Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Side 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201222 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Á SUÐURLANDSBRAUT Í 25 ÁR Í júní sl. voru 25 ár síðan flutt var inn í húsakynni Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga á Suðurlandsbraut 22. Húsið var þá nýbyggt. Húsnæðið var formlega tekið í notkun 28. ágúst 1987 og verður haldið upp á afmælið 19. nóvember nk. Þegar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tók við hæðinni í janúar 1987 var húsið nýbyggt og tilbúið undir tréverk. Því var hægt að innrétta skrifstofuna með þarfir félagsins í huga. Vinna við að innrétta húsið tók allt vorið en hægt var að opna skrifstofuna í júní. Húsnæðinu var breytt lítillega 2005 og síðan ráðist í verulegar endurbætur 2010, fyrst og Skrifstofa Hjúkrunarfélags Íslands var lengi á Þinghólsstræti 30 í Reykjavík. Suðurlandsbraut 22 í byggingu. fremst með það að markmiði að bæta aðstöðu félagsmanna. Á hæðinni eru nú skrifstofur starfsmanna félagsins, móttaka og afgreiðsla og ekki síst þrjú fundarherbergi sem félagsmenn hafa aðgang að. Félagsmenn þekkja vel stóra salinn og Sigríðarstofu en nú hefur bæst við eitt lítið fundarherbergi. Húseignarsögu félagsins má reka til 1935 þegar byrjað var að safna fyrir sumarhúsi. Tveimur árum seinna var vígður sumarbústaður í Mosfellssveit en hann fékk nafnið Kvennabrekka. Þetta var áður en félagasamtök fóru almennt að eignast sumarbústaði. Í nóvember 1944, þegar Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var 25 ára, gaf Anna Ólafsdóttir Johnsen, yfirhjúkrunarkona á Vífilsstöðum, eitt þúsund krónur í húsbyggingarsjóð. Hugmyndin var að koma upp húsnæði sem í væri senn íbúðir fyrir hjúkrunarkonur sem hættar voru störfum, gistiherbergi fyrir félagsmenn utan af landi og skrifstofa og fundarstaður félagsins. Félagið gat 1956 fjárfest í hæð í Blönduhlíð og var hún leigð út. Íbúðin var svo seld 1963 þegar félagið keypti 170 fermetra hæð í Þinghólsstræti 30. Þar var skrifstofa félagsins í 23 ár. Þessi kaup kostuðu miklar fórnir því allir félagsmenn þurftu að leggja til eitt þúsund krónur. Miðað við núverandi byrjunarlaun samsvarar það um 56.000 krónur. Félagsmönnum fjölgaði ört næstu áratugina og húsnæðið á Þingholtsstræti var orðið of þröngt fyrir starfsemi félagsins. 1983 var samþykkt á félags­ ráðsfundi að leita skyldi eftir nýju húsnæði. Stjórn félagsins fór þá af stað að leita eftir hentugri eign. Sigþrúður Ingimundardóttir, þáverandi formaður, var um tíma formaður skólanefndar Nýja hjúkrunarskólans sem var til húsa á Suðurlandsbraut 18. „María Pétursdóttir skólastjóri var alltaf að segja mér frá húsi sem var þá í byggingu á Suðurlandsbraut 22. Við fórum margoft og skoðuðum og ræddum við þann sem var að byggja húsið. Ég fór síðan með þetta í stjórn félagsins og var það heilmikið rætt áður en ákvörðun var tekin,“ segir Sigþrúður. Skömmu eftir að flutt var inn í nýja húsnæðið hélt Reykja víkurdeildin fund um menntunarmál 24. júní 1987. Þegar flutt var inn á Suðurlandsbraut var Sigþrúður Ingimundardóttir formaður Hjúkrunar­ félags Íslands. Hún var hins vegar í leyfi og var Pálína Sigurjónsdóttir starfandi formaður.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.