Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201220 „Það væri samt gaman að fá samfellt frí þannig að maður gæti farið í burtu. En við erum með búskap svo við erum bundin hvort eð er. Það eru kostir og gallar við allt. Það væri auðveldara ef ég væri einstæð. En þegar maður á börn og hefur kannski lofað að hafa það skemmtilegt um kvöldið eða fara í afmæli þá er erfitt þegar það er hringt og maður þarf að fara. Það bitnar svolítið á fjölskyldunni. Ég get sætt mig við þetta, ég hef kosið að vera hjúkrunarfræðingur, en börnin hafa ekki kosið það. Það finnst mér eftir öll þessi ár jafnvel það versta, að þurfa að svíkja loforð gagnvart börnunum til þess að sinna einhverju sem mér finnst í sjálfu sér mikilvægt. Er það ekki þannig hjá öllum hjúkrunarfræðingum að maður er alltaf verstur við börnin sín? En þau verða nú einhvern tímann stór. Ég sagði við þýskan blaðamannahóp sem kom hingað að þetta væri nauðsynlegt starf, ég veit af hverju ég geri þetta og sé árangur af starfinu. Ég er ekki við skrifborð og loka ekki klukkan fjögur. Þetta er gefandi starf og mjög gaman að vera svona sjálfstæður og stjórna því hvernig ég vinn vinnuna. Svo þarf ég að vera dugleg að halda sambandi við heilsugæsluna á Egilsstöðum, lýsa vandamálum fyrir þeim og spyrja hvernig þeir myndu gera hitt og þetta.“ „Er það ekki þannig hjá öllum hjúkrunar fræðingum að maður er alltaf verstur við börnin sín?“ Tengslin við Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilsugæsluselið á Borgarfirði heyrir undir heilsugæsluna á Egilsstöðum. Að sögn Susanne gætu þó samskiptin verið betri. Stundum líður henni eins og hún sé líka á bakvið fjall hvað varðar upplýsingaflæði. „Mér finnst að það hafi jafnvel versnað. Nú eru tölvur og net og það ætti að vera minna mál að fá upplýsingar en það er eiginlega meira mál. Læknabréf og hjúkrunarbréf fæ ég stundum ekki fyrr en sex, átta mánuðum seinna. Ég þarf þá að hringja, líka innan HSA. Þá koma menn alveg af fjöllum, „við vissum ekki að það væri hjúkrunarfræðingur á Borgarfirði“. Samt hef ég verið hér svona lengi. Þó að allt sé frekar óformlegt á Íslandi þá vil ég gjarnan fá það skriflegt hvað hefur verið gert fyrir sjúklinginn og hvað stendur til að gera. Menn mættu vinna svolítið meira markvisst að því að koma á betra upplýsingaflæði milli staða. Mér finnst það einnig alveg hundfúlt að hafa ekki aðgang að upplýsingum um sjúklinga mína sem fara til Reykjavíkur. Ég kemst ekki inn í kerfið til að sjá hvað er að gerast þar heldur þarf ég að hringja og trufla hjúkrunarfræðinga sem eru uppteknir. Þetta er þvílík tímasóun í staðinn fyrir að geta farið í tölvukerfið og fengið upplýsingar. Svo er það niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu, menn mega ekki vinna lengur en til fjögur og þá verða bréfin ekki send fyrr en einhvern tímann. Þá get ég ekki unnið eins og ég ætti helst að gera,“ segir Susanne. Susanne finnst heilbrigði fólks og menntun vera það mikilvægasta í samfélaginu og erfitt að sjá skorið niður í þeim málaflokkum. Hún hefur oft velt því fyrir sér hvað myndi gerast ef þeir sem ráða myndu loka heilsugæsluselinu á Borgarfirði. Fólk vill til dæmis getað komist heim eftir aðgerð. „Það er ekki hægt að banna fólki að fara heim af spítala, mér finnst það bara mannréttindi að það geti komist heim. En