Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Side 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 39 Við, sem sitjum heima í sófa og horfum á myndir frá hamförum og átökum í sjónvarpinu, undrumst oft kjark og áræði þeirra sem fara á vettvang til þess að hjálpa heimamönnum við þeirra erfiðu aðstæður. Magna Björk Ólafsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur hefur undanfarin ár starfað í neyðarteymum og er nýlega komin frá Filippseyjum. STEFNUM ÖLL AÐ SAMA MARKMIÐI Guðrún Guðlaugsdóttir, gudrunsg@gmail.com „Ég starfaði í sex vikur á vegum Rauða krossins sem yfirhjúkrunar fræðingur og sá um stjórnunar­ legan og daglegan rekstur í tjaldsjúkrahúsi sem komið var á fót á Basey á Samareyju á Filipps­ eyjum. Ferðin var farin í kjölfar fellibyls, þess stærsta og mesta sem komið hefur á land síðast liðna áratugi,“ segir Magna Björk Ólafs­ dóttir bráða hjúkrunarfræðingur er blaða maður sótti hana heim fyrir skömmu. „Sex til átta vikur voru liðnar frá því fellibylurinn reið yfir þegar ég kom þangað, ástandið var vissulega ekki gott en þó mun betra en það var í fyrstu. Fólkið hafði verið hörkuduglegt við að þrífa göturnar og hreinsa húsin, eigi að síður voru enn skip uppi á landi, bílar uppi í trjám og brot úr húsþökum úti um allt. Hitinn var yfir 30 stig þegar ég kom út úr flugvélinni. Mér leið eins og ég væri í bíómynd, allt var svo óraunverulegt. Þó hafði ég séð fullt af myndum og mynd böndum frá þessum hamförum. En raunveruleikinn er allur annar. Í fyrstu hafði verið mikið um gripdeildir á mat, hver reyndi að bjarga sér og sínum sem best hann gat, en það ástand var að mestu yfirstaðið þegar ég kom á staðinn. Ég veit þó ekki til þess að hjálpargögnum hafi verið stolið. Tjaldsjúkrahúsið, sjúkrahús í kössum frá Noregi, var í félagsmiðstöð þar sem íþróttavöllur var fyrir framan. Enn þá var regntími og því var þak yfir öllu. Búið var að manna sjúkraskýlið að mestu þegar ég kom og allt í fullum gangi.“ Hvernig stóð á því að þú fórst þangað suður eftir? „Ég er skráð sem hjúkrunar fræðingur á Veraldarvaktinni og það var haft samband við mig. Á Veraldar vaktinni gefur fólk kost á sér til að

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.