Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 45
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 41
Filippseyjum og ættræknar. Munaðarlaus
börn voru því yfirleitt í umsjá ættingja.
Stórfjölskyldurnar búa gjarnan saman.
Fyrstu vikurnar gátum við ekki boðið
sjúklingum upp á mat og lifðum sjálf
töluvert á þurrmat en þegar frá leið fór
markaðurinn að blómgast, ýmiss konar
matvörur voru aftur á boðstólum og lítil
veitingahús tóku aftur til starfa. Í framhaldi
af þessu gátum við gefið sjúklingum
okkar að borða. Áður höfðu ættingjarnir
komið með mat handa þeim.“
Hvernig var með hjúkrunargögn? „Það
er engan veginn hægt að bera saman
aðstæður þarna við það sem fáanlegt
er á Íslandi til dæmis. En þetta dugði
furðanlega. Við gerðum gott úr því sem
við höfðum og beittum hugkvæmni. Við
þurftum þó að panta inn meira eftir því
sem leið á dvöl mína. Það sem sent er
með fyrsta teyminu við þessar aðstæður
dugar bara í ákveðinn tíma. Við höfðum
til dæmis ekki öndunarvélar og urðum því
að senda frá okkur sjúklinga í aðgerðir á
gerðir keisaraskurðir og löguð kviðslit. Þá
fjarlægðum við fjölmörg æxli. Margt fólk
þarna var með klofinn góm, við reyndum
að bæta útlit þess með því að sauma
saman vörina en ekki var hægt að laga
góminn. Til okkar kom fólk með sýkingar
og brunasár. Lagaðir voru fistlar og teknir
voru alls konar hnúðar af fólki. Svo voru
gerðar ýmsar bráðaaðgerðir, ekki síst á
börnum sem komu með graftarkýli sem
þurfti að tæma.“
Þetta virðast hversdagsleg vandamál
fremur en afleiðingar af hamförum? „Það
er alveg rétt. Það sem við sinntum var
ekki bein afleiðing af hamförunum, en
við studdum við heilbrigðiskerfið meðan
heilbrigðis stofnanir voru ekki virkar. Ég
reyndi hvað ég gat að vera inni á deildunum
til að komast í kynni við sjúklingana
sjálfa og tók kvöldvaktir í því skyni. Á
Filippseyjum fengu margir beinbruna sótt,
hitasótt sem berst með moskító flugum
og getur dregið fólk til dauða ef það
fær ekki rétta meðferð. Ýmsir hjálpar
starfsmenn þurftu að fara heim vegna
var að kynnast því, það er svo jákvætt
og spjallar gjarnan við mann. Einkum
voru síðustu tvær vikurnar fljótar að
líða. Fyrr en varði var ég á leið heim og
hjúkrunarfræðingur frá Ástralíu kominn til
að leysa mig af.“
Ákvað ung að hjúkra fólki
Hvenær útskrifaðist þú sem hjúkrunar
fræðingur? „Ég útskrifaðist árið 2004 frá
Háskólanum á Akureyri og fór fljótlega
að vinna við Sjúkrahúsið á Akureyri. Ég
er þó ekki frá Akureyri, ég er Bolvíkingur.
Ég fæddist þar 1979. Þegar ég var
17 ára fór ég að vinna á elliheimilinu á
Bolungarvík og starfið þar vakti áhuga
minn á að hjálpa öðru fólki.
Ég vann á lyfja og slysadeild á Sjúkra
húsinu á Akureyri, en árið 2008 langaði
mig að breyta til og fór suður til Reykjavíkur
til starfa á slysa og bráðamóttöku Land
spítalans. Mig langaði til að víkka sjón
deildarhringinn og öðlast meiri reynslu. Ég
vann á bráðamóttökunni til ársins 2011.“
Var það mikil breyting? „Það er að mörgu
leyti töluverður munur á bráðadeildinni
á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu;
það er minni eining fyrir norðan en þar
kemur allt mögulegt inn. Að hluta til var
ég sjálfstæðari fyrir norðan. Hérna á
höfuðborgarsvæðinu er þetta aðskildara,
fleiri bráðamóttökur, barnadeild, geðdeild
og svo framvegis. Allt sérhæfðara.
Reynslan að norðan kom sér að mörgu
leyti vel í starfi á átakasvæðum. Þó
slíkt starf sé yfirgripsmikið hvað líkamleg
mein snertir eftir hamfarir eða átök þarf
að vera vakandi fyrir andlega sviðinu
líka; þótt fólkið á svæðinu brosi nær
brosið ekki endilega inn í sálina. Og víða
er meira „tabú“ að leita sér aðstoðar
vegna andlegra meina en gerist í hinum
vestræna heimi. En þá er það trúin
sem fleytir fólki í gegnum erfiðleikana.
Á Filippseyjum eru flestir kaþólskir. Þar
þakkar fólk guði jafnvel þótt það hafi
misst ættingja sína og heimili.“
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara
í neyðarteymi út í heim? „Ég kynntist
fólki sem hafði farið til starfa erlendis fyrir
Rauða krossinn og það jók áhuga minn á
að reyna þetta. Mér fannst þó að ég þyrfti
sjúkrahúsið í Taclobar. Allar skurðaðgerðir
hjá okkur voru gerðar án öndunarvéla. En
við vorum með góða svæfingarlækna,
þeir deyfðu vel og notuðu handstýrða
öndunarvél, poka með maska sem gefur
súrefni upp á gamla mátann.
Mest var gert af opnum kviðaðgerðum,
svo sem botnlangaskurðir. Einnig voru
þessara veikinda. Þegar hjúkrunar fólk fer
á malaríusvæði þarf það að hafa með sér
fyrirbyggjandi lyf og nota moskítónet.“
Líður tíminn fljótt við svona aðstæður?
„Já, tíminn var afskapega fljótur að
líða. Sex vikurnar liðu hratt. Ég kynntist
mörgu innlendu fólki, bæði sem ég vann
með og eins fólkinu í kring. Auðvelt
Skip á miðjum vegi eftir fellibylinn á Filippseyjum.