannsóknum til að meta árangur af því starfi. Einnig er bent á að sérfræðingar í hjúkrun séu í lykilaðstöðu til að nota og kenna notkun gagnreyndrar þekkingar eða með öðrum orðum innleiða gagnreynda starfshætti í sinni sérgrein. Sumar heimildir leggja einnig áherslu á að sérfræðingar í hjúkrun séu í leiðtoga- og frumkvöðlahlutverki. Það lýsi sér ekki síst í því að vera fyrirmynd annarra hjúkrunarfræðinga og nema, að hafa frumkvæði að því að skipuleggja og stýra hjúkrun ákveðinna sjúklingahópa og kynna og innleiða nýjar aðferðir eða meðferð í hjúkrun. Þeir hafi milligöngu um samstarf fagstétta, þar sem það er sjúklingum mikilvægt, og stýri oft þverfaglegum teymum. Eins og kom fram hér í upphafi er áhugavert að skoða hvernig sérfræðingar í hjúkrun breyta því hvernig þeir hjúkra og beita öðrum starfsháttum en almennir hjúkrunarfræðingar. Slíkar vangaveltur eru ekki síst nauðsynlegar í ljósi þess að enn þann dag í dag gera margir hjúkrunarfræðingar sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að kalla til sérfræðinga í

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.