Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 56
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201452 Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 52 ÚTDRÁTTUR Á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi mun öldruðum fjölga hlutfallslega á komandi áratugum. Stefna stjórnvalda er að aldraðir geti búið sem lengst á heimilum sínum með viðeigandi aðstoð. Hér hefur ábyrgðin á opinberri þjónustu við þá skipst milli félagsþjónustu, sem er starfrækt af sveitarfélögunum, og heilbrigðisþjónustu, meðal annars heimahjúkrunar, sem er á vegum ríkisins. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að samþætta þessa þjónustu undir sameiginlegri stjórn sveitarfélaganna. Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á það hvernig samþættingu heilbrigðis­ og félagsþjónustu fyrir aldraða er best fyrir komið. Gerð var ítarleg leit að umfjöllun um skilgreiningar á samþættingu, markmiðum hennar og rannsóknum á árangri samþættingarverkefna í gagnasöfnunum PubMed, Scopus, Cinahl og Gegni. Leitin afmarkaðist við greinar frá löndum Evrópu og Norður­Ameríku skrifaðar á ensku frá árunum 2000 til 2010. Lýsingar á samþættingu þjónustueininga innan heilbrigðiskerfisins voru útilokaðar. Stuðst var við aðgreiningu Leutz á stigum samþættingar við flokkun greina. Tekið var mið af 49 ritverkum við greiningu á skilgreiningum og markmiðum samþættingar. Umfjöllun um árangur samþættingar byggðist á greiningu á 7 stórum verkefnum sem höfðu öll verið metin í rannsóknum. Fram kom að skilningur á samþættingu er breytilegur eftir löndum en lýsingar á markmiðum þessara verkefna voru samhljóða, þ.e. að aldraðir séu betur komnir heima en á stofnunum. Þeir séu misleitur hópur með fjölþættar þjónustuþarfir sem sinnt er af mörgum faghópum sem nauðsynlegt er að samhæfa svo ekki verði tvíverknaður eða göt í þjónustunni. Það sem einkennir árangursrík samþættingarverkefni er þjónustustjórnun og þjónustustjóri, ein þjónustugátt, gerð er áætlun um þjónustu sem allir sameinast um, matstæki og upplýsingaforrit eða skráning eru sameigin leg, teymisvinna er ástunduð og húsnæði er sameiginlegt. Hér á landi er vinna við samþættingu heilbrigðis­ og félagsþjónustu komin einna lengst í Reykjavík þar sem hluti hennar er á þriðja stigi samkvæmt skilgreiningu Leutz. Niðurstöður samantektarinnar eru hjálplegar við mat á styrk og veikleikum samþættingarverkefna. Lykilorð: Heimaþjónusta, heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta, samþætt þjónusta, aldraðir, heimahjúkrun. INNGANGUR Um allan hinn vestræna heim fer meðalaldur hækkandi og hlutfall aldraðra meðal þjóða hækkar. Þetta skýrist meðal annars af lægri fæðingartíðni, heilbrigðari lífsstíl, betri aðbúnaði fólks og framförum á sviði heilbrigðisvísinda (Williams o.fl., 2009). Gangi spá Hagstofu Íslands eftir mun hlutfall aldraðra, 67 ára og eldri, hækka hér á landi úr 10,4% árið 2010 í 21,1% árið 2060. Hlutfall háaldraðra, 85 ára og eldri, mun fara úr 1,5% árið 2010 í 4,4% árið 2060 (Hagstofa Íslands, 2010). Á ýmsum landsvæðum á Íslandi, til dæmis í Ísafjarðarbæ sem er heimabær fyrsta höfundar greinarinnar, hefur þessi þróun þegar átt sér stað. Árið 2010 voru 25,6% íbúa þar eldri en 67 ára (Hagstofa Íslands, 2010). Þessar breytingar á Hildur Elísabet Pétursdóttir, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands SAMÞÆTTING HEILBRIGÐIS­ OG FÉLAGSÞJÓNUSTU: FRÆÐILEG SAMANTEKT ENGLISH SUMMARY Pétursdóttir, H.E., Björnsdóttir, K.B. The Icelandic Journal of Nursing (2014), 90 (2), 52-60 INTEGRATION OF HEALTH AND SOCIAL SERVICES: AN INTEGRATIVE REVIEW It is forecasted that the number of elderly in Iceland, as in other western societies, will increase proportionally in the coming years. Icelandic policy reflects the authorities’ commitment to help older people remain living in their own homes for as long as possible, with the appropriate services. Responsibility for providing such services has been divided between the municipalities, providing social services, and the state taking care of health services, but current policy reflects the aim to integrate these services at the municipal level. The purpose of this paper was to explore how such integration has been developed. A literature search was undertaken in PubMed, Scopus, Chinal and Gegnir, focusing on the way in which integration is defined, its aims and studies of results of integration projects. The search was limited to studies written in English, focusing on the situation in Europe and North America from 2000 to 2010. Studies addressing integration between services within the health care system were excluded. Categorization of studies was based on Leutz’s levels of integration. Analysis of definitions and aims of integration was based on 49 documents, but analysis of successful integration was based on 7 projects that have been evaluated through research. Considerable variation was observed in how integration was defined between countries, but the aims were universally identified as supporting the elderly to live at home rather than moving to an institution. They are described as a heterogeneous group with diverse needs which demands services from different professional groups which calls for coordination to prevent duplication and gaps in services. Successful integration projects use service management and case management, single entry point, individualized service plans, collective assessment instruments, teamwork and united documentation system and all services are located in the same place. In Iceland integration has been initiated in a number of municipalities and in Reykjavik part of the services are already at Leutz’s third level. This study provides helpful guidance in evaluating the barriers and facilitators of integration. Keywords: Home care services, health care, social services, integrated care, elderly, homecare nursing. Correspondance: hep1@hi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.