Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Síða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Síða 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201434 Húðsýkingar geta verið alvarlegar og miklu máli skiptir að meðhöndla þær rétt eins og kemur fram hér á eftir. Þekking og reynsla sérfræðings í hjúkrun getur varðað miklu hér eins og hjá öðrum sjúklingahópum. HJÚKRUN SJÚKLINGA MEÐ HÚÐNETJUBÓLGU OG HEIMAKOMU Húðnetjubólga og heimakoma eru mismunandi birtingarmyndir húðsýkingar. Húðsýking hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan og ef hún er ekki meðhöndluð skjótt getur hún leitt til alvarlegri dýpri sýkinga á borð við beinsýkingar, farið út í blóðið og valdið dauða. Meðferð hefur verið sýklalyf og hálega en farið hefur forgörðum að taka á undirrót vandans. Rannsóknir hafa sýnt að 30­50% líkur eru á að sýkingin taki sig upp og að hver ný sýking er erfiðari viðureignar. Beina þarf því spjótunum að fræðslu og forvörnum. Þeir sem leggjast inn á spítala vegna sýkingarinnar eru yfirleitt aldraðir, með ýmsa sjúkdóma og bráðveikir. Legutíminn er stuttur, plássleysi gætir alls staðar og mönnun er af skornum skammti. Allt þetta leiðir til þess að minni tími er til að uppfylla þarfir sjúklinganna. Þeir liggja á ýmsum deildum þar sem sérþekkingu skortir og sjúklingum er svo bolað út í óvissuna. Vegna þessa er mikilvægt að efla sérfræðiþekkingu í hjúkrun um þennan vanda og skipuleggja þjónustu sem bregst við þörfum þessara sjúklinga. Hjúkrunarfræðingar með þessa sérfræðiþekkingu þurfa að geta annast sjúklingana þar sem þeir eru staddir, veitt fræðslu og ráðgjöf og fylgt þeim svo eftir þegar heim er komið. Í þessari fræðslugrein er gerð grein fyrir húðsýkingum, alvarleika þeirra og hlutverki hjúkrunarfræðingsins í meðferð þeirra sem fá slíka sýkingu. Húðnetjubólga og heimakoma Húðnetjubólga (e. cellulitis) er sýking í dýpri lögum húðar og húðbeði, oftast Berglind Guðrún Chu er hjúkrunar fræðingur á smitsjúkdómadeild A7 á Landspítala, með meistaragráðu í hjúkrun sjúklinga með sýkingar og smitsjúkdóma frá Háskóla Íslands og aðjunkt við hjúkrunarfræðideild. Hún hefur einnig lokið starfsnámi til sérfræðings í hjúkrun í sérgreininni smitsjúkdómum með áherslu á hjúkrun sjúklinga með húðsýkingar. Berglind Guðrún Chu, berggm@landspitali.is af völdum bakteríanna Staphylococcus aureus og Streptococcus spp. Algengasta stað setning sýkingarinnar er á neðri hluta fótleggja en hana má einnig finna á hand leggjum, brjóstum, rassi og víðar (Gunderson, 2011). Heimakoma (e. erysipelas) er sýking í ystu lögum húðarinnar og algengast er að hún sé af völdum streptókokka (Hirschmann og Raugi, 2012). Algengasti staður þessarar sýkingar hefur verið í andliti en síðustu ár hefur sýkingum á neðri hluta fótleggja farið fjölgandi (Hadzovic­Cengic o.fl., 2012). Heima koma herjar oftast á börn og gamalt fólk en húðnetjubólgan herjar oftast á fullorðna og aldraða (Bailey og Kroshinsky, 2011).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.