Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201430
hjúkrun til að veita ráðgjöf um sértæka
hjúkrunarmeðferð eða beina sjúklingum í
meðferð til sérfræðinga.
Rannsóknir á framlagi sérfræðinga í
hjúkrun, bæði íslenskar og erlendar, benda
til að talsverður munur sé á aðferðum
þeirra og viðhorfum til viðfangsefnanna
og almennra hjúkrunarfræðinga.
Helga Jónsdóttir (2012) sagði um
aðferðir sérfræðinga: „Sérfræðingurinn
er samferðamaður skjólstæðinga í
sameiginlegri veröld sem við öll berum
ábyrgð á og þar sem við erum virkir
gerendur í að skapa skjólstæðingum
betri heilsu og betra líf. Sérfræðingurinn
hefur sjálfstæða ábyrgð á hjúkruninni, á
framkvæmd hennar, gæðum og þróun.“
Rannsóknir (til dæmis Hamric o.fl., 2009)
sýna að til að geta beitt slíkum aðferðum
þurfa sérfræðingar í hjúkrun að hafa
djúpan skilning á viðfangsefninu. Þeir
beita fræðilegri þekkingu samfara færni,
þeir öðlast aukið innsæi í aðstæður og
eru fljótir að greina breytingar á ástandi
sjúklinga og bregðast við áður en allt fer
á versta veg. Þeir láta ekkert koma sér á
óvart. Sérfræðingar í hjúkrun þekkja vel
einkenni breytinga á sjúkdómsástandi
sjúklinga og geta séð fyrir og komið í
veg fyrir versnandi ástand með því að
skipuleggja viðeigandi hjúkrunarmeðferð.
Þeir hafa sjúklinginn ætíð í forgrunni við
skipulag hjúkrunar.
Þessari sérstöku nálgun er vel lýst í
niðurstöðum rannsóknar Kucera o.fl.
(2010). Þær túlka sínar niðurstöður með
því að segja að sérfræðingar í hjúkrun
beiti innsæi við störf sín og skýra það
með því að þeir hafi hæfileika til að skynja
breytingar á ástandi og spyrja réttra
spurninga við þær aðstæður. Þeir takist
á við verkefni sín af meiri þekkingu, festu
og öryggi en aðrir hjúkrunarfræðingar,
þeir viti ávallt hvað eigi að gera og geri
það.
Kucera o.fl. (2010) halda því fram
að sérfræðingar í hjúkrun „sérsníði“
hjúkrunarmeðferð að þörfum sjúklingna.
Þar er átt við að sérfræðingar einbeiti
sér að sjúklingnum, þeir ræði við hann,
hlusti, séu til staðar fyrir sjúklinginn og
skipuleggi meðferð í samráði við hann,
þeir setji sig í hans spor og myndi þannig
meðferðarsamband við hann út frá hans
aðstæðum. Sérfræðingar í hjúkrun hafa
sérstaka nærveru sem skapar öryggi
fyrir sjúklinginn, þeir hafa þekkingu og
hæfileika til að minnka streitu og kvíða
sjúklinga. Sjúklingar skynja vel öryggi
í vinnulagi sérfræðingins, það dregur
úr kvíða og gerir ástand sjúklingsins
viðráðanlegra.
Rannsókn Kucera o.fl. (2010) sýndi
að sérfræðingar í hjúkrun koma á
jafningasamstarfi við lækna. Þær lýsa
því á þann hátt að sérfræðingar beiti
rökum og noti staðreyndir þannig að
læknar átti sig fljótt á að mat sérfræðinga
í hjúkrun á ástandi sjúklinga sé réttmætt
og þannig myndast traust í samstarfinu.
Sérfræðilæknir á Landspítala hefur lýst
þessu samstarfi á eftirfarandi hátt: „Ég
hef ekki áhyggjur af mínum sjúklingum
eftir að hún tekur við meðferðinni, en ef
hún hringir þá svara ég alltaf því þá er
eitthvað að.“
Árið 2011 gerði höfundur stutta
könnun meðal sérfræðinga í hjúkrun
á Landspítala. Markmiðið var að afla
upplýsinga um þeirra sýn á hvernig
þeir nálgist viðfangsefni sín. Hópviðtal
var tekið við níu sérfræðinga í hjúkrun.
Fjórir þeirra eru með meistaragráðu frá
Bandaríkjunum, þrír frá Háskóla Íslands
og tveir frá Háskólanum á Akureyri.
Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir.
1. Hvernig finnst ykkur meistaranámið
hafa nýst í starfi?
2. Hafið þið breytt nálgun ykkar við
hjúkrun, ef svo er þá hvernig?
3. Hvernig hafið þið þróað hjúkrun í ykkar
sérgrein?
Hér verður einungis gerð grein fyrir
því helsta sem kom fram í svörum við
spurningu 2. Öllum sérfræðingunum
bar saman um að breyting hefði orðið
á hvernig þeir hjúkra eftir aðlögun að
sérfræðingsstarfinu. Þeir sögðu meðal
annars:
Sérfræðingar í hjúkrun sinna sjúklingnum
heildrænt, alltaf út frá hans þörfum
og hans sýn á ástand sitt. Þeir sinna
þörfum sjúklinga og fjölskyldna á þeirra
forsendum.
Sérfræðingar í hjúkrun gefast ekki
upp. Þeir reyna alltaf að leysa úr þeim
aðstæðum sem sjúklingurinn stendur
frammi fyrir af bestu þekkingu.
Sérfræðingar í hjúkrun hafa miklu meira
innsæi og skynja betur þarfir þeirra
sem þeir hjúkra. Þeir eiga allt öðruvísi
samskipti við sjúklinga og fjölskyldur,
meðal annars vegna þess að þekking
og reynsla auðveldar þeim að setja sig
inn í aðstæður þeirra.
Sérfræðingar í hjúkrun búa yfir meiri
víðsýni og eiga auðveldara með að
rökstyðja aðgerðir sínar bæði fyrir
sjúklingum og samstarfsfólki. Samstarf
þeirra við aðrar fagstéttir er auðveldara
og á forsendum sjúklingsins.
Sérfræðingar í hjúkrun láta ekkert koma
sér á óvart, þeir greina breytingar á
ástandi sjúklinga fyrr en áður og vita
nákvæmlega hvernig á að bregðast við
hverju sinni. Þeir segjast vita hvað er
að gerast hjá sjúklingum ef breytingar
eru í aðsigi.
Sérfræðingar í hjúkrun eru mikið
sjálfstæðari og agaðri í vinnubrögðum,