Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Síða 48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201444 ÚTDRÁTTUR Aðstandendur gegna mikilvægu hlutverki í bataferli sjúklinga sem fá gerviliði. Með styttri legutíma á sjúkrahúsum er meiri ábyrgð lögð á sjúklinga og aðstandendur hvað varðar umönnun sem heilbrigðisstarfsfólk sinnti áður. Til að sinna þessu hlutverki vel þurfa aðstandendur fræðslu en lítið hefur verið rannsakað hverjar fræðsluþarfir þeirra eru. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig fræðsluþarfir aðstandenda gerviliðasjúklinga eru uppfylltar á Íslandi og bera niðurstöður saman við sambærilegar niðurstöður frá sjúklingum. Rannsóknin var framvirk, lýsandi samanburðarrannsókn með úrtaki sjúklinga (n=279) sem fóru í skipulagðar gerviliðaaðgerðir á mjöðm eða hné frá nóvember 2009 til júní 2011 og aðstandenda þeirra (n=212) á þeim þremur sjúkrahúsum á Íslandi sem framkvæma slíkar aðgerðir. Mælipunktar voru þrír: tími 1 (T1) fyrir aðgerð og fyrir formlega fræðslu um aðgerðina; tími 2 (T2) við útskrift eftir aðgerð á sjúkrahúsinu, eftir útskriftarfræðslu, og tími 3 (T3) 6 mánuðum eftir aðgerð. Notuð voru stöðluð matstæki sem mæla væntingar sjúklinga og aðstandenda til fræðslu. Fengin fræðsla og aðgengi aðstandenda að upplýsingum frá heilbrigðisstarfsfólki var metið með fjórum spurningum úr Good Care Scale. Á T1 svöruðu 212 aðstandendur, á T2 svöruðu 141 og á T3 svöruðu 144 spurningalistum. Meðalaldur var 58 ár (sf 13,5) og spönn frá 19 til 89 ára, flestir voru makar eða 72%. Niðurstöður sýndu að bæði aðstandendur og sjúklingar höfðu meiri væntingar til fræðslu fyrir aðgerðina en þeir töldu sig hafa fengið bæði þegar spurt var strax eftir aðgerð sjúklings og sex mánuðum síðar. Eftir því sem aðstandendur höfðu betra aðgengi að upplýsingum frá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og læknum var væntingum um fræðslu betur sinnt. Álykta má að þörf sé á að meta fræðsluþarfir aðstandenda markvisst og nýta betur tímann til fræðslu meðan sjúklingur dvelur á sjúkrahúsinu. Lykilorð: Aðstandendur, aðgengi að upplýsingum, fræðsla, skurðaðgerð, væntingar. INNGANGUR Gerviliðaaðgerðir Gerviliðaaðgerðir á hné og mjöðm vegna slitgigtar eru með algengustu stærri skurðaðgerðum sem framkvæmdar eru á Vesturlöndum og hefur þeim fjölgað hratt á undanförnum árum. Ekki er séð fyrir endann á þeirri þróun enda sýna rannsóknir að aðgerðin bætir færni og lífsgæði sjúklinga (Judge o.fl., 2011), sjúkdómurinn hrjáir helst þá sem eldri eru og öldruðum fjölgar ört (OECD, 2012). Jafnframt hefur legutími á sjúkrahúsum styst, á Íslandi úr 6,3 dögum árið 2000 í 5,8 árið 2009 (Embætti landlæknis, e.d.). Með styttingu legutíma eftir gerviliðaaðgerðir er lögð meiri ábyrgð en áður á sjúkling og aðstandendur hans í bataferlinu, bæði hvað varðar meðferð, eftirlit og umönnun er varðar athafnir daglegs lífs. Stytting legutíma þýðir einnig að minna ráðrúm gefst til að fræða sjúkling og aðstandendur sem þó Árún K. Sigurðardóttir, Háskólanum á Akureyri Brynja Ingadóttir, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands HVERNIG ER FRÆÐSLUÞÖRFUM AÐSTANDENDA GERVILIÐASJÚKLINGA Á ÍSLANDI SINNT? ENGLISH SUMMARY Sigurdardottir, A.K., and Ingadottir, B. The Icelandic Journal of Nursing (2014), 90 (2), 44-51 HOW ARE THE EDUCATIONAL NEEDS OF ARTHROPLASTY PATIENTS’ SIGNIFICANT OTHERS FULFILLED? Significant others play an important role in the recovery of arthroplasty patients. Shorter hospital stay puts a greater responsibility for care on both patients and their significant others, care which previously was provided by professionals. To be able to fulfill that role significant others need knowledge but few studies have been conducted on their educational needs. Aims of this study were to examine what knowledge significant others of elective arthroplasty surgery patients in Iceland expect, how those expectations are being met and to compare the results with results from patients. The method was a prospective descriptive comparative follow­ up design with three measurement points: time 1 (T1) before surgery and any formal education, time 2 (T2) at discharge from hospital, after formal discharge education, and time 3 (T3) 6 months after discharge. The convenience sample consisted of significant others (n=212) of patients (n=279) undergoing elective arthroplastic surgeries of hip or knee from January to November 2010, in all three Icelandic hospitals which perform those surgeries. The instruments used measure expected and received knowledge of patients and their significant others and access to knowledge from nurses and doctors was measured with four items from the Good Care Scale. On T1, T2 and T3, 212, 141 and 144 significant others participated, respectively, most of them were spouses or 72%. Their average age was 58 years (sd 13.5) and ranged from 19 to 89 years. The results showed that significant others had high expectations for knowledge before surgery but perceived that they received less knowledge than they expected, both when asked right after patient’s surgery and, even less so, 6 months later. Better access to information from doctors and nurses was related to how well knowledge expectations were met. It is concluded that nurses need to assess information needs of significant others more systematically and make skillful use of the time when the patient is in hospital for education. Keywords: Access to knowledge, education, expectations, significant other, surgery. Correspondance: arun@unak.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.