myndu þeir senda einhvern frá Egilsstöðum ef það væri enginn hjúkrunarfræðingur hér? Mér finnst það frábært að fólk geti farið í aðgerð og svo heim þar sem ég sé um það. Ég vildi óska þess sjálf að ef á þyrfti að halda hefði ég hjúkrunarfræðing til þess að sinna þessu eftirliti. Fólkið á Borgarfirði hefur verið heppið því það hefur alltaf búið hér annað hvort ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur eða læknir. Það er nauðsynlegt að hafa einhvern á staðnum, þessi fjöll eru ekki alltaf mjög skemmtileg að fara yfir,“ segir hún. Susanne segist reyna að sækja fundi á Egilsstöðum en það sé ekki auðvelt. „Það eru reglulega hálftímalangir fundir en ég er þrjá tíma að sækja svona fund. Það er ergilegt að eyða svona miklum tíma í fundarsókn en ég hef gert það og ég er farin að læra að vera frek. Ég er einnig farin að hringja oftar í lækni. Það fylgir þessu starfi mikil ábyrgð á að gera rétt og fylgja málunum eftir og það var á tímabili alveg að éta mig lifandi. En þá er bara að hringja í lækni og lýsa fyrir honum hvað er að gerast svo að hann geti gert svo vel að taka ábyrgð og skrifa upp á meðferðina. Ég er hjúkrunarfræðingur, ég ætla ekki að vera læknir og bera alla ábyrgðina. Ég veit þó að þeir hafa svo mikið að gera og það er sparnaður alls staðar. Menn hafa engan tíma til að fylgja öllu eftir og ég skil það ósköp vel. Mér finnst samt bara allt í lagi að minna á að það er fólk hér sem er veikt þó að það sé talað um að loka selinu út af því að það búa svo fáir hér. En á meðan ég get sinnt fólki heima og jafnvel tekið heim sjúkling sem þyrfti eiginlega að vera á sjúkrahúsi þá finnst mér ég alveg hiklaust vera að spara fyrir stofnunina,“ segir Susanne. Þegar minnst er á sparnað segist Susanne ekki vera viss um að það sé sparnaður til lengri tíma séð að láta sjúklinga ferðast langa leið til að sækja heilbrigðisþjónustu. „Mér fyndist frábært að fá sjúkraþjálfara hingað einu sinni í viku. Það er algjört bull að láta fólk keyra í klukkutíma til Egilsstaða með vöðvabólgu eða bakveiki til þess að vera hjá sjúkraþjálfara í hálftíma og keyra svo aftur heim og eyðileggja árangurinn af meðferðinni. Ég skil ekkert í þessu. Ég veit að sjúkraþjálfari fer til Seyðisfjarðar einu sinni í viku og þeir gætu alveg kíkt hingað á hálfsmánaðar fresti,“ segir hún. Mikilvæg þjónusta í strjálbýli Susanne finnst starf hjúkrunarfræðings á staðnum mikilvægt þó að Borgfirðingar séu ekki fleiri en hundrað á veturna. Börn fæðast hér eins og annars staðar og rekinn er skóli alveg að tíunda bekk. „Það er mikilvægt, þó að þau séu fá, að skólabörn fái sömu fræðslu og að ungbörn fái sömu skoðun og annars staðar. Ég er ekki viss um að þeir myndu fá sömu þjónustu ef það þyrfti að koma skólahjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hingað. Það myndi ekki borga sig. Þá þyrfti líka að nota bíl frá stofnuninni en ég er á mínum einkabíl eða hjóli. Ein heimsókn myndi taka hálfan dag þannig að ég er að spara heilmikið fyrir stofnunina með því að vera hér. Mér finnst það mikið öryggi og ég segi fyrir mig að ekki vildi ég vera með börn á stað þar sem væri engin heilbrigðisþjónusta og enginn sem gæti að minnsta kosti veitt fyrstu hjálp ef eitthvað gerist,“ segir hún. Á Borgarfirði eystra er útgerð og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.